Víðsjá - dec. 1946, Side 24

Víðsjá - dec. 1946, Side 24
22 BJÁLKINN 1 AUGA ÞlNU ráðin í Austur-Evrópu eða í Mansjúríu? Þenkjandi enn um hina sam- eiginlegu og vinsamlegu sam- vinnu innan sameinuðu þjóð- anna, varð okkur ákaflega ó- rótt fyrir nokkrum mánuðum út af því, hvemig Bretar beittu herliði sínu í Grikklandi og Indónesíu, og urðum bókstaflega trylltir út af háttalagi Rússa í Iran. Um sama leyti komumst við í svipaða klípu í Kína, — það var þegar kommúnistamir æptu að okkur öðrum megin en Hurley fyrrv. sendiherra hin- um megin. Bretar, Rússar og við höfðum herafla á þessum slóð- um, og þar um var samkomu- lag. Það mátti búast við erfið- leikum á hverju svæði, og liðið var þarna til þess að gæta laga og reglu. (Það var hreinasta heppni, að það vom Bretar en ekki við, sem komumst í hann krappann í Indónesíu, því að yf- yfirmenn herforingjaráðanna höfðu skömmu áður flutt eftir- lit þarna úr höndum Bandaríkj- anna yfir á Breta.) Þegar Ráðstjórnarríkin voru kærð fyrir öryggisráðinu, þá var mótleikur þeirra að saka Breta samstundis um hið sama. Gro- myko hefði alveg eins vel get- að dregið Bandaríkin fyrir ör- yggisráðið vegna þess, sem við vorum að aðhafast í Kína. VÍÐSJÁ Sennilega féll hann frá því að- eins þess vegna, að stefna stjórnar hans var þá að steyta hnefann framan í Breta, en klappa Bandaríkjamönnum. Ef við getum sakað Ráðstjórnar- ríkin um að beita herafla sín- um í Iran til þess að breiða þar út kommúnisma, þá geta Rúss- ar — og kunna að gera það — sakað Bandaríkin um að nota amerískt lið til þess að berja niður kommúnisma og halda við okkar kapitalistiska skipulagi í Kína. Athugum svo málin frá enn annarri hlið. Eitt af því, sem við gagnrýnum Ráðstjórnarrík- in fyrir, er þetta, að þau eru að reyna að afla sér áhrifasvæðis í Vestur-Asíu — þótt við not- um auðvitað ekki svo vægt orð um atferli þeirra. Um sama leyti, og raunar árum saman, eru Bandaríkin að afla sér á- hrifasvæðis frá norðurpólnum til suðurpólsins og nú erum við að tala um að teygja það frá Dakar til Okinava. Þegar Molo- tov hafði fylgzt með því á San Fransisco-ráðstefnunni, hvernig Bandaríkin unnu að því ásamt hinum lýðveldunum í Ameríku, að Argentínu yrði veitt upp- taka, lét hann í ljós þá skoðun sína, að Rússar mættu búast við því, að samsteypa eitthvað tutt- ugu amerískra ríkja undir for-

x

Víðsjá

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðsjá
https://timarit.is/publication/2073

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.