Freyja - 01.11.1909, Blaðsíða 5
XII 4
FREYJA
77
eftir öllu eru hólar og dœldir, lœkir og hjallar, en lengra út.
blasir viö Superior-vatniö síétt og víöáttumikið eins og útsasr
Frá Duluth liggur langur tangi út í vatnið, aðskilinn frá meg-
inlandinu meö mjóu, skipgengu sundi, en sameinaður því með
loftbrunni, (airial bridge —fyrstu eða annari af því tagi, þó
nú séu nokkrar fleiri.) Það er tignarleg sjón að sjá skip af
ýmsri gjörð og stærð líða á brjóstum þessa mikla vatns gegn-
um sundið. Beggja vegna eru grjót-steyptir háir veggir grá-
hvítir. Komi skipin að norðan og haldi suður, eru þau innan
skams komin í landhelgi Visconsin ríkis, því gengt þessum
tanga, liggur annar langur og hár tangi út í vatnið Visconsin
megin, og í kverkinni milli þessara tanga er merkjalína þess-
ara tveggja rikja.
Uti á Dulutb-tanganum var um eitt skeið skemtistaður,
kallaður ,,The White City, *' (Hvíta borgin.j I fyrra sumar
brann hún og er þar nú ekki annað til skemtana en listibátar
af ýmsu tagi, skipahús er þar í sambandi við bátanaog dans-
salur. Alt er þetta upplýst með raíijósum á kvöldin ^bryggj-
an beggjamegin sundsins, brúin sjálf, bátahúsin ogdanssalur-
inn þegar eitthvað er um að vera, eins og oftast er á sumrin.
Er það hin fegarsta sjóo.
Afarmikil járnhreinsunarverkstæði eru í Duluth, er efni
það flutt að á skipumað bryggjunni og dælað úr þeim upp í
járnbrautarlestir sem flytja það til netndra verkstœða. Þar
vinna meðal annara nokkrir Islendingar.
Eitt ?f því merkilega sem Duluth á fram yfir aðra bœi,
sem ég heii séð, er járnbrautarspor sem liggur beint upp snar-
brattar hœðir neðan af sléttlendi. A vagni þeim. sem gengur
eftir þessu spori eru hjólin senr undan brekkunni vita mikið
stœrri en hin og tekur það að mestu af hallann. Sporin upp
brekkuna eru tvö og fari vagninn niður anna,ð,fara tvenn afar
mikil hjól upp eftir hinu, en fari vagninn upp, koma hjólin
niöur Fyrirhefir það komið að stálþráðurinn sem sameinar
vagninn og þessi hjól haft slitnað og kemur þá vagninn vitan.
lega í hendíngskasti niður og getur það valdið stór tjóni. Þó
höfðu slis, í þau tvö skifti sem þetta hefir komið fyrir í Dul-
uth orðió lítii, s3ku n þess að vagninn var þá neðarlega