Freyja - 01.04.1910, Blaðsíða 19

Freyja - 01.04.1910, Blaðsíða 19
XII 8. FREYJA Fréttir úr heimi kvenna. 235 Þingið i Washington. N. A. W. S. A. (Hið sameinaða kvenréttindafélag í Bándaríkjunum hélt 42. ársþing sitt í Wash. D. C. frá 14. ti! 59. apríi að báðum þeim dögum meðtöldum. Taft forseti var gestur þingsins síðasta daginn og talaði vingjarnlega um rnálefni þess. Reglugjörð um verkefni þingsins var prentuð í apr. nr. af ,, Progress, “ aðal málgagni félagsins. VlTNISBURÐIR þEIKRA SEM VITA Ríkssritarinn f Colorado segir; ,,Áttatíu atkvœðisbærar konur af hundraði hverju rituðu nöfn sín á kjörskránrar við síðustu yfirskoðun þeirra, og 72 pr. greiddn atkvæði við síð- ustu kosningar. “ Ríkisritarinn í Wyoming segir, að 90 konur af hundr- hverju hafi þar greitt atkvœði við síðustu kosningar. Ríkisrétturinn ásamt háyfirdómaranum í Idaho skrifuðu undir skýrslu, sem sýnir að konur þar, noti atkvæðisrétt sinn engu síður en karlmenn, Við síðustu kosningar í Australíu, þar sem karlmenn eru enn þá mikið fleiri en konur, greiddu karlmenn alls 628,235 atkvœði, en konur 431,033. Þegar jafnrétti var löggilt 1893 á Nýja Sjálandi, voru þar einungis 139,915 atkvœðisbærar konur. 109,461 rituðu þeg- ar nöfn sín á kjörskrárnar, og síðan fjölgar þeim konum ár- lega sem hagnýtasér borgaraleg réttindi sín. Síðustu ríkisskýrslur frá Nýja Sjálandi segja, að hjóna- skilnaðar tilfellum hafi þar fœkkað um 77 pr. síðan jafnrétti varð þar að lögum. Samskonar skýrsla frá Wyoming sýrn'r að slíkum tilfellum hafi þar fækkað um 85 pr, á þeim 40 árum sem konur hafi h aft borgaralegt jafnrétti. í báðum tilfellunum gjörirjafnréttið heimilin ánœejulegri og orsaki samúð, sem ekki geti átt sér stað án þess. I fyrra tilfellinu eru hjónin ekki einungis ástvinir, heldur og einnig vinii og félagar, samhuga og sammála um öll þjóðfélags rnát

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.