Kennarablaðið - 01.02.1900, Qupperneq 14
78
samvinnu og' samtök milli íslenzkra kennara og hlynna að
hagsmunum kennarastéttarinnar í öllum greinum, andlegum og
líkamlegum."
Tilgangurinn er fagur; eigi verður annað sagt.
Eigi er hitt heldur neitt vafamál, að frumkvöðlum félags-
ins hafi verið það áhugamál, að fólagið næði þessum tilgangi
sínum. Já, vór þorum að fullyrða, að þeim er það áhugamál
enn þann dag í dag. En eins og félagið nú er skipað, er
þess varla von, að því geti miðað mikið áfram að þessu tak-
marki. ,
Fólagsinenn sitja, sem sagt, flestir hér í Reykjavík, og ei
nærri öllum nauðaókunnugt um hagi og menningarástand al-
þýðunriar út um landið. Þeir þekkja ekki erfiðleikana, sem
á hún við að stríða, og geta því ekki fundið upp hin heppi-
iegustu ráð tii að rýma þeim úr vegi, hversu mikinn og góðan
vilja sem þeír hafa á því.
Félaginu er því, nú sem stendur, nálega ómögulegt að
starfa neitt að því ,.að efla mentun hinnar íslenzku þjóðar."
Hitt atriðið, „að auka samvinnu og samtök milli íslenzkra
kennara og hlynna að hagsmunum kennarastéttarinnar," getur
varla verið umtalsmál, meðan félagið bæði er svo fáliðað, sem
það er, og auk þess nærfelt eingöngu skipað kennurum við
æðri skólana og háttsettum embættismönnum.
Ekki svo að skilja, að vér ömumst við þessum mönnum
í fólaginu. Það er síður en svo. Oneitanlega er það mjög
mikill styrkur fyrir hvert félag að geta talið slíka menn meðal
meðlima sinna. En þegar þeir eru orðnir hér um bil einir
eftir í hinu íslenzka kennarafélagi, þá finst oss, satt að segja,
nafn félagsins fara að verða dálítið óheppilegt.
Barnakennarar! Athugið tilgang Kennarfélagsins, og
munuð þér sjá, að það eruð þér, og þér einir, sem getið reist
það við og vakið það til starfa. Það er með öllu ómögulegt,
að það geti nokkurn tíma unnið neitt, sem teljandi sé, fyiir
máiefni það, er það hefir sett 'á „program" sitt, nema þér
hjálpið því til þess. Og þér getið eigi hjálpað því, nema þér