Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1959, Blaðsíða 125
T í Ð I N D I
129
argjörðarinnar gagnvart bróður sínum og þjóðfélaginu.
Um predikunarembættið og í samvinnu við söfnuðinn eða
einstaklinga hans, sem taka beinan þátt í málum bæjar- og
sveitarfélaga, getur presturinn leitt og leiðbeint. Hér geta
verið einstöku undantekningar, en reglan stendur fyrir því.
Prestar verða að taka starf sitt sem trúboðsstarf, nœstum.
sem starf frumherja i nýju og framandi umhverfi, en ekki
sem embœttismenn rikisins.
Sá tími er löngu liðinn, þegar samstaða gat verið snurðu-
laus með ríki og kirkju um stjórn mála hennar eða ríkisins,
ef sá tími hefur þá nokkurn tíma verið til.
Krafa predikunarembættisins til prestanna er, að þeir
tali skýrt, svo að allir skilji, sem á þá hlýða. Þeir eiga að
tala það, sem embættið býður þeim þótt það geti verið
óþægilegt. Þeim er falin leiðsögn safnaðarins í þessum heimi.
Garnan vœri að geta bent á leiðir i prestsstarfinu i dag í
einstökum atriðum. En sem byrjandi í prestsstarfinu treysti
ég mér ekki til þess.
Mér er þó Ijóst, að það er áríðandi fyrir oss og kirkjuna í
heild, að vinna að því, að guðþjónustan á heimilinu verði
aftur fastur liður i lífi. safnaðarins. Mikilvægi þess þarf ekki
að skýra frekar en gert hefur verið hér að framan.
Það þarf að slofna til sérstakra samverustunda safnaðarins
og hinna ýmsu deilda hans, þar sem söfnuðurinn við lilið
hinnar almennu guðþjónustu hefur tækifæri til að næra
trúarsamfélag sitt við Guð og náungann. Þar fái söfnuður-
inn leiðsijgn á öllum sviðum lífsins. Kristur þarf í æ ríkari
mæli að verða konungur á öllum sviðum lífs vors bæði í
viðskipta- og stjórnmálalífi voru, skemmtana- og heimilis-
lífi voru, atvinnulífi voru o. s. frv.
Sunnudagaskóla- og unglingastarf vort. er ekki nóg. Það
virðist ekki bera þann ávöxt í þessu tilliti, sem vér hefðum
getað vonað. Unga fólkið sækir yfirleitt ekki hinar almennu
sunnudagsguðþjónustur. Það þarf að vinna að sameiginlegri
guðþjónustugöngu foreldra og barna.
9