Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1959, Síða 107
SÍRA KRISTJÁN BÚASON:
Kröfur nútímans til prestanna
Erindi flutt á fundi Prestafélags Hólastiftis hins forna
hinn 17. október 1959.
Efni það, sem oss hefur verið fengið til umræðu, nefnist
„Kröfur nútímans til prestanna“.
Við fyrstu sýn hlýtur það þegar að vekja áhuga vorn, þar
sem það snertir svo mjög vort eigið h'fsstarf.
Það hafa orðið geysimiklar breytingar með þjóð vorri
hina síðustu áratugi, sem svo margvíslega grípa inn á
starfssvið vor prestanna, og setja oss í nýjar og áður óþekkt-
ar aðstæður með þjóð vorri.
Við nánari íhugun finnum vér, að þetta efni má taka
a. m. k. á tvo vegu. Elinn fyrri er sá að leitast við að gera
sér grein fyrir, hvað samtíð vor, fólkið, ætlast til af oss. En
við nánari athugun verður oss ljóst, að það er nær vonlaust
verk, því að það er svo breytilegt frá einni persónu til ann-
arrar, enda þótt mjög fróðlegt væri að kynnast skoðunum
fólks á því, hvað prestum beri að vera og gera. En það mun
ekki hafa vakað fyrir þeim, sem mótuðu efnið, heldur hitt
að gera grein fyrir kröfum peim, sem prestsembcettið gerir
til prestsins i hinu íslenzka pjóðfélagi nútimans.
Þetta efni er sv-o umfangsmikið, að því verða ekki gerð
nein ýtarleg skil í framsöguerindi sem þessu.
Efnið gerir í fyrsta lagi kröfu til þess að gerð sé grein
fyrir skilningi kirkju vorrar, hinnar evangelisk-lúthersku
kirkju, á prestsembættinu.
í iiðru lagi þarf að gera grein fyrir helztu einkennum og
breytingum nútímans, þ. e. þess þjóðfélags, sem vér búum
við í dag, svo og áhrifum þess á starf vort.