Víðsjá - dec. 1946, Side 71

Víðsjá - dec. 1946, Side 71
TlV ÁVIRÐINGAR séu þeir veikir, á að dútla við þá eins og ungbörn“. 4. Of ráðríkir. „Þeir vilja allt- af öllu ráða, þeir halda, að eng- inn viti neitt nema þeir sjálfir". „Maður verður ósköp þreyttur á þessu ráðríki". 5. Framhjátökur eiginmanna hafa verið efni skáldsagna og leikrita í margar aldir, en þessi ávirðing er ekki efst á listanum hjá eiginkonunum. Hún er hin fimmta í röðinni. 6. Nízka. Konur segja: „Karl- mennirnir hafa enga hugmynd um, hvað heimilishaldið kostar mikið nú á tímum“. „Karlmenn eyða peningum í sjálfs sín þarf- ir, en jagast út af hverjum fimmeyringi, sem konan þarf á að halda“. 7. Skipta sér ekkert af heim- ilinu. Konur telja, að heimilis- lífið eigi ekki að vera allt á á- byrgð konunnar. Þær vilja, að maðurinn taki hlutdeild í því og þátt í ábyrgðinni. „Eiginmenn láta konurnar um að ala börn- in upp“. „Maðurinn minn fæst ekki til þess að moka snjó af gangstéttinni, hann vill ekki gera við neitt, sem aflaga fer, og hann fæst ekki til að svara bréfum að sínum hluta“. 8. „Undir eins og þeir smeygja hring á fingur konunnar, hald= þeir, að meira þurfi ek311 um hana að hugsa“ >,Peir eru svo 69 önnum kafnir við alls konar sýslu, að þeir taka varla eftir konunni sinni“. „Konunni er sama um þessi hundleiðinlegu heimilisverk, ef maðurinn henn- ar lætur sér bara detta í hug einstaka sinnum að koma henni skemmtilega á óvart, hæla henni, „flirta" við hana og bjóða henni út“. „Þeir hætta tilhuga- lífinu allt of snemma“. 9. Þeir kvarta allt of mikið. 10. Síðastur í röðinni af göll- um eiginmanna er sá, að þeir spili og reyki. „Alls staðar ó- hreinar pípur og ólykt af þeim“. „Maðurinn minn fleygir vindl- ingaöskunni, hvar sem honum sýnist á gólfteppin". „Maður- inn minn sólundar hverjum eyri í póker“. Jæja, drengir góðir. Þetta er nú álit konunnar, þegar ókunn- ugur maður spyr um það. Er þá engin kona, sem telur, að eig- inmenn séu gallalausir? Jú, fá- einar. Fjórar af hverjum hundr- að héldu því fram. Átta af hverj- um hundrað fengust ekki til að segja neitt. Það kom í ljós í þessari skoð- anakönnun, að bændur virðast ánægðari með Konu sína en nokt-ur onnur stétt manna. Eng- inn bóndi minntist á það, að kona hans væri „léleg húsmóð- ir“, og gallalausar eiginkonur VÍÐSJÁ

x

Víðsjá

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðsjá
https://timarit.is/publication/2073

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.