Helgarpósturinn - 04.05.1979, Blaðsíða 12

Helgarpósturinn - 04.05.1979, Blaðsíða 12
12 Föstudagur 4. maí 1979 -hslcjdrpOStUrÍnrL. | góöur kennari, og skemmtilegri en margir aðrir, sérstaklega biblíusögukennariiin. Svo var sagan mitt uppáhaldsfag. Sverrir haföi lag á að gera mikið grin að trúnni og ég kastaði barnatrúnni og geröist vinstri maður.” Trúarreynsla „Trúmál hafa alltaf sótt fast á mig, og allt sem viðkemur trú. Svo mikið, að ég er þess fullviss að ég á eftir að verða fyrir reynslu sem á eftir a6 hafa mikil trúar áhrif á mig. Ég hef lesið mikið um aði peysu og lét prjóna. Plútó- peysuna. Svo kom hver peysan á eftir annarri. Þetta er bara spurning um aö finna vöru sem fólk vill kaupa. Sem umboösmað- ur fyrir Lúdó var ég i beinu sam- bandi viö ungt fólk og ég hef reynt að halda þvi. Annars er ég fyrst og fremst bisnissmaður — ég er að selja vöru sem fólkið vill kaupa. Ég skipti öllu i jákvæöi og nei- kvæði. Jákvæða orkan i mannin- um eða sú neikvæða. Ég tel þetta brölt mitt eðlilegan meinað. Aö framleiða eins mikiö af tfskufatn- aði og mögulegt er, og sanna 'að við erum ekki óhæfir i að búa til fatnað á íslandi. Þaö er jákvæö starfsemi, og hefur i för meö sér sparnað á gjaldeyri og skapar fólki at- vinnu.Það hjálpar viðað búa til bjóðfélag sem getur sjálft framfleytt sér.Það gengur eng- in atvinnubótavinnaupptillengd- ar. Arösemin veröur að vera númer eitt.” Enginn hægri flokkur á íslandi „Það hefur ekki verið til nein hægri stjórn á Islandi. Sá flokkur sem lengst hefur veriö talinn til hægri hefur aukið rikisumsvifin i landinu meira en nokkurn tima </Segðu mér áður en við förum að tala saman, hvaða skoðun hefurðu á mér? Hvað hefurðu heyrt um mig?"< var eitt það fyrsta sem Guðlaugur Bergmann sagði þegar ég hitti hann að máli fyrir skömmu. Ég á- kvað fyrir áfrýjunarorð hans að vera hreinskil- inn, og sagði að ég héldi að hann væri plebbi. Við „Gulli riki í Karnabæ" höfðum aldrei sést áður, en ég hafði heyrt um hann sögur, eins og flestir aðrir og á þeim byggði ég álit mitt—eins og f lestir aðrir. „Sögurnar já," segir Guðlaugur. „Ég get sagt þér eina ágæta. Ég sendi verslunarstjórana mina á námskeið um daginn. Einn leiðbeinandanna þar hafði heyrt nokkrar af þessum sögum og spurði tvær stúlk- ur sem vinna hjá mér hvað væri til í þvi að ég svæfi hjá öllum stúlkunum áður en ég réði þær. Þær skutu þessu að mér, og ég svaraði náttúrulega að þær vissu þá hverju þær ættu von á, því þær hefðu þá sloppið hingað til!" „Þetta er alltsaman öfund” segir Guðlaugur þegar ég spyr hann nánar útí sögusagnirnar og plebbaimyndina. „Ekki þannig að ég liti svo stórt á mig. Ég tel hinsvegar að mér hafi gengiö vel , að mörgu leyti. Og ef einhverjum j gengur vel þá ráðast allir á hann ! ag byrja aö rakka hann niður. j Hver man ekki eftir sögunum um ! Gunnar Thor i forsetakosningun- um? Þá heyrði maður alveg við- bjóðslegan rógburö. Þetta er raunar ekki óeðlilegt. öfund og óhróður eru landlæg i þessu landi, eins og allir vita. Það er eins og aö þetta hverfi aldrei héöan. Eins og öll þjóöin sé komin af Gróu á Leiti. Hvaö helduröu að hún skuldi til dæmis fjórmenning- unum sem voru saklausir bendl- aðir við Geirfinnsmáliö. Þessu smjattaöi þjóöir.-, og skollans blaðamennirnir á, jafnvel eftir að búið var að sanna sakleysi þeirra. Kjaftasögur Agætt dæmi um hvernig kjaft- æði hefur áhrif er, aö ég fæ jafn- vel ekki veiðileyfi f laxveiðiám vegna rógburðarsagna. Ég á aö hafa verið að möndla meö net á næturna i iaxveiðiánum og hver veit hvað. Alltsaman öfund.” Þaö þarf ekki að draga oröin uppúr Guölaugi. Hann talar hátt oghratt og kann greinilega ótelj- andi sögur. Hann ólst tqjp á Sel- fossi. Alltaf í slagsmálum „Ég ætlaði alitaf áö verða sagnfræöingur eöa eitthvaö svo- j leiðis. Ég hef alltaf haft intressu • fyrir öllu gömlu. Að vita hvaðan j maður kemur. Framtiðin er búin til úr fortið og nútiö, eins og allir vita. En þaö var ölfusá sem dró alla athygli manns að sér. Þar fékk ég veiðidelluna. Ég er með mikla laxveiðidellu. Fyrsta laxinn fékk ég uppá svokölluðu efstasvæði i ölfusá og notaði veiöistöng úr bambus sem ég bjó sjálfur til. Annars eru þetta mest minn- ingar um strákapör af ýmsu tagi. Svo átti ég heima i Ingólfi, húsi beint framan viö Selfossbió. Ég horföi oft úr glugganum heima yfirgötuna, þegar voru böll i bió- inu. Þá þurfti stóra og sterka menn i dyravarðastörfin. Ég man t.d. eftir Sigfús Sigurössyni og Kolbeini Kristinssyni. Þeir höföu nóg að gera. Þá var enginn al- mennilegur maður nema hann gæti slegist eitthvað. Þá var lika skipt liðum. Eyrbekkingar héldu t.d. hópinn á móti Selfyssingum og svo framvegis. Og ef það komu hópar úr Reykjavik, sameinaðist Suðurlandsundirlendiö gegn þeim. Þetta voru orönir þekktir menn sumir hverjir. Þeir gengu ekki framhjá grettistaki án þess að lyfta þvi upp. Og þeir voru alltaf i slagsmálum. Þá var sleg- ist framundir morgun á böllun- um. Núna væru þessir menn allir settir i steininn viðstöðulaust.” Alfreð Fióki og hryllingurinn „Ég fluttist svo til Reykjavikur og fór i Gagnfræðaskóla Vestur- bæjar. Þar vorum við saman i Guðlaugur Bergmann í Helgarpóstsviðtali bekk Alfreð Flóki Nielsen og Heinz Steinman.Hansivarægilega sterkur. Ég man að viö fengum allir tiu i teikningu. Hansi meö sinar risa krumlur, og Alfreð Flóki Nielsen með ekkert annað en hryllingsmyndir. Allar hans myndir voru frekar ógeðfeldar. Jóhann Briem listmálari, sem kenndi okkur teikningu, var van- ur að spyrja hvort hann gæti ekki teiknað eitthvað fallegt, þó ekki væri nema einu sinni. Það var stórkostlegt að horfa á Flóka teikna. Hann einhvernveginn grúföi sig yfir blaðið, byrjaði kannski neðst i horninu á ein- hverju skrimsli, fór svo efst á sið- una og gerði annað þar, og svo mættist óskapnaðurinn á miðju blaðinu. Eftir gagnfræöaskólann tók ég próf inni þriöja bekk i Versló. Ég var nú ekkert ægilega vinsæll þar, vegna þess að ég var mjög vinstrisinnaður. Ég gerði sömu villu og margir aðrir góðir menn. Þeir vilja jafna öllu milli manna og halda að með.vinstri stefnu séu þeir að þvi. Ég þurfti að læra af reynslunni. Vinstri menn og kommar hafa þaðeitt takmark aö búa til stóra hópa, þar sem allir eru jafnir. En einstaklingurinn veröur að engu. öllu er mið- stjórnað. Manneskjan lamast og nær engu útúr sjálfri sér. Eins og i Sviþjóö til dæmis. Þaö er búiö aö lama þjóöina. Menn hafa ekki iengur löngun til að gera neitt, nema kannski að vera góöir á skiðum.” Harður vinstrimaður „En ég var haröur vinstrimað- ur á þessum árum, þó ég væri aldrei skráöur i nein samtök. Ég hef alltaf verið þrasgjarn og i Versló voru svotil eingöngu pabbakrakkar, sem voru skrifaö- ir i Heimdall um leiö og þeir gengu i skólánn. Ég var alltaf uppi pontu. Þar komu aldrei upp mál innan skólans að þau væru ekki lögð úti pólitik og þá var ég eina mótvægið. Ég var óskaplega trúaður sem barn. Fór með niu bænir á hverju kvöldi þangað til ég varö 15 ára. Þetta var náttúrulega vani og innihaldiö orðið tómt. Svo þegar ég kom i Gagnfræðaskóla Vestur- bæjar varð Sverrir Kristjánsson kennari minn i sögu. Hann var trúmál, og engin heimspeki i trúarformi hefur haft önnur eins áhrif á mig og Yoga. Astæö- an er eflaust umburðarlyndiö, sem svo mikið er lagt uppúr. Spursmálið er ekki hvaða tegund trúarbragöa menn aðhyllast. Þetta er eins og pýramidi. Það skiptir ekki máli hvar menn byrja aö klifra upp vegna þess að allir mætast á toppnum. Það sem ég þoli verst viö kristnina er forátta á öörum trúarbrögðum, og virðingarleysi fyrir einstaklingn- um. 1 einstaklingnum býr nefni- lega svo ofboðslegt afl og kraftur, bara ef einstaklingurinn vill það sjálfur. Það er sameiginlegt öllum öfgatrúarflokkum að vilja ná völdum yfir einstaklingnum, með ýmsum kennisetningum. Aö taka einstaklinginn úr sambandi sem kraft.” fyrr. Það er ekki til nema mis- munandi miklir vinstriflokkar á Islandi. Þaö eru til hægri öfl innan Sjálfstæðisflokksins en þau hafa aldrei fengið að ráða neinu. Þau eru nógu sterk til að ná áhrifum, en það er fólk sem ekki er i innsta hringnum. Aflið er fyrir hendi en þar er bara hver i sinu horni. Albert Guömundsson tilheyrir ekki neinni kliku, en hann hefur langsamlega mest persónufylgi. Fólkið hefur þetta afl, en það er bara ekki nýtt. Nei, ég hef engan pólitiskan metnaö. Sú pólitik sem hér er stunduð, af þingmönnum og öðr- um, vekur engan áhuga hjá mér. Það var bara slysni að ég fór i prófkjör. Ég var beðinn um það, og þegar úti slaginn var komið fann ég allt i einu, að maöur gat farið að rifa kjaft, án þess að hafa neitt sérstakt tilefni. Bara sagt það sem manni lá á hjarta.” Virðing fyrir peningum „Saga heimsins er yfirfull af afleiðingum þeirrar staðreyndar aö auöur er forgengilegur, og fær- ir litla sem enga hamingju. Ég hef alltaf litið á peninga bara eins og bil og bensin. Það er ekkert hægt að gera með bilnum nema maður hafi bensin. A sama hátt þarf peninga til aö framkvæma. Viröing min fyrir peningum nær ekki lengra. En ég hef aldrei fundið fyrir þvi að vera blankur. Ef peningarnir voru ekki til þá var bara að ná i þá. Ég átti einu sinni ekki rúm til að sofa i. Ég svaf á vindsæng. En maður hafði aldrei áhyggjur af peningum. Hvað er eiginlega að vera rik- ur? Ég sagði einhverntima við stúlku sem vinnur hjá mér og var aö kvarta yfir þvi hve dýrt væri að fá pössun fyrir börnin hennar þrjú: „Hvað vildir þú leggja á þig, ef þú þyrftir að borga fyrir það i peningum, að fá að vera hjá börnunum þinum?” Það eru til önnur verðmæti en þau sem keypt eru fyrir peninga.” Fyrst og fremst bísnissmaður „Ég hef alltaf verið mikill sölu- maður. Það var á árunum þegar ég var umboðsmaður fyrir Plútó, sem siðar varö Lúdó að ég hann- Hvað græðir Karnabær á þessu? „Ég er afskaplega mikill hug- sjónamaður, en á að sama skapi erfitt með aö koma hugsjónum minum i framkvæmd. Það er all- staðar sama viökvæöiö: Hvað græðir Gulli i Karnabæ á þessu? Hvað skyldi Karnabær hafa upp- úr þessp? Þú manst kannski eftir keppninni um fulltrúa ungu kyn- slóðarinnar. Það var ein af hug- sjónunum minum. Þá vildi ég breyta þessu hefðbundna fegurðarsamkeppnisformi, og láta persónuleika vera númer eitt þegar velja átti sigurvegara, hæfileika númer tvö og útlitið númer þrjú. Fékk svo erlenda um boðsmenn hljómsveita til að hlusta á það besta i Islenskri popphljómlist. Þetta var eyðilagt. Vanþakklætiö var slikt aö ég nennti bara ekki að standa I þessu. Ég held varla að þaö séu til eigin- gjarnari menr, en þessar poppstjörnu1 okkar. Það er kannski eðlilegt. Það eru allar pi- ur utan i þessu, allar vilja gefa þeim brennivin, og þeir verða lika uppteknir af sjálfum sér. Þessir strákar fara ungir úti þetta og til- finningalega óþroskaöir, og það er erfitt að koma heill út.”

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.