SÁÁ blaðið - apr. 1984, Blaðsíða 32
32
A
. SÁA'blaðið .
Sjá viðtal við Arnmund Backman lögfrœðing síðu 26
Hœstiréttur:
Ekki veikindagreiðslur vegna
meðferðar við áfengissýki
„Enda þótt drykkjusýki (alchoholismus chronicus)
kunni að teljast sjúkdómur ískilningi lœknisfrœði, hafa
fjarvistir frá vinnu vegna áfengisneyslu eða drykkju-
hneigðar lengst af verið virtar að lögum á annan veg en
fjarvistir vegna veikinda eða slysa.“ Svo segir í dómsorði
nýgengins dóms í Hœstarétti, þar sem áfrýjandi málsins
krafðist veikindagreiðslna vegna meðferðar við
drykkjusýki á meðferðarstofnun. Eins og dómsorð bera
með sér hafnaði meiri hluti Hœstaréttar kröfu mannsins
og var niðurstaða hans sú sama og undirréttar.
Málið er þannig vaxið að í hlut á hafði lengi hjá sama atvinnurek-
trésmiður á Akranesi, sem starfað anda. Hann hafði stundað vinnu
sína vel og ekki komið til skamm-
tímaforfalla hans vegna drykkju-
skapar.
Hins vegar seig jafnt og þétt á
ógæfuhliðina varðandi áfengis-
neyslu hans. Hann varði brátt öllum
frítíma sínum í áfengisneyslu, en
stóð sig hins vegar vel í starfi og
ekki kom til forfalla hans þar allt til
þess tíma, að hann ákvað að ráði
nákomins ættingja að leita sér
lækninga. Á þeim tíma þ.e. rétt áð-
ur en hann fór í meðferð var áfeng-
isneysla hans farin að bitna mjög á
fjölskyldunni og hann gerði það
fyrir orð náins skyldmennis að fara
í læknisrannsókn og síðan leita að-
stoðar við drykkjusýkinni.
Eftir læknisrannsókn kom í ljós,
að maðurinn var haldinn drykkju-
sýki, alkóhólismus chrónicus. Hon-
um var ráðlagt að fara þegar í stað
í meðferð. Hann er fimm til sex vik-
ur í meðferðinni og kemur heill
heim að því loknu.
Fjöldi vottorða liggur fyrir frá
þessum tírna um að maðurinn hafi
verið haldinn drykkjusýki. Jafn-
framt að hann hafi af þeim sökum
verið óvinnufær um tíma.
Þegar hann kemur heim úr með-
ferðinni framvísar hann þessum
Hægt er aö fá nær allar innréttingar í sama „Stíl“ eldhús - bað - skápa í anddyri og
svefnherbergi - skilveggi - hurðir og meira að segja stiga . Hvað viltu meira?
Þessar innréttingar eru svo vandaðar og sérstæöar að margir eru ekki lengi að ákveða sig,
ef þeir á annað borð, eru að kaupa innréttingar. Þú verður að gera þér ferð í Borgartún 27 til að
sjá þessar glæsilequ innréttingar, sem hannaðar eru af
Birni Einarssyni, íslenskum innanhussarkitekt.
vottorðum og krefst greiðsiu veik-
indadaga. Hann hafði fengið
greidda Sjúkradagpeninga, en nú
krefst hann greiðslu veikindadaga
skv. kjarasamningi og þeim lögum,
sem í gildi eru um veikindadaga.
Atvinnurekandinn vísar þessum
kröfum þegar í stað á bug. Hann
neitar að borga veikindafrí á þeim
forsendum, að maðurinn hafi ekki
fært á það sönnun, að hann hafi
verið í lögmætu veikindafríi á um-
ræddu tímabili.
Það ber að taka fram í þessu sam-
bandi, að á þessum tíma, voru í
vinnuréttarsamhengi skammtíma
forföll vegna áfengisneyslu ekki
viðurkennd. En á það ber jafnframt
að leggja áherslu, að umræddur
starfsmaður gerði sig aldrei sekan
um slík forföll í vinnu þ.e. að vera
fjarverandi vegna drykkju um
skamman tíma. Hann þurfti ekki á
fjarvistun. að halda fyrr en hann
var orðinn mjög veikur og fékk þá
læknisaðstoð til að losna við sjúk-
dóminn.
Málið var tekið fyrir i undirrétti á
Akranesi, þar sem ítarleg greinar-
gerð var lögð fram um sjúkdóminn
alkóhólismus chronicus, drykkju-
sýki. Samband Byggingamanna,
sem stóð að málinu fyrir hönd
sækjanda, taldi það þess eðlis, að
látið skyldi á það reyna fyrir dóm-
stólum, hvort drykkjusýki væri við-
urkennd sem hver annar sjúkdómur
með þeirri greiðslukvöð sem fylgdi
því varðandi veikindadaga og önn-
ur réttindi.
Málið tapaðist í undirrétti, þar
sem vísað var til kjarasamnings,
sem stefnandi byggði mál sitt á,og
laga frá 1958 um rétt fólks sett í tíð
gömlu almannatryggingalaganna,
sem greiða ekki vegna áfengissýki
— gömlu iaganna um veikindarétt,
þar sem alkóhólismi er ekki
almennt viðurkenndur sem sjúk-
dómur.
Deiiuefnið var því m.a. það,
hvort drykkjusýki væri viður-
kenndur sjúkdómur á við aðra sam-
kvæmt viðurkenndum læknis-
fræðilegum rökum og greiðslu-
skylda hvíldi á aðilum vinnu-
markaðarins skv. því. Sækjendur
málsins töldu, að með því að dóm-
stóllinn vísaði til eldri löggjafar í
þessu efni þ.e. laganna frá ' 58 væri
jafnframt verið að kveða upp dóm
um, að t.d. nýir sjúkdómar, eða
sjúkdómar sem fram kæmu eftir að
lögin voru sett 1958, yrðu ekki við-
urkenndir til veikindaréttar. Þess
ber að geta að milli þess sem dómur
gekk í undirrétti og Hæstarétti voru
samþykkt ný lög varðandi veikinda-
daga 1979.
í Hæstarétti varð málsniðurstað-
an sú sama. Sækjandi lagði fram
fjölda gagna í málinu m.a. frá Al-
þýðusamböndum á Norðurlönd-
um, almannatryggingum á Norður-
löndum og læknum, en í aðalatrið-
um má segja, að alkóhólismi sé
viðurkenndur sem sjúkdómur í
þessum löndum og greiðsluskyldur
til veikindadaga samkvæmt því.
Þess ber þó að geta, að almanna-
tryggingarkerfin þar standa undir
megin þunga bótanna.
Sækjandi málsins lagði á það
áherslu, að hugtakið sjúkdómur
væri læknisfræðilegt hugtak, sem
engir aðrir en læknar gætu úr-
skurðað um þ.e., að það hljóti fyrst
og síðast að vera háð mati læknis-
fræðinnar, hvað beri að meta sem
sjúkdóm og hvað ekki á hverjum
tíma. Bent var á breytt viðhorf
innan læknisfræðinnar í þessu efni,
þar sem alkóhólismus chronicus
væri nú almennt viðurkenndur sem
sjúkdómur. Alþjóðaheilbrigðis-
Framh. á síðu 26