Viljinn

Tillæg

Viljinn - 27.01.1969, Side 10

Viljinn - 27.01.1969, Side 10
Kjósendur, tJm embaetti forseta segir í lögum N. F. V. I:: "Forseti er oddamaöur stjórnarinnar. Hann sér um niðurröðun í sal og skipu- lagningu félagslífsins. Hann skal og hafa rétt til að sitja alla nefnda- og stjéma- fundi innan N. F. V. I. Hann hefur ásamt formanni listafélagsins yfirumsjón með leikhúsferðum. Hann er milliliður skólastjóra og nemenda. Forseti hefur yfir- umsjón með öllu, sem snertir Nemendafélagið." Þar sem ég, af eigin reynslu, þekki embættið til hlítar, verður mér ef til vill auðveldara að velja heldur en hinum almenna kjósanda. Ég hef leitazt við að fara eftir minni beztu sannfæringu og mínum kynnum af starfi þessu, og er mér einkar ljúft að mæla með Gunnari Helga Hálfdánarsyni í þetta embætti. Gunnar hefur þegar lagt drjúgan skerf til félagslífsins, hann var formaður 2. bekkjarráðs og á nú sæti í stjórn Málfundafélagsins, þar sem hann hefur oft gegnt ritaraembætti. Nú er það þitt, kjósandi góður, að velja rétta manninn í rétta embættið, velja eftir þinni beztu sannfæringu, þá er grundvöllurinn fyrir öflugu félagslífi lagður. Mín trú er, að Gunnar muni standa fullkomlega f stöðu sinni sem næsti forseti Nemendafélags Verzlunarskóla Islands. Sameinumst öll um að gera sigur Gunnars sem stærstan. Gunnars sigur, okkar sigur. **» Öm B. Jónsson. 10

x

Viljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Viljinn
https://timarit.is/publication/2066

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.