SÁÁ blaðið - apr. 1984, Blaðsíða 18

SÁÁ blaðið - apr. 1984, Blaðsíða 18
18 Þórarinn Tyrfingsson lœknir Framh. af 17 lýkur. Fyrst er það hópurinn sem nær algjöru bindindi. I annan stað fólk sem nær löngum tímabilum í bindindi og gengur betur þess vegna. í þriðja hópnum er fólk sem drekkur álíka eða verr en áður. Svo er það síðasti og lang minnsti hóp- urinn; svona 3-4% eftir nýjustu athugun; þetta eru menn sem fara betur með áfengi en áður og í flest- um tilvikum eru þeir ekki alkóhó- listar“ — Það heyrast þær raddir að alls enginn árangur sé af þessu starfi og eins gott sé að gleyma þessu og leyfa mönnum að drekka í friði. Telur þú að könnun ykkar Sigurðar Gunn- steinssonar afsanni þessa kenn- ingu? „Sjáðu til. Við vitum að einstakl- ingar, fyrirtæki og fjölskyldur hafa fundið áraneurinn af starfi okkar. Fólk, sem fylgist grannt með starf- inu sér árangurinn fyrir augunum. Þetta fólk veit og sér að það er árangur af starfinu. Hitt er annað mál, að það kemur af og til fólk fram og fuilyrðir að enginn árangur sé af meðferð. Slíkar fullyrðingar styðjast ekki við neinar vísindaleg- ar athuganir, þótt sumir vilji láta skína í annað. Hér í þessu sambandi er oft vitnað í hina frægu „Rand- skýrslu" sem birtist í Bandaríkjun- um 1976. Þessi skýrsla er með ein- dæmum og á lítið skylt við vísindi. Það geta allir gengið úr skugga um það ef þeir gefa sér tíma til að lesa þessa skýrslu yfir. Þessi könnun okkar staðfestir að við erum í þessu starfi vegna árang- ursins. Það er auðvitað stórfurðu- legt í sjálfu sér að þurfa að réttlæta þessa starfsemi, þegar nánast hver einasti maður getur séð hve margir einstaklingar hafa náð fullum bata hjá okkur. Ættum við að sanna árangurinn strangvísindalega, ef niðurstöðurnar eiga að vera byggð- ar á strangvísindalegum athugun- um, — þá getur það orðið býsna erfitt og flókið mál. Þá þyrftum við að koma okkur upp samanburðar- hópi til að bera saman við þá sjúkl- inga sem fá meðferð. Aðferðin gæti verið þannig útfærð, að við mund- um taka annan hvern mann, sem leitar hingað á Vog og segðum við hann si sona: „Jæja, vinurinn. Nú er það svo að þú hefur lent í saman- burðarhópnum okkar. Þú færð þess vegna ekki inngöngu hjá okk- ur. Þú verður að fara heim. Þú mátt ekki stunda AA-samtökin. Við höf- um svo samband við þig svona tvisvar á ári og fylgjumst með því, hvernig þér gengur í baráttunni við brennivíniðí* Það liggur í augum uppi að þetta getur enginn læknir leyft sér að eiga aðild að þessu. Hér er um mannslíf að tefla. Það er þess- vegna tómt mál að tala um saman- burðarhóp í þessu sambandi. Við skulum skoða þetta frá annarri hlið. AA-samtökin hafa bólgnað út. Hvaða vísbendingu gefur það? Segir það okkur að það sé enginn árangur af starfinu? Ég held nú síður. Fangelsin eru að tæmast af drykkjumönnum. Hvað segir það okkur? Við höfum sýnt fram á að um hundrað og sjö manns ná varanlegu bindindi af þeim fjögur hundruð sem innritast. Síðan getum við bætt þeim við sem komnir eru aftur í varanlegt bind- indi, ellefu til viðbótar. Þá má ekki gleyma þeim sem hafa náð góðum árangri í sex mánuði eða lengur og lifa betra lífi þann tíma. Svo er það eitt sem mér finnst alltaf gleymast þegar verið er að ræða þennan sjúkdóm. Þetta er sjúkdómur sem fer stigversnandi, þ.e.a.s. hann hefur ákveðna fram- vindu í líkama okkar. Það þarf ekkert að deila um það. Við höfum séð menn deyja úr þessum sjúk- dómi fyrir framan augun á okkur. Ef gagnrýnendur þessa starfs okkar og annarra gegn drykkjusýki eru sáttir við að þetta fólk liggi um- hirðulítið í fangageymslum eða á götum úti, þá er illa komið fyrir sið- gæði okkar. Við erum þeirrar skoð- unar að hlúa eigi að þessum sjúkl- -tftgu-m-sem-öðrum sem standa höll- um fæti í samfélaginuí* — Hvað er að segja um sam- bærilegar rannsóknir erlendis? Gefa þær svipaðar niðurstöður til kynna og fram koma í niðurstöðum ykkar? „Kannanir erlendis eru eins og gefur að skilja mjög margvíslegar bæði hvað varðar rannsóknartíma, gerð úrtaks, hvernig að þeim er staðið o.s.frv. Við höfum til að mynda fylgt fólki eftir í talsvert langan tíma miðað við margar rannsóknir erlendis. En mér sýnist að jafnvel Hazelden, sem er ein virt- asta stofnun Bandaríkjanna á þessu sviði, geti ekki státað af betri árangri en við, þegar miðað er við hlutfall þeirra sjúklinga sem náð hafa fullum bata af innrituðum eft- ir svo langan tíma.“ — Það vekur talsverða athygli að langstærsti hluti þeirra sem verða Bakkusi að bráð eru á besta aldri, fóik á aldrinum milli tvítugs og fertugs. Þetta eru driffjaðrir þjóð- félagsins. Hvað er að segja um þennan hóp sem er um tveir þriðju þeirra sem innrituðust á Sogn 1980? Nióttu útivistar með öruggan bakhjarl í fjármálum. * LANDSBANKINN Banki allra landsmanna „Þegar talað er meðferð vegna alkóhólisma er það oft gert frá mannúðarsjónarmiði. Þá hafa menn ýmsar skoðanir á því af nverju þessi sjúkdómur stafar, hvort þetta sé synd eða viljaleysi, aumingjaskapur eða eitthvað ann- að. Gagnvart alkóhólistanum sjálf- um er þá ekki alltaf að finna samúð. En þá getum við litið til aðstand- endanna. Sjúklingarnir okkar eiga að meðaltali tvö og hálft barn. Þeir eiga oft foreldra og maka á lífi. Þessu fólki þarf líka að hyggja að og það þjáist oft mikið. Svo er farið að taia um peninga. Og þeim má ekki rugla saman við mannúð. Vilji menn endilega tala um peninga- hliðina á þessu, þá kemur strax í ljós að meðferðarstofnanir okkar standa vel að vígi. Þarna er að stór- um hluta fólk í blóma lífsins, oft dugnaðarfólk í atvinnulífi og öðr- um mikilvægum sviðum þjóðlífs. Meðferð til handa þessu fólki þýðir í raun, að þjóðfélagið fær það endurnært og kraftmikið út í lífið þar sem afraksturinn kemur fljótt í Íjós og endist kannski næstu ára- tugina hjá mörgum. Þetta er geysi- lega mikilvægt að hafa í huga og má jafnvel bera saman við þann kostn- að sem heilbrigðiskerfið leggur að mörkum til að halda fólki á lífi í oft vonlítilli baráttu síðasta æviskeiðið. Ég er fyrsti maður að verja þetta og styðja. F.n á þessu sviði dettur engum í hug að rugla saman mann- úðarsjónarmiði og peningasjónar- miði. Það eigum við heldur ekki að gera þegar rætt er um aikóhólismaí'i Nýjung Framh. af 30 aðstæður í þúsund sinnum stærra þjóðfélagi en því íslenska. Mörg íslensk fyrirtæki, einkum þau stærstu, hafa lagt áherslu á að leita hagkvæmustu leiða til að mæta áfengisvanda á vinnustað, og náð umtalsverðum árangri. Sum þeirra hafa stuðst við hjálparstofn- anir SÁÁ að því er varðar sjúkra- meðferð og endurhæfingu. Ljóst er að starfsmannastjórar þessara fyr- irtækja hafa miklu að miðla í sam- bandi við þessi mál. Sérstök ráðgjafaþjónusta Það hefur lengi verið ásetningur SÁÁ að koma upp sérstakri ráð- gjafaþjónustu á þessu sviði. Starfs- mannaþjónusta SÁÁ tók raunar formlega til starfa fyrir ári, en við skipulagsbreytingar innan samtak- anna varð hlé á henni um sinn. Á næstunni tekur ráðgjafi til starfa, sem mun sinna fyrirtækjum sér- staklega. Hann mun starfa í sam- ráði við ASÍ og VSÍ eftir því sem að- stæður gefa tilefni til, en ASÍ hefur þegar starfandi samráðsnefnd á þessu sviði. I þessu verkefni verður aðallega byggt á reynslu, sem fengin er í innlendum fyrirtækjum og hef- ur gefist vel. Leitast verður við að safna þekkingu og flytja milli fyrir- tækja, einkum frá þeim stóru, sem lengst eru komin á þessari braut til hinna minni. Starfsmannaráðgjafi SÁÁ verður miðdepillinn í þessu verki. Hann ræðir við stjórnendur og aðra, setur upp kynningarfundi, og aðstoðar við að koma á föstum tengslum eftir því sem við á, og hjálpar mönnum til að átta sig á því, hvaða hjálparstarf stendur til boða. Nánari frélta af Starfsmanna- þjónustu SÁÁ er að vænta í nœsta blaði. Þegar komið er af vegum með bundnu slitlagi tekur tíma að venjast breyttum aðstæðum í \ { FÖRUM VARLEGA! uflUMFERÐAR Uráð ...- Drögum vel úr ferð við blindhæðir og brýr. GÓÐAFERÐ!

x

SÁÁ blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SÁÁ blaðið
https://timarit.is/publication/2069

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.