Freyja - 01.10.1905, Qupperneq 17

Freyja - 01.10.1905, Qupperneq 17
r C II J> Undir Lönguhlíð. (NiBurlag). Eg lá œöistund í grasinu, síöan stóð ég á fætur og fór aö ganga f kringum œrnar. Eær voru komnar lengra en ég átti von á, eftir ekki lengri tíma, vegna þess aö ég hafði ekki tekið af þeim rásina eins og ég var vanur aö gjöra. Þegar ég var búinn aö hafa þœr saman svo ég gœti talið þcer sá ég að þaö vantaöi fjórar. Ég fór strax að leita þeirra, en gleymdi því sem ég haföi veriö að hugsa um áður. Eftir litla stund fann ég þœr, og þegar ég var búinn að hleypa þeim saman við og ganga úr skugga um að ekki vantaði ífeiri, þá var farið að liggja vel á mér. Ég hljóp fram í holtið, þangað sem ég haföi skilið böggulinn minn eftir, þar settist ég niður undir gráviðarrunna og hvíldi mig eftir hlaupin. Holtið, sem ég sat í, náði ekki fast að hlíðinni, en mýrarsund var á milli og í sundinu var dálítil tjörn, hún var hyldjúp í miðju en grunn til endanna og þar vaxin stör og sefi. Ég sá.yfir tjörn- ina þaðan sem ég sat. Þegar ég hafði setið þar litla stund sá ég önd með þremur ungum,koma út úr þeim enda tjarnarinnar sem nær mér var. Hún synti róleg og óttalaus meðfram bakkanum og smá-drap höfðinu ofan í vatnið. Þá héldu ungarnir að nú hefði hún fundið eitthvað œtilegt og flýttu sér hver sem betur gat, að reka nefið líka niður í vatnið. Ég lét ekki neitt á mér bera fyr en þau voru horfin inn í sefið hinumegin. Svo tók ég upp hnífinn minn. Þegar ég lauk honum upp, þá teygði Glói upp höfuðið, hann hélt víst að ég œt'aði að fara aö opna nestisklútinn, en ég gjörði það ekki, heldur seildist ég eftir gráviðarlaufum og fór að marka á þau öll þau fjármörk sem ég mundi. Ég átti eina á með lambi og mér fannst aö ég endilega þurfa að taka mér upp mark næst þegar markataflan yrði prent-

x

Freyja

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.