Víðsjá - des. 1946, Qupperneq 87

Víðsjá - des. 1946, Qupperneq 87
ORMUR RAUÐI 85 eða ekki. Lofaður veri allsvald- andi Drottinn frá eilífð til ei- lífðar! Amen! Hann rótaði í bræði sinni með- al smyrslabauka og sárabinda, og fór svo að smyrja sár Tóka. — Hversvegna ertu góður við okkur og reynir allt, sem þú getur, til að lækna okkur, úr því að þú ert okkur svona reiður? spurði Ormur. — Það geri eg af því, að eg em kristinn og hef vit til að launa illt með góðu, svaraði Vil- baldur, og er það meira en þið nokkurntíma fáið lært. Ber eg ekki enn á höfði mínu merki það, er ég fékk, þegar Haraldur kon- ungur barði mig með helgum róðukrossi? Og samt hjúkra eg á degi hverjum hans gamla, gerspillta skrokki með allri ná- kvæmni. En að öðru leyti get- ur það líka verið mjög gagnlegt að halda lífi í hraustum bar- dagamönnum, eins og ykkur, í þessu landi, því að þið munuð senda marga ykkar líka til Hel- vítis, áður en þið farið þangað sjálfir. Eg hef sjálfur séð ykk- ur að verki nú við jóladrykkj- una. Látum varg drepa varg. Þá munu lömb Guðs fá frið. Er hann var farinn, sagðist Tóki halda, að litli maðurinn hefði misst vitið, þegar Harald- ur konungur lamdi krossinum í skallann á honum, annars mundi hann ekki æpa svona og skrækja. Ormur féllst á þessa skoðun. En þeir viðurkenndu báðir, að hann væri snilldar læknir og legði mikið á sig, til að gera þá heilbrigða. Tóka fór nú dagbatnandi, og bráðlega fór hann að haltra um herbergið og úti við. Ormur lá einsamall og leiddist mikið, nema þegar Ylfa kom til hans. Þegar hún sat hjá honum, dvaldi hugur hans ekki eins mikið við það, að hann ætti bráðum að deyja, því að hún hafði alltaf eitthvað að tala um og var skemmtileg. En honum mislíkaði samt, er hún sagði, að hann væri farinn að líta frísk- legar út, og að hann mundi bráð- um komast á fætur aftur. Um hvernig það færi, sagðist hann bezt vita sjálfur. En samt sem áður leið nú ekki á löngu, áður en hann fór að geta sezt upp í rúminu, án þess að hann kenndi mikið til. Og þegar Ylfa kembdi honum næst, fann hún stóra, fríska og blóðfulla lús í hári hans. Hann varð þá hugsi og vissi ekki, hvað hann ætti að halda. — Nú skaltu ekki vera hrygg- ur vegna hálsfestarinnar, mælti Ylfa. Þú gafst mér hana, er þú hugðir þér dauða, og sérð eftir því, er þú veizt, að þú munir lifa. En eg skal af fúsum vilja VÍÐSJÁ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Víðsjá

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðsjá
https://timarit.is/publication/2073

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.