Freyja - 01.04.1910, Blaðsíða 3
XII 8
FREYJA
laufahvelfing koerum sveini
kann að skýla meðal vor,
sumarhöllum himin búa
hörpur lífsins óma frá,
þér mun fagra blóm-sæng búa
tíaldur, sinni fótskör á.“
,, Aldrei mun ég undan renna
eða hræðast vaskleik hans,
fyr skal gjörvöll foldin brenna,
festing hrynja stjöru-ranns,
Máni sökkva, sólin deyja,
sveipast myrkri fold og höf,
goð og mannkyn helstríð heyja,
hrynja alt í dauðans gröf. “
, ,Þó oss hljóti sköp hér skilja
skuggans braut minn hugur sér,
ei má goða dóm þann dylja
dauðinn er á hælum þér,
Hér mun rísa bana boðinn,
blœrinn syngja feigðar óð.
Ó, mér sýnist sólarroðinn
sjálfur eins og dajrðablóð. “
,,Ekki máttu um örlög kvíða
okkar blóð þó liti spor,
hér mun nú til skarar skríða
skal því falla annarhvor.
Sökkvi ég í djúphaf dreyra
dómur minn ergoðum frá,
frœga vörn þú fær að heyra
fyr en dvínar leikur sá. “
,Ekki mun ég eftir spyrja
er mér ljóst um skuldarráð,
vort mun hugar helstríð byrja.
219