Viljinn - 27.01.1969, Side 57
Kjósendur góðir!
Nú stöndum við á tímamótum. Allir vita, hversu dýrmætt
atkvæði hvers og eins er f kosningunum. Við verðum að
setja X-ið á þann stað, sem sannfæringin telur beztan og
staðreyndirnar traustastan.
Viljann, það málgagn nemenda, sem hætt er að sjást innan
veggja skólahusa okkar,vantar öflugan ritstjóra. Staðreynd-
irnar segja okkur, að Viljinn þurfi ritstjóra, sem í búi
starfsorka og rfkt hugmyndaflug.
Ingibjörg Sigurðardóttir er nafnið á þeim frambjóðanda, sem
ég álft beztan þeirra, sem við eigum völ á ritstjóraembætt-
ið. Hún er sú andans stúlka, sem treysta má til þess að
blása nýju lffi í síður Viljans. Hún mun beita sér fyrir
því, að við getum borgað ársgjald Viljans með gleði og stolti.
Þess vegna er það ánægja mfn að fá tækifæri til að veita
Ingibjörgu stuðning minn. £g veit, að hún kemur Viljanum
upp úr þvf myrka hyldýpi, sem hann hefur fengið að hírast
í síðastliðið ár. Stuðjum öll Ingibjörgu Sigurðardóttur.
Til Sigurs : X - Ingibjörg.
Björn S. Eysteinsson.