Víðsjá - des. 1946, Blaðsíða 84
82
NÍÐSTERKUR PAPPlR
þess, að það grotnar ekki sund-
ur, verður sem sagt að fullu
gagni þangað til það er vatns-
mettað.
Enn er skortur á pappír í
heiminum, svo að hingað til hef-
ur lítið verið gert af öllu því,
sem vinna má úr vætustyrkum
pappír. Vel er hugsanlegt, að
búa til regnkápu úr þess háttar
pappír, sem jafnframt yrði
vatnsheld. Víkingasveitir not-
uðu slíkar regnkápur við strand-
högg í Frakklandi.
Það, sem gleggsta hugmynd
kann þó að gefa um framtíðar-
möguleika þessa efnis, er hús,
sem gert var eingöngu úr papp-
ír og stendur á lóð pappírsverk-
smiðju nokkurrar í Wisconsin.
Það er eitt herbergi, 2,5x5 metr-
ar, og efnið í það kostaði 50
dollara. Borðin eru þumlungs-
þykk, — efnið í þeim svipað og
venjulegur pappi, — og svo
sterk, að engrar grindar er þörf.
Þó að þessi pappaborð hafi ver-
ið búin til með heldur gamal-
dags aðferð, þá hefur húsið stað-
izt veðurfarið í Wisconsin í tvö
ár, og er þó engri veðursæld
þar að fagna.
Nú er í ráði, að hefja smíði
þessara húsa í stórum stíl, og
helzt þá handa f jölskyldum, sem
bíða húsnæðis, veiðimönnum og
öðrum, sem þurfa á bráðabirgða
húsnæði að halda.
Pappírinn, eitthvert ódýrasta
efnið, sem maðurinn á völ á,
getur héðan af komið að marg-
földum notum á við það, sem
áður var.
★
VIÐSJA