Víðsjá - dec. 1946, Side 94

Víðsjá - dec. 1946, Side 94
Sá tími ársins fer nú í hönd, sem hið svo nefnda ,,bókaflóð“ nær venjulega hámarki sínu. Margir virðast álíta hina miklu bókaútgáfu okkar sem mein- semd í þjóðfélaginu og eitt með lakari fyrirbrigðum, en taka þó glaðir og stoltir til sín hólið, þegar talað er um þjóðina sem sérstaka bókmenntaþjóð. Þó að segja megi með réttu, að marg- ar þær bækur komi út, sem ekki sé nein brýn þörf fyrir, er þó gott til þess að vita, að vaxandi velmegun síðari ára hefur mjög aukið útgáfu eigulegra bóka. Víðsjá mun í hvert sinn geta nýrra íslenzkra bóka frumsam- inna og þýddra. Hvorki verður hér þó um neina ritdóma að ræða, né heldur neina tæmandi skrá yfir allar útkomnar bæk- ur. Ætlunin er að minna á nokkrar helztu bækurnar, stærð þeirra og verð, og með örfáum orðum geta þess, um hvað þær fjalla. Vonumst við til, að það verði vel þegið af þeim, sem gjarnan vilja fylgjast með út- komu nýrra bóka, en hafa ekki tíma né eiga þess kost að fletta þeim í bókaverzlunum. Nú í haust hefur allmikið kom-ið af þjóðlegum fræðum, ævisögum og héraðslýsingum og ber þar hæst Saga Vestmannaeyja, eftir Sigfús M. Johnsen, bæjarfógeta. Bókin er 1 tveim bindum, skipt- Lst í marga kafla sem vera ber og fylgja tilheyrandi skrár yfir heimildir, nöfn og myndir, nær 700 bls., með mörgum myndum. Verð 100 kr. ób. og 170 kr. ib. Saga Eyrarbakka, eftir Vig- fús Guðmundsson. Fyrra bindi. Síðara hefti. 230 bls. með myndum. Verð 30 kr. ób. og 40 kr. íb. Fyrsta hefti þessa rit- verks kom út í fyrra. Af ævisögum má minna á bók Matthíasar Þórðarsonar frá Mó- um: Litið ti! baka. Þetta er fyrsta bindi af þremur, sem höfundur hyggst gefa út. Er hér sagt frá æskuárunum, fiskveiðum og öðrum störfum, þegar höf. fer að heiman, og frá Seyðisfirði um aldamótin. Allmargar myndir eru í bók- inni, stærð 240 bls., verð 25 kr. ób. en 35 kr. og 40 kr. íb. VIÐSJA

x

Víðsjá

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðsjá
https://timarit.is/publication/2073

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.