Viljinn - 27.01.1969, Page 24
lega réttvísri konu. Hennar höfuðhár eru sem snemmvaxin
hasselrót, liðað eftir skikkjan og siðvenju Seltirninga. Hún
hefur jafnbjart og klárt enni og eitt dægilegt yfirbragð á
hverju enginn flekkur né hrukka kann að sjást né finnast.
Hún er með rauðum farfa og hvítum að ásýnd eður lit hvar
af hún er sérlega álitsgéð. Hennar nasir og munnur eru
svo myndaður að það er éstraffanlegt. Yfirbragð hennar er
einfaldlegt sem á einni í meðallagi til aldurs kominni stúlku;
hún hefur dægileg augu, klár og björt. Þá hún straffar og
ógnar er hún hræðileg, en nær hún huggar og áminnir er hún
vinsamleg. Hún heldur sig sem einni heiðurlegri og prýði-
legri konu sómir vel. Aldrei hefur nokkur maður gengið
af henni sigraðri í spjótkasti, þótt nærri hafi á tíðum geng-
ið. Hennar hendur og armleggir eru snillilegir og mjög
prýðilegir. í sínum orðum og munnræðum heldur hún- sig
alvarlega, stöðuglega og hæværsklega, því hún er ei fljóttöluð.
Hún er dægilegust allra manna dætra. - Finis.
Vertu margblessuð,
Valdimar Olsen.