Víðsjá - Dec 1946, Qupperneq 45

Víðsjá - Dec 1946, Qupperneq 45
ÁHRIF LITANNA 43 ljósgula, en endurskin gula lit- arins verður blátt. Hann sann- aði nú fyrir eigendunum, hvern- ig þetta bláleita endurskin „eitr- aði“ útlit vörunnar í augum við- skiptavinarins. Purpuralitur blær féll á hið nýja, rauða kjöt og þá virtist það vera gamalt og skemmt. Hann mælti með lit, sem hefði þau áhrif, að rauði liturinn á kjötinu kæmi sem bezt í ljós. Kjötbúðin var enn máluð og í þetta sinn í blágræn- um litblæ. Kjötið leit betur út en nokkru sinni fyrr, nýi litur- inn kom því til að sýnast enn rauðara en það var í raun og veru, en beinin sýndust mjalla- hvít. Litur getur einnig gert gagn sem ágæt vörn gegn mýbiti. Sér- fræðingur einn gefur eftirfar- andi ráð: Láttu lampa með bláu ljósi einhvers staðar þar sem þú þarft sízt að vera. Láttu hins vegar lampa með rauðu ljósi, þar sem þú ætlar að vinna. Rauða ljósið fælir mýið í burtu. Það er greinilegt, að fyrir skordýrunum samlagast bláa ljósið himingeimnum. Rautt táknar hættu — einnig í heimi skordýranna, og þau forðast alltaf rautt, að undanteknum þeim skordýrum, sem sjálf eru rauð. Ávaxtaframleiðendur, sem eiga við lýs og önnur slík skor- dýr að stríða, eru vanir að koma neon-ljósum fyrir í stórum brennurum, en þau lokka til sín meindýrin og drepa þau í þús- undatali. Það hefur margsinnis sýnt sig í viðskiptalífinu, að undraverð- um árangri er hægt að ná, með því að nota liti á réttan hátt. Þegar fræsölufirma nokkurt breytti um lit á verðskránni — úr svörtu og hvítu í líflegri liti — fjórfaldaðist meðaltal söl- unnar. Matsölustaður tvöfaldaði næstum umsetninguna á salati með því að bera það á borð á grænum diskum í stað hvítra áður. Tilraunir með eggjasölu hafa sannað, að hvít egg seljast bezt í hvítum pappaumbúðum með blárri rönd, aftur á móti brún egg í umbúðum með hvítri rönd. — Raftækjaverksmiðja í Bandaríkjunum missti af sölu á straujámum fyrir 250.000 dollara aðeins vegna þess, að handfangið var svart. Framsýnn keppinautur gat aftur á móti afgreitt sams konar straujárn með rauðu handfangi — og hann fékk pöntunina. Þekkt fyrirtæki í amerískri stórborg hóf eitt sinn auglýsingaherferð vegna karlmannafata í svörtu og hvítu. Ágóðinn varð 35000 dollarar. Skömmu síðar skar fyrirtækið upp nýtt herör vegna þessara sömu fata — með þeim mismun einum, að nú voru þau VIÐSJA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Víðsjá

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðsjá
https://timarit.is/publication/2073

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.