Víðsjá - dec. 1946, Side 78

Víðsjá - dec. 1946, Side 78
76 1 EINNI SÆNG ingin, þegar maður tekur ofan fyrir kunningjakonu sinni, sel- ur henni flösku eða aðhefst eitt- hvað annað, sem algengt er með siðuðu fólki. En samstundis og menn eru komnir í lárétta stellingu, þá gleymast þeim allir gamlir og góðir mannasiðir, og engin mannasiðabók skrásetur leið- beiningar um það, hvernig þá skuli að farið, þótt undarlegt kunni að virðast. Hér fara á eftir svör við fáeinum spurn- ingum, sem margur maðurinn hefur leitað árangurslaust að í þess háttar bókum: Spurning: Hvort fer fyrst upp í rúmið, eiginmaðurinn eða eiginkonan? Svar: Verði eiginkonan fljót- ari til, ber manninum að opna gluggann — eða loka honum — slökkva, fara niður að líta eft- ir miðstöðinni. Auðvitað pass- ar hún sig að verða á undan á hverju kvöldi. Spurning: Hvort fer á fætur, ef þrusk heyrist eins og þjófar væru á ferð? Svar: Hvorugt. Spurning: Um hvað er heppi- legast að spjalla í rúminu? Svar: Siðgæði eða siðleysi góðra vina og nágranna, afleit- an mat, sem þeir bjóða í veizl- um, þessa hræðilegu krakka þeirra, allt þess háttar má telja hættulaust viðræðuefni. Spurning: Er þá bannað að tala um sum efni? Svar: Já. Forðist ævinlega að tala um þröngan fjárhag, eig- ið siðferði, mat á heimilinu, hegðun barna yðar. Þess hátt- ar umræðuefni eru blátt áfram dýnamít. Þótt allt þetta kunni að vera mikils vert, þá hverfur það al- gjörlega í skugga annars vanda- máls, ég á við cold cream og krullupinna. í samanburði við það hverfa hrotur og andfýla, sem ekkert væri. Allar konur hafa lært, að það er hreinasti háski að láta hár og hörund í friði. Hárið verður að liða, andlitið verður að maka í cold cream. Það er ó- mögulegt að ætla á, hvað fyrir kann að koma, ef þetta er lát- ið ógert. Að minnsta kosti veit hún það ekki. Þetta er henni meira en helgisiður. Það er bjargföst trú. Miðlungsmaðurinn giftist oft- ast ungri og laglegri stúlku. Loksins er svo komið, að hann er einn með þessari ungu, laglegu stúlku, sem hann hefur kosið sér, brennandi af eftir- væntingu. Hann giftist henni í dag. Hann hefur gert allt eins vel og hann hafði vitið til, not- að réttu sápuna, skolað á sér VIÐSJA

x

Víðsjá

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðsjá
https://timarit.is/publication/2073

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.