Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1959, Page 73
T í Ð I N D I
77
og vegsögumaður á þessari myrkurgöngu. Hversu nákvæm-
ur fyrirboði þess er verða skyldi. Sjóndepran og þjáninga-
fullt dauðastríð. Og pú með honum — næst á eftir sjálfum
guðdóminum — honum allt í öllu.
Vér vonum og biðjum, að þér veitist nú og síðar umbun
þess. Við vitum, að þín umbun er viss, því að það sem vel
er gert, ber umbun sína í sjálfu sér. En við vonum og biðj-
um, að þú fáir styrk með raun. Við vonum, að þú finnir
samúð okkar, samúð allra vina þinna — umvefja þig, og að
hún renni græðandi smyrslum í sárin.----
Þú varst stór hluti af hamingju þíns hamingjusama föru-
nautar og vinar. Hversu mjög hefðum við öll kosið, að
hann hefði lengur mátt njóta hamingju sinnar með þér og
meðal aðdáandi vina! Þó skal ekkert harma. Hamingjan
yfirgefur ekki vin þinn, þótt hann flytji héðan. Hann flyt-
ur hamingjuna með sér, hvert sem hann fer, því að hann
ber hamingjuna í sjálfum sér.
Og vissulega getur þú sagt:
„Fast ég trúi: frá oss leið
vinur minn til vænni funda
og verka frægra sæll að skunda
fullkomnunar fram á skeið.“
Og til þessara samfunda við horfna vini var vinur þinn
þegar tekinn að hlakka. Hann brást við dauða sínum eins
og hetju sómdi. Nú getum við heimfært upp á hann orð
Gríms tim Konráð Gíslason:
„Situr hann nú með Agli og Njáli;
Abrahams honum er það skaut.“
Og frændur hans fyrr farnir, feðgarnir séra Jón og séra
Magnús, verða séra Helga Fjgill og Njáll. Og marga aðra
góði vini var tilhlökkun að hitta: föður og móður og
systkini, og marga, marga vini.