Víðsjá - dec 1946, Page 32

Víðsjá - dec 1946, Page 32
30 ÆÐRI STJÖRNMÁL takast á hendur þær skyldur, sem fyrir er mælt í sáttmála sameinuðu þjóðanna. Svona var „diplomatiska'* starfsemin þennan laugardag. Unga stúlkan brosti til mín af- sökunarbrosi. — Leiðinlegt að láta yður bíða svona lengi, sagði hún bros- andi. En herra Sobolev er í dýragarðinum í Bronx. Hann er að skoða dýrin. Cjander-^lbtcjvöllu u,nnn. Flestir íslendingar, sem flog- ið hafa vestur um haf eða að vestan, hafa komið á Gander- flugvöllinn í Nýfundnalandi. Þar í landi eru margir flugvellir, en Ganderflugvöllurinn er stærstur og þar að auki svo austarlega, að heppilegt er að taka þar benzín. Flugvallargerð- in hófst árið 1936, en samt er enn enginn þjóðvegur að þess- um steypta bletti í stórskógun- um og freðmýrunum, en járn- braut er þaðan til Stephusville og St. Johns. Ferðin til St. Johns frá Gander tekur 12 klukku- stundir með járnbraut. Á Gander-vellinum eru þrjár rennibrautir, hver þeirra 2000 metrar á lengd, og sú, sem er þeirra stærst, er 400 metrar á breidd, eða breiðari en nokkur önnur flugbraut í heimi. Litl- ar flugvélar geta lent þar þvers- um, ef svo mætti segja. Hér koma flugvélar úr austri og v í e s j Á vestri, oftast síðdegis og stund- um á nóttunni. Veitingahús er í heldur illa leiknum herskálum, og þar er opið allan sólarhring- inn en hins vegar er „barinn“ ekki opinn nema á ákveðnum tímum dag.sins. Innan skamms verður tekin til notkunar ný- tízku flugstöðvarbygging með biðsölum, veitingasölum og her- bergjum fyrir 200 gesti, sem kunna að neyðast til þess að dveljast þar heila nótt vegna þoku eða vélbilunar. Ibúarnir á þessum stað eru á annað þúsund að tölu, mest megnis flugvallarstarfsmenn, starfslið ýmissa flugfélaga, meðal annars eru þar fimm menn frá Scandinavian Airlines, þjónar og annað starfslið veit- ingahússins, og fulltrúar yfir- valdanna í Nýfundnalandi. Kirkja er þarna og kvikmynda- hús, og á kvöldin er einatt dans- að í gistihúsinu.

x

Víðsjá

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víðsjá
https://timarit.is/publication/2073

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.