Viljinn - 27.01.1969, Page 39
Kjósendur góðir!
Málfundafélag Verzlunarskóla fslands er það félag innan
N.F.V.I. , sem mest og bezt á að blómstra. Það gegnir
ábyrgðarmiklu hlutverki gagnvart nemendum skólans. Við
vitum öll, að vel heppnaðir málfundir og allt málfundalíf
skólans er undirstaða alls félagslífs.
En nemendur skólans hafa gert sér glögga grein fyrir því,
að það þarf dugmikinn og framsýnan mann í formannsembætti
M.F.V.I. til þess að koma málfundafélaginu upp úr því
svaði, sem það er I.
Mfn sannfæring er sú, að aðeins einn maður komi til greina
I fromannsembætti M.F.V.I. Það er Guðjón Guðmundsson.
Eftir kynni mín af Guðjóni treysti ég því, að hann leysi
verkefni formannsins örugglega af hendi.
Skólafélagar, styðjum Guðjón Guðmundsson og stuðlum að
viðunandi félagslífi I skólanum. Við skulum ekki una við
litlaust félagslíf. Stöndum saman! X - Guðjón.
Björn S. Eysteinsson.
39