Helgarpósturinn - 04.05.1979, Blaðsíða 6

Helgarpósturinn - 04.05.1979, Blaðsíða 6
Föstudagur 4. maí 1979 he/garþósturinrL. vtM.« - "miS ^ e„ h£r á ettl* ei „ 'tnlislarmann. ------------------ JÞetta vekui fjandann uppí ykkur, erþaðekkiT — sagt frá Frank Zappa The Blackouts Francis Vincent Zappa yngri fæddist 21. des. 1940. i Baltimore, Maryland. Foreldrar hans eru griskir. 10 árum seinna fluttist fjöiskyldan til vesturstrandarinn- ar, fyrst til Monterey, siöan eftir þrjú ár til Pomona i San Diego og loks, 1956, til Lancaster i Kali- forniu. Þar stofnaöi Zappa sina fyrstu hljómsveit, The Blackouts. 1 henni var m.a. náungi, Don Van Vliet aö nafni, en meö honum ætl- aöi Zappa aö gera kvikmynd sem átti aö heita Captain Beefheart Meets the Grunt People. Ekki varö af myndatökunni og Van Vliet tók sér nafniö Captain Beef- heart og stofnaöi eigin hljómsveit The Magic Band. Zappa gekk þá i hljómsveit sem kallaöi sig The Soul Giants, og varö undanfari hljómsveitarinnar The Mothers of Invention, en meö henni vakti Zappa fyrst á sér verulega at- hygli. Freak Out „Mæörunum” gekk þó ekki vel I byrjun og þetta voru erfiöir tim- ar, þartil einn dag, aö upptöku- stjórinn Tom Wilson (Bob Dylan, Velvet Underground, Cecil Taylor o.fl.) heyröi „þær” spila og fannst lag þeirra, Trouble lega, vegna þess á áheyrendur skildu ekki þaö sem hún væri aö gera. Myndin, sett á markaöinn af fyrirtækinu United Artists, og var einhver undarleg súpa filmu- búta frá ýmsum hljómleikum hljómsveitarinnar og þvi sem geröist á bak viö tjöldin, fékk æöi misjafnar viötökur, og var þaö álit flestra aö Zappa ætti aö halda sig alfariö viö tónlist, en láta aöra um kvikmyndir. Plötugerð Frank Zappa hefur gert ótölu- legan fjölda hljómplatna sem spanna tónlistarstefnur allt frá einföldu poppi til flókinna „klass- iskra” verka einsog þaö kallast. Reyndar segist hann alltaf þurfa aö einfalda tónsmiöar sinar, þvi ekki séu til þaö góöir hljóöfæra- leikarar aö hægt sé aö flytja þá „flóknu” músik sem hann vildi helst framleiöa. Zappa vareinu sinni spuröur aö þvi hvort hann notaöi einhverjar formúlur til aö selja verk sin. Og hann svaraöi: „Ég gef skit I for- múlubissnessinn. £g lit þannig á, að sá sem kaupir plötur minar hafi áhuga á þvi sem ég er aö gera. Og ég geri honum greiöa meö þvi aö gera þaö sem ég fila, þvi þá heyrir hann hver ég er á þeirristundu sem ég geri þaö. Ef honum likar þaö, þá er þaö gott. Ef honum likar þaö ekki, þá getur hann bara labbaö sig I næstu hljómplötuversiun og keypt ein- hverja aöra plötu, sama er mér! Ég reyni ekki aö vera einhver al- heims skemmtikraftur, maöur allra árstiöa...” Staða tónskálds Og i viötalinu viö Billboard sem vitnaö var i I innganginum segir Zappa: „Ég held aö stærsti vandinn sem tónskáld stendur frammi fyrir i dag, sé sú staöreynd aö tónskáld býr til tónlist sem hann langar sjálfan til aö heyra spil- aöa... En sinfóniuhljómsveitir hafa engan áhuga á tónlist hans, vegna þess aö hann er ekki dauö- ur og þ.a.l. ekki hægt aö selja hana á hljómleikum, þvi þaö litur út fyrir aö áheyrendurnir vilji aö- eins heyra tónlist dauöra manna. Þannig aö þaö er ekkert gaman aö vera tónskáld, sérstaklega ekki i Bandarikjunum. Ég á fullt af verkum fyrir sin- fóniuhljómsveitir, blástursveitir og aörar sveitir. En einu skiptin sem þaö kemur til tals aö flytja þau, er þegar sinfóníurnar halda aö þær geti veriö meö sérstaka popphljómleika og sparaö æf- ingakostnaöinn meö þvf aö ég mæti á staöinn meö mfna hljóm- sveit— Allt i lagi vinur, viö spil- um verkin þin, þú kemur meö rokkhljómsveitina þina til þess aö laöa aö áheyrendur og fylla húsiö — þá skulum viö spila þau.” 3 nýjar plötur Dæmi um afköst Frank Zappa I hljóöverum, er aö frá þvi i des- ember hafa þrjár plötur komiö út meö honum og þaraf ein tvöföld. Heita þær, Studio Tan, Sleep Dirt og Sheik Yerbouti, og er sú siöast- talda ein allsherjar paródia á rokktónlistarheiminn i dag m.a. má þar finna góöa stælingu á Bob | Dylan svo eitthvaö sé nefnt. Þáttur Frank Zappa i nútima- tónlist veröur örugglega seint metinn til fulls — og sjálfsagt ekki fyrren aö honum látnum. Og þrátt fyrir allar þær mörgu hljómplöt- ur sem hann hefur þegar látiö frá sér, mun þaö ekki vera nema tæp- lega helmingurinn af þvi sem hann hefur hljóöritaö. En þaö er trú þess er hér skrifar aö þegar fram liöa stundir muni veröa litiö á Frank Zappa sem eitt mesta I tónskáld þessarar aldar. 200 Motels Þaö verk sem Frank Zappa og The Mothers of Invention eru einna þekktastir fyrir og flestum kemur fyrst I hug er þá ber á góma, er vafalaust kvikmyndin 200 Motels. Hún var gerö 1970 og i rauninni búin til meö þaö I huga aö endurvekja hljómsveitina, þvi ári áöur haföi Zappa lýst þvi yfir aö hún væri hætt aö leika opinber- Every Day, þess viröi aö koma út á tveggja laga plötu. En þegar kom I stúdióiö heyröi hann fleiri lög t.d. Any Way The Wind Blows og Who Are The Brain Police? Og hann ákvaö aö gera meö þeim stóra plötu, — ekki bara eina heldur tvöfalt albúm, Freak Out, sem var fyrsta „double-album” sögunnar og um leiö fyrsta rokk- óperan. Og þetta kostaöi hann litla 21 þúsund bandarikjadali, sem einnig var fáheyröur kostnaöur á þeim tima. Þessi plata spannaöi allan neðanjarö- arkúltúr Los Angelesborgar þess- ara ára og komu þar jafnt fram ekta karakterar og dulbúnir. Platan var hljóörituö I ársbyrjun 1966 og kom út I ágústmánuöi þaö sama ár. I New York Og eftir að hafa tekiö upp aö plötu, Absolutely Free, I. Los Angeles, hélthljóm sveitin til nýju Jórvikur þar sem hún var ráðin til sex mánaða i Garrick Theater i þvi fræga listamannahverfi. Greenwich Village meö 14 sýningar á viku. Ég segi sýningar, vegna þess aö tónleikar Frank Zappa og „Mæöranna” voru ekki bara tónleikar. Þvi á sviðinu geröust hinir ótrúlegustu hlutir. Hermenn komu úr salnum til aö mölva dúkkur uppá sviöi og fariö var i alls konar skrýtna leiki meö þátttöku áheyrenda. Svo allt I einu áttu Zappa og co tilaðstoppa og flytja þaö sem þeir kölíuöu „Dead air” eöa dauöur tlmi. Þá létu þeir einsog enginn væri i salnum, settust niöur og spiluöu póker, burstuöu skó hvers annars, skoðuöu magn arana eða eitthvaö þviumlikt. Og þessu hélt áfram þartil fólk iö I salnum var fariö aö ókyrrast mjög og púa á hliómsveitina. Þegar salurinn var svo kom inn á suöupunkt, gekk Zappa rólega aö míkrafóninum og sagöi: „Þetta vekur fjandann uppi ykkur, er þaö ekki?”

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.