Víðsjá - dec. 1946, Side 18
16
NORÐURLÖND
þjóð og Finnlandi, í Noregi
skýla fjöllin þeim og þar sem
þær eru flestar við ströndina
eiga þær náin tengsli við hafið.
Það er aðeins á stöku stað í
Suður-Svíþjóð og Danmörk að
þær mynda mikils háttar heild-
ir, en þar skilja vötn á milli.
Þetta skýrir að miklu leyti sér-
kenni norrænu þjóðanna, hið
sameiginlega í sögu þeirra, svip-
mót í hugsunarhætti og sömu
hugsjónir, en jafnframt þau
skýrt mótuðu séreinkenni, sem
hver þeirra um sig hefur til að
bera. Þessi lönd í norðvestur
horni Evrópu, þar sem ísland
er útvörðurinn í vestri, munu
einnig vegna þeirra staðhátta,
sem tengja þau, halda fram
sameiginlegum hagsmunum sín-
um.
Þessi met hafa verið sett:
að lifa án svefns í 115 klukku-
stundir
— að lifa án vatns í 22 daga
— að lifa án matar í 75 daga
— dvelja undir yfirborði vatns
í 6 mín. 29 sek.
— halda niðri í sér andanum í
20 mín. 5 sek.
— þola hita 120° C.
— þola kulda -r- 75° C.
— standast hávaða 130 decibels
— fara án súrefnis í 8 km. 595
m. hæð
— fara með súrefni í 22 km.
555 m. hæð
— kafa 1521/a m-
— hlaupa (á 59 dögum) 9000
km.
— ganga á höndunum 25,6 km.
á dag í 55 daga
— ganga á stultum 49,6 km. á
dag í 58 daga
— húka á stöng í 10 daga 14
klst. 34 mín.
— falla í fallhlíf 9 km. 388 m.
— vera f jölskyldumaður með 44
börn
— lifa, þó hjartað hætti að slá,
í 20 mín.
Decibel er sú eining, sem hljóð-
ið er mælt í, t. d. er veikt
hvísl mælt 10 decibels
tifið í vasaúri 20 —
samtal, hljóðlát
götuumferð 50 —
hávaði mótorhjóls 80 —
hávaði bílflautu 90 —
hávaði flugvélamót-
ors 120 —
V I Ð S -J A