Víðsjá - dec. 1946, Side 12

Víðsjá - dec. 1946, Side 12
10 NORÐURLÖND barða og Grænlands. Þessi hluti Atlantshafs hefur líka verið kallaður Skandik. Frá víkinga- öld hefur hann verið norrænt á- hrifasvæði, og löndin umhverfis hann teljast einnig stjórnmála- lega til Norðurlanda. ísland skipar að sjálfsögðu sæti sem fimmta sjálfstæða ríkið í nor- rænu ríkjafjölskyldunni. Hin jarðfræði- og landfræði- lega þróun, sem Norðurlönd hafa verið undirorpin, hefur gert Noreg og grannhéruð þess í Svíþjóð að háfjallalandi, en önnur héruð Svíþjóðar og Finn- land allt lágfjalla- og hæðalönd, Danmörk að sléttulandi, ísland ríki hinna miklu hraunbreiðna á hálendinu, og Færeyjar eyja- klasa, þar sem hver ein rís þver- hnýpt úr hafi. Sé litið yfir Suður- og Mið- Svíþjóð eða samsvarandi hluta Finnlands, virðist manni sjón- deildarhringurinn nokkurn veg- in lárétt lína. Allar hinar ótelj- andi smærri og stærri hæðir og ásar eru hér um bil jafnar að hæð yfir sjávarmál, minjar frá ómunatíð. Þetta skapar ró og jafnvægi í landslagið, sem er al- ger andstæða við fjölbreytnina í einstökum atriðum. Þarna er kynnstur af óreglulega löguðum kvosum og dalverpum, sem bugðast milli berghnjúka og ása, sem eru fjölbreytilegir að lögun, stundum með mjúkum boglínum, stundum brattir og gneipir. Á stöku stað rennur láglendið saman í meiri háttar sléttur og fjöllin verða hærri og lengri. í Norrland í Svíþjóð og í austur- og norðurhéruðum Finnlands eru fjöllin stærri og landslagið fær svipmót af sæ í undiröldu. Alls staðar blikar á vötn, stundum stór og breið, stundum aðeins sund milli ó- tölulegra eyja eins og í Finn- landi, „landi hinna þúsund vatna“. Noregur er fjallalandið mikla með bröttum tindum og snösum í sjó fram, eins og t. d. í Norð- ur-Noregi og umfram allt við Lófót. Innar í landinu blasa við fjallavíddirnar í hátignarlegri ró. Hinir miklu firðir skerast svo langt inn í landið, að mestu hafskip heims geta lagzt við akkeri undir rótum Jötunheims- fjallanna og undir Hardanger- vidda, en árnar steypa sér of- an snarbrattar hlíðar niður í þrönga dali eða jafnvel ofan í firðina sjálfa. í Austur-Noregi og Þrændalögum er rýmra um, og þar eru sáðsléttur og engi milli skógivaxinna ása, og sama landslag er Svíþjóðar megin landamæranna. Andstæður hafs og f jalla, litlu byggðarlaganna í dölunum og háfjallaheiðanna á næstu grösum, ljá Noregi VÍÐSJÁ

x

Víðsjá

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðsjá
https://timarit.is/publication/2073

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.