Víðsjá - dec. 1946, Side 54
52
FRIÐUR Á JÖRÐU
„Stríðið stendur enn. Svars
Japana við uppgjafarskilmálum
Bandamanna er ekki að vænta
fyrr en klukkan 8 í fyrramál-
ið! “
Ég hélt heimleiðis klukkan
12. Út úr hverri krá og hverj-
um næturklúbb kváðu við dynj-
andi hergöngulög eða jasshljóm-
ar. Hálfnaktar söngmeyjar
stóðu í röðum uppi á langborð-
unum og sungu nýjustu slagara
heimsins í hátalara. Hórur
gengu ljósum logum um stræt-
in og buðu sig fyrir fimm doll-
ara. Drykkjuskapur var mikill,
en óspektir engar. — Þannig
tóku New York búar hinni of
snemmbæru sigurfrétt.
Ég frétti ekkert nýtt af stríð-
inu daginn eftir, en eftirvænt-
ing fólksins var mjög áberandi.
Sumir sátu stöðugt við útvarps-
tæki sín og alltaf stóð stór hóp-
ur fyrir utan Times-bygginguna
að lesa ljósletruðu fréttirnar.
En þriðjudaginn 14. ágúst
klukkan að ganga sjö um morg-
uninn vaknaði ég við ákaflegan
hávaða utan af strætinu, óp,
hlátra, söng, pípnablástur,
hringl. Ég rýk upp úr rúminu
og út að glugganum. Það fenn-
ir bréfsneplum út um gluggana
og um göturnar fara bílar og
bílræksni hlaðnir ungu fólki,
sem baðar út öllum öngum og
framleiðir hávaða af ýmsum
gerðum.
„Friðurinn hlýtur að vera
kominn“, hugsa ég og klæði
mig. Ég hendist í blaðsölubúð-
ina og næ mér í Daily News,
en það er þá enginn friður í blað-
inu, heldur er öll þjóðin að bíða
eftir svari frá óvinunum. Ég
fer aftur upp og kemst í út-
varpstæki. Það er maður að tala
og hann segir, að svar Japana
sé komið til svissnesku stjórn-
arinnar og það sé verið að þýða
það á ensku og rússnesku. —
Þögn.
Nú byrja þeir að spila. í tíu
mínútur eru leikin gleðilög, en
þá kemur aftur maður og til-
kynnir, að það sé ekkert svar
komið til svissnesku stjórnar-
innar. Fregnin hafði verið óstað-
fest og reynzt röng, það er sem
sagt stríð enn þá. —
Á meðan þetta gerðist höfðu
fimmtíu þúsund manns safnazt
saman á Times Square og á
hverri mínútu bættust við nýj-
ar þúsundir, sem komu frá öll-
um hlutum borgarinnar með bíl-
um, strætisvögnum og neðan-
jarðarlestunum. Fæstir virtust
í þeim ham að ganga til vinnu
sinnar þennan daginn.
„Nú er það búið, — er það
ekki áreiðanlegt? “ spurði mað-
ur mann. Og það var mikil eft-
VÍÐSJÁ