Freyja - 01.10.1903, Side 13
VI. 3'
FREYJA
53
Þstta var I fyrsta skitti að fundum þeirra Helenar og Ed. Gr. bar
saman frá því er þau skildu í skóginum forðum. Hvað sem tilíinn-
ingum Helenar kann að hafa liðið, sáu engir af þeim sem þar voru við
síaddir henrii bregða. Öðru máli var að gegna með Edward Granger.
Hann þoidi ekki augnaráð konunnar sem hann hafði svikið og ■ hann
iangaði til að taka í hönd þessa ókunna sonar síns og leggja yflr ha'nn
föðurlega biessnn.
Þegar frú Granger sá Helenu, reigði hún sig drembilega og kvaðst
heldur vilja bíða í gestastofunni en neyta matar síns í slíkum félags-
skap, og var hún í þann veginn að fara, þegar Helen vék sér að syni
sínum og sagði:
„Þarna sér þú fðður þinn, sonur minn.“
Karl sótroðnaði er hann heyrði orð frú Grangers, maður hennar
hniklaði brýrnar, en Helen lét sem húii heyrði ekki. En er frúin heyrði
hana segja syni sínum frá faðerni hans, varð hún hamslaus, og grenjaði
í bræði sinní:
,,Svo þú kannast þá við það, afhrakið þitt!“ En í sömu andránni
Attaði hún sig þó og sagði £ engu kvenníegri róm: „En það er lýgi,
eintóm haugalýgi. Eg veit að þú lýgur!“
Húsfreyja leit spyrjandi frá einum gesti sínum til annars, og er
enginn þeirra gaf henni frekari upplýsingar, sagði hún:
„Þetta. kalia ég fallega að verið, í húsum heiðarlegrar konu.“
„En hvers vegna hýsið þér fólk af þessari tegund, ef þér eruð
sjálfar heiðarleg konaf1" sagði frú Granger, og benti á Helenu, þegar
hún loksins fékk málið aftur.
„Ogég heldþér þurfið ekki að bíta af manni höfuðið eða hvernig
get ég vitað hver er heiðarlegur eða ekki. IIún kom iueð póstinum og
stanzaði hér eins og aðrir.“
„Þér vitið þó núna hver hún er. Sjáið þér strákinn, sem kallar
hana móður sína—hana, sem aldrei hefir verið nokkurs manns eigin-
kona, og skammast sín þó ekki.“
„Burt með þig, burt með þig!“ hrópaði húsfreyja, og baðaði hönd-
unum á móti Helenu eins og brjáluð manneskja, þar til maður hennar,
sem heyrt hafði ganraganginn, læddist eins og hálf hræddur hænuungi
að dyrunum og gægðist inn,
„Earðu út, Job, það er gagn að þú hefir haft heiðarlega konu til að
líta eftir þér, annars væri einhver flennan komin tneð þig í hundana,“
sagði húsfreyja í allt annað en ástúölegum róm. Að þvíbúnu hélt hún
áfram að ýta undir Heienu til að fara, á jafn kurteislegan hátt og hún
byrjaði það.
„Það er sjálfsagt að ég fari,“ sagði Helen stillilega. „Þegar ég er
svo óheppin að lenda í vondum selskap, hefl ég mig æfinlega á brott
þaðan eins íijótt og ég mögulega get.“