Kennarablaðið - 01.02.1900, Síða 2
66
mikilli, að þau beri hennar menjar alla sína æfi. og ef til vill
missi algerlega vitið. Óttinn fyrir því, að skift yrði um börnin
hefir sjálfsagt fyr á öldum kent mæðrum og barnfóstrum að
gæta allrar varúðar í þessu efni. Á vorum tímum ætti þekk-
ingin að koma í stað óttans.
Hvervetna um hinn mentaða heim hafa menn nú komið
upp sérstökum stofnunum fyrir þessi olnbogabörn náttúrunnar.
Mönnum er það fyllikga ljóst, að heimilin eru eigi fær um að
veita þeim þá umönnun, sem þau við þurfa. Auk þess er
skapferli þeirra oft svo varið, að heimilin standa uppi ráðalaus
með þau. Tilhneigingarnar til að gera hið illa koma oft fram
hjá þeim með nærri óskiljanlegu afli, því að þau skortir skyn-
semina til að halda þeim í taumi. Vandasamt og erfitt starf
er það því að umgangast þessa vesælinga og uppala þá, vanda-
samara en svo, að öllum sé trúandi til að leysa það af hendi.
Til þess að geta það, þarf sem sé bæði alveg sérstaka hæflleg-
leika og sérstaka þekkingu. En sé hvorttveggja þetta fyrir
hendi, raá ótrúlega miklu til vegar koma, einKum í þá áttina
að bæla niður hinar illu fýsnir þeirra og kenna þeim einhverja
þá iðn, er þeim má að gagni koma í lífinu, svo að þeir verði
eigi öðrum til byrði.
Hvað gerir þjóðfélagið íslenzka fyrir slík börn? Ekkert.
Eigi þau ekki efnaða aðstandendur, sem staðið geti straum af
þeim, þá liggur ekki annað fyrir þeim en hreppurinn þeirra.
Þar verða þau oft að flækjast milli misjafnra heimila, því fáir
eru fúsir á að hafa þess konar ómaga lengur en þeir eru
neyddir til. Pau eiga 'ekkert sérstakt heimili, Jæra aldrei að
vinna neina sérstaka vinnu, fá aldrei tækifæri til að aðhyflast
neinn sérstakan mann, og því síður að neinn leggi þá rækt
við þau að beina huga þeirra upp á við. Fermd eru þau að
vísu. þegar þau eru 18 ára gömul, en oft án þess að þau hafl
neina hugmynd utn nokkurt trúaratriði, enda geta þau naumast
fengið hugmynd um neitt æðra en hið sýnilega jarðneska, nema
þau fyrst hafl lært að elska einhvern mann. Eiskan og traustið
til mannanna er það, sem betur en nokkuð annað getur haft