Víðsjá - dec. 1946, Side 62
ARNE TALLBERG:
Siiílti,
'fbiteuncjunnn er óoj'naóvur.
Ó(y
Nútímamaðurinn getur naum-
ast hugsað sér að láta gera á
sér læknisaðgerð án svæfingar
eða einhvers konar deyfingar.
En ekki er lengra liðið en ein
öld frá því að læknar neyddust
til að gera hvers konar skurði
án þess að geta hlíft sjúkling-
unum við sárum og stundum
nær því óbærilegum þjáningum.
í skurðlækningastofu nú á dög-
um er hljótt og kyrrt. Áður
en svæfingin kom til sögunnar
var skurðlækningastofan hrein-
asta píningarherbergi, og við
getum gert okkur í hugarlund
þá skelfilegu atburði, sem þar
gerðust. Kvalaóp sjúklinganna
heyrðust langa vegu, og krafta-
jötnar, sem til þess voru sér-
staklega valdir, urðu að hafa
sig alla við að halda sjúklingn-
uin á skurðarborðinu.
Aldamótaárið 1800 skýrði
hinn frægi enski efnafræðingur,
Sir Humphry Davy, frá því, að
menn yrðu meðvitundarlausir
af því að anda að sér köfnunar-
efnissýrlingi, og stakk upp á
því, að þetta gas mætti ef til
vill nota við skurðlækningar.
Enginn reyndi þetta samt.
í marzmánuði 1842 ætlaði
amerískur læknir, Crawford
Long, að skera í mein á hálsi
sjúklings nokkurs. Long læknir
var vanur því, að láta sjúkl-
inga sína drekka whiskysopa áð-
ur en hann framkvæmdi nokkra
aðgerð á þeim, en þessi náungi
bað leyfis að fá að lykta af et-
er í staðinn, af því að hann væri
vanur því og þætti gott. Lækn-
irinn leyfði honum það, og skar
síðan í meinið, án þess að sjúkl-
ingurinn fyndi til nokkurs sárs-
auka. Long gerði sér þó ekki
grein fyrir því, sem gerzt hafði,
og skýrði ekki frá þessum at-
burði fyrr en mörgum árum
síðar.
Amerískur tannlæknir, Hor-
ace Wells, hlýddi á fyrirlestur
árið 1844 og heyrði þar í fyrsta
skipti um köfnunarefnissýrling-
inn eða glaðloftið og deyfiáhrif
þess. Hann gerði síðan nokkrar
tilraunir með notkun þess við
/ í ð s j Á