Víðsjá - dec. 1946, Side 52
50
STREPTOMYCIN
fréttastjóri nestað mig með
blaðamannaskírteini fyrir dag-
blaðið Vísi. Ég var, þegar öll
kurl komu til grafar, fréttarit-
ari eins og þeir, — stríðsfrétta-
ritari, hvorki meira né minna,
góðir hálsar, — bölvuð slysni að
muna ekki eftir þessu fyrr! —
„Jæja, kannske orð ritningar-
innar eigi enn eftir að rætast og
þeir síðustu verði fyrstir“,
hugsaði ég um leið og ég greip
jakkann minn af stólbakinu. „1
þetta skipti skal þeim ekki tak-
ast að framleiða stórtíðindi án
minnar vitundar og nærveru11.
Þar með snaraðist ég út úr her-
berginu, hringdi á lyftumann-
inn og var kominn út undir bert
loft eftir fáein augnablik. — Ég
lagði leið mína niður 7. götu og
fór mikinn. Ég fór helmingi
hraðar en nokkur annar, rudd-
ist fram gegnum fólksstraum-
inn, sem var gífurlegur og því
meiri, sem nær dró torginu. Ég
hafði ekki við að segja: I am
sorry við þá, sem ég rak mig
á eða tróð skóna niður af. —
Ég nam staðar ofarlega á
torginu, rétt hjá myndastyttu
einhvers heilags manns, sem ég
er búinn að gleyma hvað heitir.
En mér fannst vel við eiga að
hefja fréttastarfsemi mína und-
ir augliti hans, — undir hans
merkjum svo gott sem, því ég
tók köllun mína geysialvarlega,
og sem sagt, ég nem þarna stað-
ar og hvessi sjónirnar í allar átt-
ir, með blýantinn reiddan í
hægri hendi og vasabókina opna
í þeirri vinstri, viðbúinn hverju
sem er.
Allt í einu margfölduðust óp-
in, og öll fólksmergðin tekur til
fótanna í átt til Times-bygging-
arinnar og litlu frelsisstyttunn-
ar, sem stendur þar undir gafl-
inum. — Ég veit ekki hvað til
stendur, en þýt af stað eins og
hinir, ég meira að segja æpi dá-
lítið á hlaupunum, svo menn
haldi ekki, að ég sé einhver
dauðans heimskingi og hjáræna,
og alveg er ég búinn að stein-
gleyma þeim heilaga og augliti
hans. — Loksins sé ég, hvar
hundurinn liggur grafinn: það
á að fara að taka myndir! Blaða-
ljósmyndarar og ljósmyndarar
frá hernum eru búnir að raða
sér á útisvalir Times-bygging-
arinnar næst neðstu hæð og
miða vélum sínum á múginn fyr-
ir neðan. Múgurinn fyrir neðan
bíður í ofvæni, nei, hann getur
ekki beðið, hann rekur upp ösk-
ur, og óteljandi vasaklútum,
höttum og jafnvel jökkum er
kastað upp í loftið. — Þetta er
einmitt augnablikið, sem véla-
mennirnir uppi á svölunum
hafa beðið eftir: Þeir hleypa af!
Langa stund dynur blindandi
ljósglampaskothríðin á manni,
VIÐSJA