Freyja - 01.11.1909, Blaðsíða 9

Freyja - 01.11.1909, Blaðsíða 9
ZEEOn^E-É^k.- (Framh.) Mario brá yfir borgina. Varþá hætt að snjóa og göturnar mann- lausar. Ljósinu frá Monto Mario brá við og við yfir mulið af stand mynd Rossis, sein hafði verið gjörð úr leir, og var enn ekki vel þornuð. Rómu datt í hug að liún kynni að valda tjóni, kveikti því á kerti og bar mylsnuna burtu. Að því búnu settist hún nið- ur og í þær stellingar sem Rossi lann hana í er hann barði. „0, ert það þú?“ sagði hún og vafði hann örinum sínum. „Róma!“ var alt sem hann gat sagt. XII. Rómu veitti örðugt að átta sig. Brátt gjörði hún það þó og slökti þá ljósið svo Rossi sæist ekki utan frá. Eftir það voru þau i þreifandi myrkri nema þegar glampa frá borgarljósinu brá inn í stofuna, og við þá birtu sá hún að honum leið illa og sagði hún því í áhyggju og alvörutón: ,,Þér er óhætt hér, en ertu frískur?“ ,,öuð minn góður! Hvílík v<-ða nótt/ „Hefirþú frétt—?“ „Já., en ert þú ómeiddur?" „Fólkið var friðsamt og vann ekkert til saka en hernum var skipað að skjóta á það og drengurinn okkar er dáinn.“ „Við skulum ekki tala um það núna, en lögreglan átti að taka þig og þó ertu laus.“ ,,Jk, en Brúnó hefir verið tekinn og margir aðrir, — mörg hundruð af þeim i fangelsi.“ ,,En þú ert laus, ómeiddur og óhultur?11 „Já,“ svaraði hann gremjulega. ,,En guð veit að ég ætlaði að vernda fólkið frá blóðsúthellingum. Ég hefði viljað deyja fyrir það. Taktu við þessu, Róma,“ sagði hann og fékk henni skamm- byssu sem hann dró upp úr brjóscvasa sínum. „Ég þori ekki að hafa hana lengur." „Þú hefir þó ekki notað hana?“ „Nei.“ „Guði sé lof,“ „En ég hefði gjört það hefði ég fundið hann.“ „Baróninn?" ,. Já, ég ieitaði hans ailstaðar, en guð forðaði mér frá að finna hann og um leið frá synd ogsamvizkubiti “ Hún rak upp lágt hljóð, lagði frá sér skammbyssuna, vafði

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.