Víðsjá - dec. 1946, Side 10

Víðsjá - dec. 1946, Side 10
HANS W:SON AHLMAN: Norræna félagið í Svíþjóð gaf nýlega út bók um skyldleika Norðurlanda og Norðurlandaþjóðanna, Nordisk samliörighet en realitet. Þar rita ýmsir ágætir sænskir fræðimenn, og fyrsti kaflinn er eftir prófessor Hans W:son Ahlman, sem mörgum er að góðu kunnur hér á landi og dvaldist hér um skeið í sum ar. Hann er prófessor i landafræði við háskólann í Stokk- hólmi. Hér fer á eftir grein hans í lauslegri þýðingu. Thule kölluðu landfræðingar fornaldarinnar hin lítt þekktu lönd lengst í norðri, sem strend- ur eiga að íshafi. Að því skapi sem þekking manna á Skandi- navíu og Eystrasaltslöndunum jókst minnkaði Thule, nafnið færðist yfir á ísland á níundu öld og á sautjándu öldinni var það aðeins haft um norður- strönd landsins. Þessi norrænu lönd voru lengi sveipuð ljóma ævintýra og sagna. Þau eru líka nær heimskautinu en nokk- ur önnur lönd byggð hvítum mönnum, og norðar hefur hvíti kynþátturinn ekki gert sér menningarríki. Höfuðborgirnar Helsingfors, Stokkhólmur og Osló eru í nánd við sextugustu gráðu norðlægrar breiddar. í Evrópuhluta Rússlands er Len- ingrad á sömu breiddargráðu, en í Asíu eru þar mest líttbyggð- V í €3 S J Á ar lendur og eins er í Ameríku, þar sem breiddargráðan liggur um nyrzta odda Labrador og þræðir suðurströnd Alaska. Reykjavík á íslandi er fjórum breiddargráðum norðar, en Kaupmannahöfn hins vegar fjórum sunnar. Hvergi eru í menningarlöndum svo myrkir vetur né svo björt sumur sem á Norðurlöndum, hvergi slíkur munur árstíða, sem hvetur til baráttu og starfa en herðir jafn- framt og örvar með tilbreyt- ingu sinni. Andstæðurnar stuðla bæði að dul og opinskáu skap- lyndi þjóðanna, bæði að þung- lyndi og kæti. Golfstraumurinn vermir Norður-Atlanshafið, og þaðan blása hlýir vindar af suðvestri til Norðurlanda. Af þeim or- sökum verður þar víða miklu hlýrra að vetrinum en venjulegt

x

Víðsjá

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðsjá
https://timarit.is/publication/2073

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.