Freyja - 01.04.1910, Blaðsíða 18

Freyja - 01.04.1910, Blaðsíða 18
134 FREYJA XII 8. t>rjú stórmenní heímsíns. ‘3ti Jikarfl tyrír skíf<íí nu «r sfanurinn nar a Tjorn/' ,,Ég tíldi sjáaflar konnr hafa atkvœöisrétt og kjörgengi.' ‘ sagÖí Mark Twain, ameríkanska kýmnis-skáldiö góðfræga einu sinni. Sú ályktun var f fullu samræmi viö aörar frjjálslyndis- skoðanir hans og sem stóöu óhaggaðar þar til hann dó 2 j. ap- fíl 1910. Björnstjerni Björnsson — norski skáld-konungurinn er og dáinn. tdann dó í París að kvöldi 26. apríl s. 1. I dagblööunum var nýlega stór fyrirsögn þvert yfir fyrstu blaösíöuna er svo hljóöaði: ,,Konungurinn er dáinn; lengi lifi konungurinn!" Og Edvardur VII. Ene;la konungur dó 6. maí kl. 12, 45 m. e. h. ogGeorg V. ríkir núyfirhinu brezka veldi. Þetta tvö- falda hróp þýddi saknaðarkveðju eftir þann fyrra og köllun hins síðara. Hveráhrif, ef nokkur, þessi konungaskifti kunna aö hafa á heiminn, leiðir tíminn í ljós. Sannarlega læturdauðinn nú skamt á milli stórra högga. því allir hafa þessir menn hver upp á sinn hátt ýmist veriö stimplaöir af þjóö sinni eða stimplaö hana, máske hvoru- tveggja. Skáldin þó meira en konungurinn. Þó allir vœru þeir aö vísu bornir til aö veröa það sem þeir uröu, hófu hæfi- leikar hina tvo fyrst nefndu þá til ríkis í skáldanna heimi, þar sem hinn síðasti var borinn til ríkis, án tillits til hæfileika. Tveir voru konungar í heimi listanna, einn í hinni vanalegu merkingu. Allra er þeirra saknað svo langt sem siðmenningin nær. Allir láta þeir eftir sig óendanlega stórt skarð. Eitt er þegar fylt. Hvenœr eða af hverjum hin verða fylt er enn þá óráðin gáta. Norðurlönd — sérstaklega Noregur drúpir yfir leiðum skáld-konunga sinna, Ibsens, sem var höfuð þess og Björn- stjerni Björnsons, sem var hjarta þess. Gleðin harmar óskabarn Ameríku, og Brezka veldið hinn burtfarna konung sinn, meðan þaö með gleðilátum sver hinum nýja hollustu eiða.

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.