Víðsjá - dec. 1946, Side 81

Víðsjá - dec. 1946, Side 81
100 METRAR A 5,5 SEKÚNDVM 79 leit út fyrir að vera vel hraust- ur. Hann hafði meitt sig á fæti á stórum steini. Lítil svört augun störðu full af angist á þessar ókunnu ver- ur, og hann rótaði í sandinum með löngum og mjóum fingrun- um. Ekki gat hann talað manna- mál, en hljóðaði líkt og særð gazella. Lawrence fursti lét flytja drenginn heim með sér, og læknir að nafni Musa Jalbout rannsakaði hann þegar í stað. Gazellu-drengurinn virtist vera greindur í bezta lagi og það eitt mun valda málleysi hans, að hann hefur aldrei heyrt manna- mál. Jalbout læknir telur, að unnt muni verða að kenna hon- um málið á stuttum tíma. Haldið er, að móðir hans hafi borið hann út, og gazellurnar fundið hann og fóstrað. Hann bítur gras eins og gazellur. í sjúkrahúsinu, þar sem hann er nú, eiga eðlishvatir hans í sífelldri baráttu við barnslega forvitni hans. Hann hyggur sí- fellt á flótta og gerir hverja flóttatilraunina af annarri. Þess á milli reynir hann að herma eftir háttum hinna sjúkling- anna. Hingað til hefur hvorki lækn- um né hjúkrunarkonum tekizt að koma honum í föt eða fá hann til þess að sofa í rúmi. Oft skríður hann út í horn og situr þar titrandi á hækjum sínum og tortryggnin og óttinn skín úr augunum. Fyrst í stað reyndu læknarn- ir að fá hann til að borða venju- legan mat, en hann þverskallað- ist við og borðar ekkert nema gras, sem honum er fært. Hann er talsvert sterkari en meðalstór 15 ára drengur og þol- góður eins og gazella. Lækn- arnir telja, að ekki muni líða skemmri tími en eitt ár, þar til hann hefur náð eðlilegum and- legum þroska, en eru sannfærð- ir um, að þeim muni takast þetta vegna eðlisgreindar drengsins. ★ VIÐSJA

x

Víðsjá

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðsjá
https://timarit.is/publication/2073

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.