SÁÁ blaðið - apr. 1984, Side 25
Undir teppinu
25
Framhald af bls. 23
auðvitað vel... það er... það er morg-
unn. Það er nýr dagur. Það er morg-
unn... auðvitað líður mér...
Systa: (grípur frammí — hátt)
Mamma, hvernig líður þér?
Lóa: Elsku... Klukkuna vantar tíu
mínútur... í... elsku... ha?
Systa: Ég ætla að skrifa þér bréf.
Lóa: (Hlær taugaspennt) Bréf? Úr
skólanum? Sko, Systa mín, þú ert á
erfiðum aldri...
Systa: Þú líka.
Lóa: Ha?? Bless elskan.
Systa: Ég geri það. Ég skrifa þér
bréf.
Lóa: Já, jæja elskan, <þær faðmast
snöggt) Bless elskan. (Systa fer).
Lóa: (Hún gengur að stól ömmunn-
ar og krýpur hjá henni. Lóa talar nú
við ömmuna).
Heyrirðu til mín, mamma? Ég
ætla að halda veislu. Þeir koma
Siggi, Jói og Haukur. Góðu, gömlu
leiðtogarnir, — það verður næstum
eins og að hafa pabba hjá sér aftur.
Við syngjum góðu, gömlu söngv-
ana og verðum sterkari en nokkru
sinni fyrr, (syngur) Unga fólk undir
framsóknarmerki/ hér á framtíðin
örugga von/ eruð þið ekki boðin og
búin/... (lágt, í trúnaðartón)...
mamma, þú veist allt um mig, er
það ekki? Þú heyrir alveg er það
ekki? — þú veist að ég er að slitna
í sundur... Mamma, — ef þú heyrir,
viltu þá Ioka öðru auganu, —
mamma, lokaðu öðru auganu (sú
gamla kiprar, aðeins annað augað,
en lokar því ekki), mamma, af
hverju læturðu svona, — af hverju
siturðu bara þarna — læknirinn
gefur svo loðin svör um þig — ertu
kannski bara að kvelja mig með því
að láta svona... — ég þori alveg út
— ég þori alveg að klára námið... —
ég er ung mamma, — ég er nógu
sterk, lokaðu auganu... — heyrirðu
það, annars... (æst) þú skalt ekki
halda að ég hafi þig hér alltaf
mamma... ég verð hræddari og
hræddari við að fara út og klára
mig... þú veist það bölvaður kúgar-
inn þinn... — (rólegri, sár); fyrir-
gefðu mamma, — þú veist að ég vil
hafa þig og þú veist að ég þjáist,
(hún fær sér úr flöskunni) auðvitað
heyrirðu ekkert, — en þú sérð mig
og þú veist... þú sérð mig, mamma...
(síminn hringir. Lóa fer í símann).
Já.
Lóa: Didda mín. Heyrðu, bíddu
aðeins...
Didda: (Hlær), Já þarf mamma nú
að pissa... það er nú vaninn, ef ég
hringi. Verst hún skuli vera alveg
heyrnarlaus, blessuð gamla konan
— heyrðu, ég kem með eina sterka,
er það ekki... heldurðu að kallarnir
komi? (Sú gamla sveiflar nú hand-
leggnum).
Lóa: Didda mín, bíddu aðeins...
Didda: (Syngur...) púðursykur og
króna/ ef að mér er mikið mál/ þá
míg ég bara í skóna.../ (Sú gamla
urrar nú og sveiflar handleggnum
hratt)
Lóa: Ég verð enga stund. (Fer úr
símanum. Hálfdröslar eða ber þá
gömlu fram. Er góða stund. Heyrist
í þeim á klósettinu. ((í þessu verki
er þó ekki klósett inni á sviðinu:::))
Meðan þær eru frammi heyrist í
Diddu í símanum, hún syngur há-
stöfum.)
Didda: Piss-piss og pelamál/ púð-
ursykur og króna/ ef að mér er
mikið mál/ þá míg ég bara í skóna.
Og nú sveifla ég handleggnum, því
nú hringir Didda. Hin óttalega
Didda, sem reynir að eyðileggja
Lóu litlu mína fyrir mér — Didda,
sem leyfir sér að vera listamaður og
búa til hræðilegar höggmyndir útúr
hræðilegum veruleika, sem hún
hefur búið til í hræðilegu heilabúi
sínu... Didda, sem lætur manninn
sinn strauja skyrturnar... Didda,
sem var svo vond og vildi ekki vera
eins og ég vildi að hún væri... —
Didda, sem kunni ekki að vera
KONA og gerir hitt þegar henni
sjálfri sýnist.
(Lóa er komin inn með þá gömlu,
— hún hendir símtólinu á, hjálpar
þeirri gömlu í stólinn, — sú gamla
titrar af reiði, en horfir þakklát á
Lóu. Síminn hringir, þær horfa
báðar á símann, — Lóa tekur tólið
upp og hendir því aftur á... — þetta
endurtekur sig etv. einu sinni. Lóa
tekur upp símtólið og hringir. Hún
hringir á vinnustað eiginmannsins).
Tilvalin
tœkifoeris-
gjöf
Soda Stream tækið er tilvalin gjöf við öll tækifæri.
Gerið sjálf gosdrykkina
og sparið meira en helming.
Sól hf.
Þverholti 19, sími 91-26300
SMMPUR-SMMPUR-OG AFTUR SMMPUR
egar orðið svampurernefntkem-
ur nafnið Pétur Snæland hf. strax í
hugann. í 30 ár höfum við framleitt
svamp fyrir íslendinga til alls konar
nota. Svamp í dýnur, svamp í stofu-
sófa, svamp í sjónvarpssófa, svamp
í svefnsófa, svamp í barnastóla, kurl-
aðan svamp í púða, svamp í allt. Þú
nefnir það - við framleiðum svamp í
það.
n við gerum meira en að fram-
leiða svamp. Við gefum fólki ráð og
hugmyndir um notagildi svampsins.
Við saumum líka utan um svamp.
Skerum eftir máli. Límum saman sé
þess óskað.
Síðumúla 34, sími 84161 ■ Vesturgötu 71, sími 24060