Víðsjá - des. 1946, Side 56

Víðsjá - des. 1946, Side 56
54 FRIÐUR A JÖRÐU brotnir samt og liðið narrað út nokkrum sinnum. Uppi í Bronx var ekki eins mikið um dýrðir, af því að allt unga fólkið var komið niður á Times Square, en gömlu kon- urnar reyndu eftir megni að gera gott úr því og fóru með pottana sina út á svalir og börðu þá þar utan og innan með sleif. Sömuleiðis rifu þær niður all- ar úreltu símaskrárnar sínar og dreifðu þeim út í kvöldblíðuna. — Ein lítil telpa skar sig úr öll- um milljónunum. Hún var held- ur ekki nema þriggja ára göm- ul. Þegar móðir hennar rétti henni tóman súpupott ásamt sleif og bauð henni að berja ut- an ílátið, þá sagði telpan: „Heldurðu að ég sé orðin vit- laus, mamma?“ og hafnaði boð- inu. — Systir mín sagði mér þessa sögu, og þá datt mér í hug barnið, sem ekki sá nýju fötin keisarans og sagði: „Keisarinn er ber! “ — Já, börnin eru skrít- in, en það er tiltölulega auðvelt að gæða þau eiginleikum okkar fullorðna fólksins og eftir það þurfum við ekki að óttast þau lengur. — Miðvikudaginn 15. ágúst hef ég punktað þetta niður í dag- bókina mína: í allan dag hefur friðurinn geisað af fullum krafti. Það er VÍÐSJÁ að verða þurrð á hljóðapípum og hringlum í borginni, svo til stórvandræða horfir. En það eru háðir eltingaleikir við stelpurn- ar og oftast nær nást þær, og í dag eru kossar sjóliðanna helmingi betur útilátnir en í gær, sérstaklega á lengdina. Þeir fara með þá allt upp í tíu mínútur, sem er heimsmet og verður sjálfsagt aldrei hrund- ið, því manni er sagt, að það muni enginn sjóliði og engin stelpa verða til, þegar þriðju heimsstyrjöld ljúki. Hún kvað ekki eiga að standa nema eina klukkustund eða tvær, — atom- styrjöldin. — Seinni sigurdaginn hugsaði ég sem svo: „Skyldu þeir allir vera álíka hugkvæmdasamir í hátíða- haldi? Það er bezt ég fari og líti á Kínverjana". Ég lagði af stað með stræt- isvagni klukkan 7 um kvöldið og var kominn til þeirra gulu eftir hálftíma. — Jú, hér var strax hægt að sjá eitthvað, sem minnti á hátíð. Hvert hús var skreytt fánum, stórum og smá- um, mislitu bréfaflúri hafði verið komið fyrir hvarvetna og yfir göturnar voru strengdar snúrur með skrautflöggum. Um miðbik „Kínaborgar" voru öll stræti þéttskipuð hamingju- sömu fólki. Flugeldar af mörg-

x

Víðsjá

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðsjá
https://timarit.is/publication/2073

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.