Kennarablaðið - 01.02.1900, Qupperneq 3
67
betrandi áhrif á hjörtu beirra og gert þau móttækileg fyrir
æðri áhrifum.
Og hegar svo börn þessi eldast og koraast til fullorðins-
áranna, þá eru þau orðin svo vön við að flækjast milli manna,
að þau una því bezt, og láta sér þá ekki nægja að flakka um
einn hrepp, heldur ef til vill nærri um land alt, og enda að
síðustu æfina einhversstaðar úti á gaddinum.
Hann er raunaiegur, æfiferill þessara manna, — ekki svo
mjög fyrir þá sjálfa, því að þeir þekkja ekkert betra —, en
hann er raunalegur, þegar hann er skoðaður í Ijósi heilbrigðrar
skynsemi, sem uppiýsir oss um, hve miklu meira möguiegt
væri að gera fyrir aumingja þessa. Og átakanlega raunalegt
er það, að hugsa um þetta, þegar jafnframt er tekið tillit tii
þess, að vér lifum í þjóðfélagi, sem krefst þess, að það sé
viðurkent sem mentað og krislilegt þjóðfélag.
^risíindómsfrœðslan.
FtBIELESTUB, ELUTTUB Á ABALUUJSroi HINS ÍSLENZKA KeNNABAPÉLAGS
3. júlí 1899.
(Niðurl.)
Hverja kosti heíir svo þessi aðferð fram yfir utanbókar-
lærdóminn? Flún kostar minni tíma og minna erfiði af barns-
ins háifu; hún er skemtilegri bæði fyrir barnið og kennarann;
barnið skilur betur það, sem það lærir, og það verður þá
líka fastara hjá því, gleymist síður. En hún útheimtir miklu
meiri undirbúning og umhugsun af kennarans hálfu, og þar
sem hún er nú svo sem óþekt hér á landi, mætti auðvitað
búast við, að allmiklu yrði ábótavant fyrst í stað, ef hana
ætti að innleiða. fó trúi ég vart öðru, en að menn, sem
annars eru góðir og liprir kennarar, inundu brátt geta lært
að nota hana. Sem sagt, ég sé ekki, að neitt sé í húfi, þótt
utanbókarlærdómnum í kveri að nokkru leyti sé slept í skól-
unum, og þegar fram í sækti, mundi það verða til þess, að
kristindómsfræðslan yrði bæði margfalt skemtilegri og undir