Víðsjá - dec. 1946, Side 39
SAMSÆRI GEGN FRIÐINUM
37
búinn til orustu eins fljótt og
unnt er. Það verður að vera
hægt, að hernema nágrannarík-
in með hernaðaraðgerðum beint
úr hermannaskálunum.
3. Rannsókn á því, hvar ó-
vinirnir eru veikastir fyrir.
Rannsóknir þessar má ekki
fela foringjaráðinu. Væri það
gert, væri engin trygging fyrir
því að þeim yrði leynt. Foring-
inn hefur því ákveðið, að stofna
nefnd innan yfirherstjórnarinn-
ar, sem áætlunina skal gera.
Nefndin skýrir Foringjanum frá
öllum framkvæmdum. Nefndin
ber ábyrgð á áætlunum að hern-
aðaraðgerðum af fullkomnasta
tagi, svo og undirbúningi öllum,
sem nauðsynlegur er sam-
kvæmt áætluninni. Tilgangur
fyrirskipana varðar engan ann-
an en nefndarmenn. Hversu
mjög sem andstæðingar vorir
auka hervæðingu sína, hljóta
þeir fyrr eða síðar að tæma
varabirgðir sínar og vorar eru
meiri. Herþjónustukvaðning
Frakkar — 120.000 menn í
hverjum árgangi. Vér munum
ekki láta neyða oss til styrjald-
ar, en hins vegar er hún óum-
flýjanleg.
Leynd ræður úrslitum, ef
heppnin á að verða með oss. Vér
verðum meira að segja að leyna
Itali og Japana þessari fyr-
irætlun. Hugsanlegt er, að ítal-
ir geti rofið Maginotlínuna, og
þann möguleika verður að rann-
saka. Foringinn telur, að það sé
mögulegt.
Náin samvinna með hinum
ýmsu deildum hersins er nauð-
synleg og sé þá þessi fyrirætlun
jafnan höfð fyrir augum.
Markmiðið:
1. Rannsókn á þessu máli í
heild.
2. Rannsókn á því, hversu
haga skuli framkvæmdum.
3. Rannsaka, hvers við þurfi
af vistum og herbúnaði.
4. Rannsaka, hver þjálfun
liðinu er nauðsynleg.
Nefndin skal skipuð mönn-
um, sem eru hugkvæmir í
bezta lagi og hafa ýtarlega
tækniþekkingu, svo og foringj-
um, sem hafa til að bera skarpa
dómgreind og gagnrýni.
Starfsaðferðir:
1. Enginn óviðkomandi má
fá vitneskju um starfið.
2. Enginn má vita meira en
honum er nauðsynlegt vegna
starfa hans.
3. Hvernær má skýra manni,
sem hlutdeild á að hafa í fyrir-
tækinu, frá hans þætti? Enginn
má fá að vita neitt um fyrir-
tækið, fyrr en brýn nauðsyn
krefst þess.
Að tilmælum Görings mar-
VÍÐS JÁ