Víðsjá - des. 1946, Side 47
ÁHRIF LITANNA
45
sóknir fengizt miklu meira við
hljóðið, þess vegna þekkjum við
reglurnar, sem það lýtur, miklu
betur en hinar.
Sjaldan hefur hagræn þýðing
lita-vísindanna verið meiri en
fyrir nokkrum árum í Illinois
meðan uppskera tómatanna stóð
yfir.
Mestur hluti verkafólksins
var kvenfólk, sem hvorki hafði
þekkingu né reynslu í starfinu.
Það vissi ekki, að tómatarnir
hafa ákveðinn litblæ, þegar þeir
eru fullþroskaðir til tínslu. Af-
leiðingin varð sú, að margir
tómatar voru tíndir ýmist hálf-
þroskaðir eða ofþroskaðir. Pur-
due-háskólinn var beðinn um að-
stoð. Prófessor Harry Short
fann upp aðferð, sem leysti
prýðilega úr vandanum. Hann
lét framleiða naglalakk, sem
var nákvæmlega með þann sama
rauða lit og tómatarnir, þegar
þeir voru hæfilega þroskaðir.
Síðan lét hann allt verkafólkið
mála neglur sínar með þessum
lit. Það gat svo borið saman
litinn á nöglunum og litinn á
tómötunum um leið og þeir voru
tíndir.
Ef liturinn var sá sami, var
tómatinn hæfilega þroskaður.
Kvenfólk gerir sér ekki æfin-
lega grein fyrir, að gæta þarf
mikillar varúðar í litavali á and-
litsfarða og varalit. í boði ekki
alls fyrir löngu hlotnaðist mér
borðdama, sem virtist ekki hafa
gefið sér nægan tíma til að velja
hin réttu blæbrigði á fegurðar-
meðul sín. Hún var mjög nálægt
því að vera falleg stúlka, en
hún hafði ekki haft næmleika til
að samræma til fulls andlits-
farða og varalit heildarútliti
sínu. Hún var ljóshærð, föl í
andliti (næstum bleikleit) og
bláeygð og átti því greinilega
að nota ljósrauða liti — gjarna
ofurlítið kirsuberjarautt. í stað
þess stássaði hún sig með rauð-
bláum ástarboga og með and-
litsfarða í einhvers konar fjólu-
lit, og þar með varð útlit henn-
ar blágrátt. Að lokum hafði hún
kórónað verkið með kolsvörtum
tusch-strikum yfir augun. Þetta
var ekkert sérlega aðlaðandi.
Gráhærðar dömur geta notað
rauð-bláa liti með ágætum
árangri — en rauðhærðar döm-
ur verða þó að varast þá. Mikils
vert atriði er einnig, að litur-
inn á andlitsfarðanum sé í fullu
samræmi við klæðaburðinn. Ef
slíkra smámuna er ekki gætt,
getur árangurinn orðið herfi-
legur.
Sýndu gjarnan djörfung í lita-
vali — egypzku dömurnar mál-
uðu augnalokin græn, þegar þær
bjuggu sig til hátíðahalda í Tut-
ankh-Amons höllinni — en
mestu skiptir að velja rétt!
V í £3 s j Á