Víðsjá - dec. 1946, Side 80
78
100 METRAR Á 5,5 SEKÚNDUM
á svipstundu kollvarpað öllum
kenningum íþróttafrömuða um
hugsanleg afköst íþróttamanna.
Jesse Owens væri þá bara einn
í hópnum, þótt allir undruðust
afrek hans á síðustu Ólympíu-
leikunum.
Nái „gazellu-drengurinn"
þeim þroska til líkama og sál-
ar, sem læknar telja hugsanleg-
an, kann svo að fara, að þessi
framtíðarspá rætist. Mestu
hraðhlauparar heims hafa hing-
að til oft og einatt verið náttúru-
börn, frá því að Suður-Afríku-
maðurinn R. E. Walker vann
100 metra hlaupið á 10,8 sek. á
Ólympíuleikunum 1908 og þar
til Jesse Owens hljóp í Berlín
1936 og var talinn svo undur-
samlega fljótur, að sagt var, að
eiginleikar frumskógarbúans
hlytu að búa í vöðvastæltum og
mjúkum líkama hans. En ann-
að eins náttúrubarn og „gazellu-
drengurinn" hefur aldrei spreytt
sig á hlaupabrautinni.
Heimsmet Owens er 10,2 sek.,
en samkvæmt því, er sagt hefur
verið af flýti „gazellu-drengs-
ins“, ætti hann að renna þetta
skeið á um það bil 5,5 sek. Ef
þeir Owens kepptu, og Owens
væri jafnfljótur og hann var
1936, mundi „gazellu-drengur-
inn“ samt sem áður hafa runn-
ið skeiðið á enda, þegar Owens
ætti eftir 39 metra.
Milli Iraks, Transjordaníu og
Sýrlands eru víðlendar eyði-
merkur og loftslag þar illþol-
andi mönnum. Sumur eru
brennheit, hitinn verður þá allt
að 72 stig á Celsíus og sjóðheit-
ir vindar svíða hörundið. Vet-
ur eru fimbulkaldir. Þar þrífast
engin dýr nema úlfaldar og gaz-
ellur.
Eitt sinn í sumar fór höfðingi
Ruwalla-ættbálksins, Lawrence
Al-Shaalan fursti, í veiðiför á-
samt fríðu föruneyti og hugðist
veiða þarna gazellur. Furstinn
þóttist sjá dreng í gazelluhópn-
um, sem hann elti, og hrópaði
til fylgdarsveina sinna að hætta
skothríðinni og reyna að elta
dýrin uppi. Þegar saman dró
með gazelluhjörðinni og veiði-
mönnunum, sáu þeir greinilega,
að þarna var drengur á hlaupum
í miðjum hópnum og var enginn
eftirbátur dýranna um flýti.
Þeir eltu hjörðina margar míl-
ur og alltaf hélt drengurinn í við
gazellurnar. En allt í einu hras-
aði hann og féll.
Þegar Lawrence fursti og
förunautar hans komu þar að,
sem drengurinn lá, sáu þeir, að
svo var, sem þeim hafði sýnzt.
Þetta var drengur, um 1.65 m á
hæð, þakinn þéttu en fíngerðu
hári frá hvirfli til ilja. Dreng-
urinn var svo magur, að það
mátti telja í honum rifin, en
VÍÐSJÁ