Alþýðublaðið - 31.07.1926, Blaðsíða 5
ALÞÝÐUBLABÍB
m m
Ó. G. Eyjólfsson heldur því
fram, að Leví hafi átt upptök
að þessum leiðinlega og óforsvar-
Einlega rithætti með útgáfu á níð-
pésa sínum, — að hann (Ó. G. E.)
hafi svarað þessum pésa með
hógvœrri grein (fylgibl. með
„Lögréttu") til þess að verja hend-
ur sínar, — að Leví hafi nýlega
útgefið níðrit fult af rógi og ó-
sannindum, sem sé alveg einstætt
í íslenzkum bókmentum, og að í
þessari deilu sé ékki um annað
að ræða en skrif brjálaðs manns.
Hann gat þess enn fremur, að al-
þyðumenn, sem hefðu haft við-
skifti við hann, myndu ekki bera
honum illa söguna, og áliti hann
því ekki, að hann stæði berstríp-
aður gagnvart þeim. Blaðið
spuröi, hvort Ö. G. Eyjólfsson
' ætlaði ekki að svara síöari grein
Levís; en því þverneitaði hnnn,
kvaðst ekki vilja mannspilla sér
á því, en ekki væri óhugsandi að
hann myndi reka réttar síns á
annan hátt.
IJiíl SlfflffÍSIMS ©§f V©f|ÍI8Il*
Næturlæknir
er í nótt Magnús Pétursson,
Grundarstíg 10, sími 1185 (í stað
Quðmundar Guðfinnssonar) og aðra
nótt Friðrik Björnsson, Thorvaldsens-
stræti 4, sími 1786.
Sunnudagslæknir
er á morgun Fiiðrik Björnsson, Thor-
valdsensstræti 4,'símar 1786 og 553,
Næturvörður
er næstu viku í lyfjabúð Lauga-
vegar. j
Messur
.á morgun: I dómkirkjunni kl. 11
söra Friðrik Hallgrímsspri. 1 frí-
kirkjunni kl. 5 Haraldur próíess-
or Níelsson. 1 Landakotskirkju kl.
9 f. m. hámessa. Engin síðdegisguðs-
þjónusta í henni né dómkirkjunni.
Séra Áini Sigurðsson
frikirkjuprestur fer burt úr bæn-
um- í dag austur yfir fjall og kemur
aftur 11. ágúst eða þar um bil. Bið-
ur hann þess getið, að í fjarveru
sinni annist séra Ölafur Ólafsson
fríkirkjuprestur ¦ og prestar dóm-
kirkjusafnaðarins embættisverk hans
eftir því, sem þörf krefur.
Heilsuhæli N-»rðlendinga
í Kristnesi við Eyjafjörð var kom-
iö það áleiðis nú fyrir viku, að
lokið var að steypa kjallara húss-
ins, neðri hæð og gólf efri hæðar.
Sími hefir einnig verið lagður að
Kristnesi.
Þörbergur Þórðarsson
rithöfundur hefir fengið styrk úr
CarlsbergsSjóði, 1il þjóðfræðasöfn-
unar hér á landi. Þórbergur er
væntanlegur hingað h'eim með
„Gullfossi" 19. ágúst.
Listasýningin
verður opiri á morgun (sunnudag)
og mánudag frá kl. 10 f. h. til 8
e. h.
Orsök eldsins,
sem kom upp í húsinu nr. 24 á
Vesturgötu í fyrradag, var sú, að
því er frá gasstöðimii er haft eftir.
slökkviliðsstjóranum, að kviknað
'hafi í tréspónakassa, sem.staðið hafi
undir gasáhaldi, og hafi því bráðn-
að tinið úr gasmælinum.
Alþýðublaðið
er sex síður í dag. og kemur næst
út á þriðjudaginn, því að 2. ágúst
er hvíldardagur prentara.
Talning landskjörsatkvæðanna
byrjar kl. 10 á þriðjudagsmorg-
uninn, eins og áður hefir verið aug-
lýst hér i blaðinu, og fer hún fram
í lestrarsal alþingis. Alþýðublaðið
lætur birta atkvæðatölurnar á hálfr-
ar stundar fresti í gluggum á þess-
urn stöðum: í Alþýðuprentsmiðj-
unni, Alþýðubrauðgerðinni ,á Lauga-
vegi 61 og Baldursgötu 14, kaup-
félaginu í Aðalstræti 10 og á
Laugavegi 43, í Hljóðfærahúsinu i
Austurstræti 1, á Vesturgötu 29 og.
í bókaverzlun Ársæls Árnasonar á
Laugavegi 4. Fyrirspurnum um at-
kvæðatölur verður svarað í af-
greidslusímá Alþýðublaðsins ¦ 988.
Skipið með sementsslattann,
— sbr. greinina „Sementsleysið",
— kom í nótt.
Veðrið.
Hiii 12—9 stig. Átt suðlæg og
austlæg, fremur hæg. Sums staðar
hægt 'regn. Loftvægislægð fýrir suð-
vestan land. Otlit: Suðlæg átt, all-
hvöss hér í nándinni og í nótt
senni'ega einnig á Vesturlandi. Új-
koma víða; einkum ,sunnanlands bg
í nótt á Vesturlandi.
Laust Rasmussen,
varnarmálaráðherra i jafnaðar-
mannasijórninni dönsku, kom hing-
að með „Fyllu" í gærkveldi. Al-
þýðublaCið býður hann velkominn
hingað.
Skipafréttir.
Fisktökuskip kom til Coplands í
gærkveldi eða í riótt. Pýzkur tog-
ari kom í gærkveldi með .bilaðan
ketil. Varðskipið „Fylla" kom kl.
6 í gærkveldi.
Búðum (
verður lokað kl. 4 í dag og alian
mánudaginn, öðrum en brauðsölu-
búðum, því að 2. ágúst er hvíldar-
dagur verzlunarmanna.
Hanna Granfeldt
syngur á þriðjudaginn kemur kl.
71/2 e. m, í „Nýja bíó", en Emil
Thoroddsen spilar.
Ekki parf pess að spyrja
hvað „Mgbl." vill um kaup verka-
manna. Það vit'a allir, að það vill
kauplækkun jþeirra, en um kaup-
lækkun hjá t. d. framkvæmdastjór-
um togarafélaga og bankastjórum
talar það ekki. Það hefir jafnan
sýnt, um hvora því er annara, verka-
menn eða eignamenn, alþýðu eða
burgeisa. Um hitt þarf heldur ekki
að spyrja, hverjum Valtýr fylgir.
Hann var með „Framsóknar"-flokks-
mönnum meðan hann var ráðunaut-
ur, en með íhaldinu eftir að til
mála kom, að það klíndi á hann rit-
stjóranafnmu. — „Þar sem hræið
er, þangað munu ernirnir safnast",
stendur þar. — Hins vegar er hægt
að fræða Valtý um það, að Alþýðu-
flokkurinn stendur sameinaður gegn
árásum á verkamenn, og að „Mgbl."
þarf ekki að vonast til að geta
sundrað honum.
Billjón.
Hvað er billjón mikið? Því getur
hvert skólabarnið svarað. Það er
auðvitað milljón sinnum milljón.
Það er fljótlegt að segja þetta og
skrifa það, en talið getur það enginn
maður. Flýti maður sér duglega, þá
getur hann talið 160 - 170 á mínútu,
í hæsta lægi 200 á ínínútu. Hann
telur þá 12 þúsund á klukkustund,
228 þúsund á dag með því að hafa
ekki nema 6 stundir til svefns og
matar á sólarhring, en vinna nær 18
stundir, og með því getur hann talið
105120000 á árinu.
Setjum svo að Adam gamli lifði
enn þá og hefði byrjað að telja undir
eins og hann vaknaði til Iífsins og
hefðí aldrei doskað eða fráskákað
sér neitt; þá ætti hann þó mikið eftir
enn, því tíJtþess að telja billjón, þarf
9512 ár, Wmfm\iQ og 20 mínútur.
En ef við lofum nú, þessum.vesa-
Hngs talningsmanni að fá 12 stundir
á sólarhring til svefns, hvíldai og
máltiða, og það verður ekki kallaö
ósanngjarnt, þá nægir honum ekki
minna en 19 þiisund 24 ár, 2 mánuðir,
og 40 ¦ mínútur til að telja billjónina.
Ætti maður billjón í 1 kr. pening-
um og tæki sér fyrir hendur að raða
hverri oían h aðra, þá hefði maður
nóg i 3 súlur, sem næðu frá jörðinni
til tunglsins, og hefði þö svo mikinn
afgang, að engin hætta væri á því,
að maður færi a sveitina.
„Arnfirðingur."