Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1959, Blaðsíða 44
48
T í Ð I N D I
eiga heimtingu á? Vér erum kröfuhafar í eigin augum,
þannig horfum vér við lífinu, þannig skiptum vér hverir
við aðra. En þar sem sú afstaða fær undirtök í sálarlífi, verð-
ur afleiðingin sú, að menn meðtaka gjafir lífsins án gleði,
án þakklætis, og láta það í té, sem lífið krefst, fagnaðarlaust.
Vottum Krists var öðruvísi háttað. Það hafði orðið bylt-
ing í huga þeirra: Ég er ekki kröfuhafi, ég er í skuld, í
skuld við alla menn. Hver, sem á vegi mínum verður, á til
skuldar að kalla á hendur mér, mér hefur verið trúað fyrir
innstæðu, auðlegð, sem er tileinkuð hverjum mannlegum
bróður og systur. Hver var sú auðlegð? Kærleikur Guðs í
Kristi Jesú, krafur Guðs til hjálpræðis, lífið, sem hverjum
dauðlegum, syndugum manni var ánafnað, þegar Guð gaf
son sinn eingetinn. „Kærleiki Krists knýr oss, einn er dá-
inn fyrir alla, til þess að þeir, sem lifa, lifi ekki framar sjálf-
um sér, heldur honum, sem fyrir þá er dáinn og uppris-
inn.“ (2. Kor. 5, 14-15).
Að lifa honum var að lifa fyrir aðra. Það var hið sanna líf.
Þessi meðvitund var aflgjafi Guðs kirkju alla tíð, allra
þeirra, sem hafa höndlazt af þeim guðlega náðaranda, sem
í henni verkar. Þeir voru í skuld, óumræðilega stórri við
góðan Guð og þess vegna við börn hans öll. Því var þjón-
usta þeirra heilög gleði, hver fórn þeirra þakkargjörð.
Þetta er maklegt hugleiðingarefni hér í dag, þegar vér
fáum að lifa stóra hátíð á lielgum Hólastað, þegar þú, bróð-
ir minn, hlýtur vígslu til biskupstignar í kirkju vorri. Slíkt
tilefni gjörir oss hljóðnæmari en ella á frumtón þeirrar vit-
undar, sem í aldanna rás hefur borið uppi líf þeirrar kirkju,
sem í dag kveður þig til aukinnar ábyrgðar. Sá tónn skyldi
bergmála djúpt og sterkt í huga vor allra.
„Ég skulda fyrir öl 1 mín ár,
og allar gjafir, fjör og dáð,
í skuld er lán, í skuld er tár,
í sknld er, Drottinn, é')l 1 þín náð.“
j