Víðsjá - Dec 1946, Qupperneq 89

Víðsjá - Dec 1946, Qupperneq 89
ORMUR RAUÐI 87 dóttir. Margir röskir ungir menn líta hýrt til vor í leynum og grípa í kyrtilbönd vor, er eng- inn sér, en fáir áræða að bera upp bónorð við föður vorn. Og er það leitt, að hann skuli ekki vilja gifta oss öðrum en ríkum mönnum, þó satt kunni að vera, að ekki ætti við mig að vera gift fátækum manni. En þú, Ormur, sem ert af ætt ívars víðfaðma, hlýtur að vera einhver ríkasti höfðinginn í Skáney. Ormur svaraði, að hann hefði góða von um að geta samið við Harald konung um ráðahaginn, því að vinátta þeirra væri góð, bæði vegna þess, að hann hefði fært konungi klukkuna Jakobs og ekki síður vegna einvígisins. — En um eignir mínar heima í Skáney, sagði hann, veit eg ekkert. Nú eru sjö ár síðan eg fór að heiman, og hef eg engar fregnir haft af frændum mínum allan þann tíma. Vera má, að færri séu nú á lífi, en þegar eg vissi seinast, og að erfðahlutur minn hafi því aukizt. En eg hef meira gull með heim frá Suð- urlöndum en hálsfestina eina, og þó eg ætti ekki meira en það, sem eg flyt með mér þaðan, væri eg ekki félítill maður. Og hægt er að afla meira á sama hátt og eg hef aflað þess fjár. Ylfa laut höfði sorgmædd og sagði, að þetta gæfi ekki mikil fyrirheit, svo erfiður, sem fað- ir hennar væri. Og Tóki, sem kom að í þessu og heyrði, hvað rætt var um, tók þegar undir með henni og sagði, að hér yrðu þau að njóta viturlegra ráða. — Og nú vill svo vel til, sagði hann, að eg veit, hvernig vinna skal mey af tignum ættum, ef faðir hennar er því mótfallinn, en hún sjálf viljug: Móðurfað- ir minn hét Tönni og bjó þar sem heitir á Nesi, átti hann jafnan mikil kaup við Smálend- inga. Hann átti litla jörð og tólf kýr og mikið af mannviti. Eitt sinn, er hann fór á kaupstefnu til Verend, sá hann mey, sem hét Gyða. Faðir hennar var rík- ur höfðingi, en Tönni ásetti sér þegar að fá hennar, bæði til þess að auka mannvirðingar sínar og vegna þess, að honum leizt vel á hana, því að hún var vel vax- in og hafði þykkar, rauðar hár- fléttur. En faðir hennar — Glúmur hét hann — var dramb- samur og sagði, að Tönni væri of lítilsháttar mágur, þó stúlk- unni sjálfri litist það öðruvísi. Nú settust þau Gyða og Tönni ekki í sorg og sút, þó karlinn væri úfinn, heldur tóku það ráð að hittast í skóginum á laun, er hún fór að taka hnetur; og varð hún með barni. Tönni barðist tvisvar við bróður hennar, og báru þeir báðir ör eftir til dauða- v í ð s j Á
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Víðsjá

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðsjá
https://timarit.is/publication/2073

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.