SÁÁ blaðið - apr 1984, Qupperneq 21
Sveinsína Tryggvadóttir ráðgjafi:_
Áhrif alkóhólisma
á fjölskyldur
eru óvéfengjanleg
Fyrir utanaðkomandi virðist oft
svo, að það sé aðeins alkóhólistinn
einn, sem sé sjúkur og fái hann rétta
meðferð og takist þannig að losna
frá drykkjunni eða vímuefnaneysl-
unni, því ekki breytir miklu hverrar
tegundar vímugjafinn er, þá séu
málin leyst og vandamálið þar með
úr sögunni. Svo einfalt er málið alls
ekki í raun, því áhrif alkóhólisma á
fjölskyldur eru óvefengjanleg og á
það jafnt við fjölskyldumeðlimi
sem einstaklinga og fjölskylduna
sem heild.
Alkóhólismi er sjúkdómur, sem
fer stigvaxandi og þróast oftast á
löngum tíma — árum, jafnvel ára-
tugum. Fjölskylda, sem býr við
slíka þróun, mótar smátt og smátt
ákveðin viðbrögð, sem hafa áhrif á
sjálfsímynd, sjálfstraust og kjark
hvers og eins.
í fyrstu er það oft svo, að litið er
á einkenni alkóhólisma sem hegð-
unarvandamál og brugðist við hon-
um sem slíkum. Segjum sem svo, að
það sé húsbóndinn á heimilinu, sem
á hlut að máli. Eiginkonan fer þá að
ræða við hann um hegðun hans og
að sér sé farið að líða illa innan um
fólk þess vegna, en hún heldur á-
fram að taka skýringar hans gildar.
Aðrir fjölskyldumeðlimir fara jafn-
vel að vera uppteknir af réttlæting-
um hans. Þar kemur, að eiginkonan
fer að álíta að hún eigi einhverja sök
á óhóflegri drykkju hans eða geri
óþarflega mikið úr henni. Afneitun
þeirra verður vonlaus tilraun til að
viðhalda jafnvægi fjölskyldunnar
og sjálfsímynd hvers og eins.
Eftir því sem drykkjan verður
meiri orsakar hún fleiri breytingar á
hegðun fjölskyldunnar og hún fer
að draga sig meira og meira i hlé.
Aukin skammartilfinning veldur
því, að kjarkinn vantar til þess að
leita utanaðkomandi aðstoðar. Þau
verja drykkjumanninn og finna
upp ótal afsakanir fyrir hann gagn-
vart vinum og vinnuveitanda. Á
sama tíma er fjölskyldan að reyna
að taka málin í sínar eigin hendur
með ýmsum tilraunum til að hafa
stjórn á ástandinu. Þar eru notaðar
hótanir, krafist loforða, vínið er fal-
ið eða því er hellt niður og það er
reynt að gera samninga.
Drykkjan verður smátt og smátt
miðpunktur alira innri tengsla fjöl-
skyldunnar, spenna og kvíði vaxa
hröðum skrefum. Viðbrögð fjöl-
skyldumeðlimanna verða þrungin
spennu, og þeir verða sjálfum sér
ósamkvæmir. Sjálfsálit eiginkon-
unnar fer þverrandi, sem aftur hef-
ur mikil áhrif í samskiptum hennar
við börnin. Fjölskyldan fer að búa
við stöðugan kvíða og hver og einn
finnur knýjandi þörf til að finna
Iausn á vanda sínum. Nöldur og
hótanir halda áfram, en enginn
virðist vita hvernig á að taka raun-
hæft á málunum, og umræður eru
í lágmarki. Börnin lenda í eins kon-
ar sjálfheldu, þar sem þeim finnst
að þau þurfi að taka afstöðu með
öðru hvoru foreldranna, þeirra
tveggja mannvera sem þeim þykir
vænst um af öllum. Makinn bregst
á stundum við minnkandi ástúð
með því að forðast kynlíf eða taka
þátt í því með andúð og fær í stað-
inn ásakanir um að vera kynköld
eða ótrú. Fjölskyldan verður oft
fyrir líkamlegu ofbeldi, meðfram
hinum djúpa andlega sársauka,
sem leiðir af munnlegum árásum og
óvirðingu.
Á þessu stigi ríkir mikið óöryggi
innan fjölskyldunnar, eiginkonan
tekur til við að stjórna meira og
meira í örvæntingarfullri tilraun til
að halda uppi góðri mynd af fjöl-
skyldunni út í frá. Hún neyðist líka
til að taka á sig skyldur, sem áður
höfðu verið eiginmannsins, á með-
an hann heldur áfram að vera ó-
meðvitaður um hegðun sína. Aðra
stundina reynir hann að kaupa sér
ástúð, en hina heldur hann mikinn
reiðilestur og skammar fjölskyld-
una. Hugmyndin um skilnað fer æ
oftar að koma upp í hug eiginkon-
unnar, þar sem hún er farin að ör-
vænta um að fjölskyldulífið geti
nokkurn tíma komist í eðlilegt horf
aftur. Óttinn við hið óþekkta, við-
brögð barnanna og skammartil-
finningin veldur því, að tilfinninga-
lega verður henni oftast um megn
að taka nokkra endanlega ákvörð-
un.
Þar sem það er megin markmið
alkóhólistans að gera neyslu sína
mögulega, þá beinir hann athygl-
inni að öðrum vandamálum; hjóna-
bandinu, persónuleika makans,
börnunum, vinnunni, yfirmanni
sínum, vinunum, umhverfinu o.s.
frv. Oftast má finna eitthvað, sem
betur mætti fara, hjá öllum fjöl-
skyldum, vinum og í hvaða vinnu
og umhverfi sem er. Þess vegna eru
venjulega einhver rök fyrir að-
finnslum hans, sem fjölskyldan get-
ur tekið gild. Geri hún það ekki á
einu sviði, þá finnur hann sér ann-
að, þar til hann fær fjölskylduna á
sitt band. Segja má, að þetta sé að-
ferð alkóhólistans við að afneita
sínum vanda og beina athyglinni að
einhverju öðru. Svo lengi sem fjöl-
skyldan tekur þátt í þessari afneit-
un, þá heldur sjúkdómurinn áfram
að þróast og vandinn vex.
Hér hefur verið stiklað á stóru í
tilraun til að skoða hvernig fjöl-
skyldan verður tilfinningalega
flækt inn i hegðunarmunstur alkó-
hólistans, hvað það í raun þýðir, að
alkóhólismi sé fjölskyldusjúkdóm-
ur. Gildir þá einu hvort alkóhólist-
inn er eiginmaðurinn eins og hér er,
eða hvort það er eiginkonan, faðir-
inn, móðirin eða unglingurinn á
heimilinu, sem drekkur eða notar
vímugjafa á annan hátt. Viðbrögð
fjölskyldunnar virðast ótrúlega Iík,
hver sem í hlut á.
í fyrstu afneitar fjölskyldan eða
gerir lítið úr þeirri staðreynd, að
vandi sé á ferðum. Hún sér það ef til
vill, en hræðist hann nógu mikið til
oa.
að neita að horfast í augu við það,
sem er að gerast. Þegar afneitun
bregst er farið að reyna heimatilbú-
in ráð, til að leysa vandann eða
halda honum í skefjum. Menn
verða sárir og reiðir, bæði alkóhól-
istanum og sjálfum sér, hótunum er
sjaldan fylgt eftir og samningar
duga ekki. Fjölskyldan fer að fjar-
Iægjast vini og kunningja og ein-
angruninni fylgir vaxandi reiði og
þunglyndi. Ýmis Iíkamleg ein-
kenni, svo sem magabólgur, höfuð-
verkur og vöðvabólga fara að gera
vart við sig. Vonleysi eykst og það er
spurt; „Hvernig gat þetta farið
svona?“ eða „Af hverju lét ég þetta
viðgangast svona lengi?“
Til að komast út úr þessum víta-
hring þarf fjölskyldan á aðstoð að
halda í einhverri mynd, ekki ein-
hvern til að leysa hlutina fyrir sig,
heldur til að læra hvað hún þarf að
gera, til að geta leyst þá, sjálf. Fari
alkóhólistihn og leiti sér aðstoðar
þá er stórt skref stigið, sem leysir þó
ekki allt. Til þess að fjölskyldan
geti tekið raunhæft á sínum hluta
sjúkdómsins, þarf hún að læra að
þekkja hann og geta séð hvaða á-
hrif hann hefur haft á hvern ein-
stakling fyrir sig. En hvert er hægt
að leita?
Hér á landi starfar Al-Anon, al-
þjóðleg samtök fólks, sem á ein-
hvern nákominn, sem drekkur eða
hefur drukkið urn of. Þar lærir fólk
af reynslu annarra og miðlar sinni
eigin. Áfengisvarnardeild Heilsu-
verndarstöðvar Reykjavíkurborgar
rekur fjölskyldudeild í samvinnu
við SÁÁ og þar eru haldin nám-
skeið fyrir fjölskyldur, svo og veitt
einkaráðgjöf.Vistheimilið að Vífils-
stöðum er einnig með fræðslu fyrir
aðstandendur þeirra, sem eru eða
hafa verið þar í meðferð.
Fjölskyldan getur lært að takast
á við þann vanda, sem að henni
snýr, óháð því hvort alkóhólistinn
drekkur/neytir ennþá eða ekki. Sér-
hver sem hefur áhyggjur af drykkju
eða annarri vímuefnaneyslu ein-
hvers af sínum nánustu ætti að leita
sér fræðslu um alkóhólisma og allt,
sem af honum leiðir, til þess að eiga
síður á hættu að lokast inni í víta-
hring afneitunar og ráðaleysis.
IMIIMIIIIIIIIIIIMMIIMIIIIIIIIMMIIIIMII1111111111111IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII
Gleðilegt sumar og
ánœgjulega páskahátíð!
Látið blómin tala
12717—23317 ^
Hafnarstræti 3, sím