Freyja - 01.11.1909, Blaðsíða 2

Freyja - 01.11.1909, Blaðsíða 2
74 FREYJA XII innst í eöli mannlegrar tilvern og finnur þar manninn eða mannleysið. Drengakapinn í allri sinni dýrð, og ódrenglyndið í allri sinni viðurstygð, hversu sem ytri lífskjör hafa afskræmt eða skreytt hvort um sig og mcetti til sannindamerkis tilnefna ýms kvœði, sem ýmist fjalla um einstaklinga eða heilar þjóö- ir ef þess gerðist þörf, e. o. t. d. ,, Pétursborg, " , .Transvaal, " ,,Illhugi, “ „Landnámskonan, ‘ ‘ o. fl. Vér höfum áður getið þess, að ljóð þessi væru komin út í tveim bindum og von vœri á því þriðja og að allir œttu að kaupa þau af þar gefnum ástæðum. Síðan hafa ýmsir ritað um þau og öllum kemur saman um að höf. sé skáld, jafnvei þeim, sem fyrir tiltölulega fáum árum ekki vildu viðurkenna það. Og þó hann hafi síðan ort meira- -bœtt við, hefir hann f átt ort betra en sumt af því sem til er eítir hann fyrri i 4 til 20 árum, enda var skáldið snemma merkjanlegt í manninumfyrir alla sem ekki stóð stuggur af skoðunum hans. En nú er hann skáld og þarf engra meðmœla með. En fyrir oss hefir hann samt sérstaka þýðingu sem skáld, — þýðingu, sem enginann- ar virðist hafa tekið eftir, en er þó mjög glögg og áþreifanleg. Skáldið er kvenréttindavinur, og hefir verið að kenna þjóð sinni virðingu fyrir kveneðlinu, móðurástinni, hugrekki og kröfum kvena. Tökum t. d. ávœðið „Móðurin." Þar virðist skáldið aðhyllast kenningar E. C. Stanton í ritgjörð hennar ,,The Matriarchate,‘‘ (Öid mæðranna) sem einusinni var í Freyju, Nefnilega því, að móðurin hafi fyrst orðið til aö mynda heimilið, Hann segir meðal annars: ,,Hún lagði við brjóstin sín bæði, í bjarkanna afskekta nœði þá sambornu sveinana tvo. “ Og enn fremur: ,,Við börn sín og bú var hún gróin, því bóndinn þess miður fékk gœtt. Hann hvarf eins og sandkorn í sjóinn---- ,,Hann gekk út og týndist í skóginn, og óþekt var nafn hans og œtt. “ ,,I árin svo dagarnir drógust og drengirnir hennar á fót, og tilraunir heima-náms hófust—. " Hér erþað móðurin ein, sem ber alla umhyggju fyrir drengj- unum sínum, og einusinni þegar hún kemur heim er annar

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.