Helgarpósturinn - 04.05.1979, Blaðsíða 20
20
Föstudagur 4. maí 1979
Hjörtur m.a. ráö fyrir, að sunnu-
dags- og laugardagsmorgnar
veröi óbreyttir frá þvi sem er aö
ööru leyti en þvi aö fræðileg er-
indi sem veriö hafa eftir hádegi á
sunnudögum, hefjist kl. 9.20 á
sunnudagsmorgnum yfir vetrar-
mánuöina en annaö talmálsefni á
sama tima á sumrin. Aöra
morgna verði dagskrá óbreytt
fram til kl. um 9.45 og Morgun-
pósturinn eða jafngildi þess þátt-
ar látið haldast allan ársins
hring. Þá gerir Hjörtur ráö fyr-
ir, að niður falli þeir föstu þættir,
sem nú séu á dagskrá frá kl. 9. 45-
12.00 frá og með mánudegi til
föstudags, en i staö miðdegissög-
unnar komi „Morgunsagan” 3
daga vikunnar frákl. 10.30 til 11
en á sama tima á þriðjudögum
og fimmtudögum komi endur
tekinn talmálsþáttur frá þvi
kl. 22 kvöldið áöur.
Frá þvi að tilkynningalestri
lýkur eftir hádegisfréttir á
mánu-
Hugmyndir Hjartar Pálssonar um breytta útvarpsdagskrá:
MEIRIMÚSIK OG FRÉTTAEFNI
Dagskrárhugmyndir Hjartar
Pálssonar, dagskrárstjóra út-
varpsins, sem hann setur fram i
skýrslu til útvarpsráös, fela i sér
töluveröa uppstokkun á útvarps-
dagskránni. Sú hugsun sem aö
baki liggur hjá dagskrárstjóran-
um veröur sennilega best dregin
fram meö þvi aö vitna i kafla i
skýrslu hans, en þar getur hann
þess aö hann hafi látiö þau orö
faila, þegar niöurstööur hlust-
endakönnunarinnar voru til um-
ræðu á útvarpsráösfundi i vetur,
aö hér á landi heföi um of veriö
látiö undir höfuö leggjast aö
endurskoða útvarpsdagskrána og
hlutverk útvarpsins, eftir að sjón-
varp tók tii starfa og aö löngui
væri timi til þess kominn.
Sföan segir Hjörtur: „Annars
staöar hefur niöurstaöa sllks end- j
urmats viöa oröið sú, aö aukiö I
kapp hefur verið lagt á misik-
flutning og fréttir og fréttatengt
efni. Ekki væri óeölilegt, að slikt
gerist hér einnig, þó að við getum
ekki gengiö jafn langt i þeim efn-
um og stöövar, sem útvarpa á
fleiri en einni rás. Sú skoðun min
setur nokkurn svip á dagskrár-
rammana, s.em fram er lagður.
Ég held þess vegna að þörf sé orð-
in á dagskrárbreytingum af i
mörgum ástæöum og það geti
oröið til góðs að draga þær ekki
öllu lengur, heldur nota tækifærið
til aö gera þær, þegar fjárhags-
vandinn og erfiöleikarnir i tækni-
deild knýja óvenjufast á þaö
hvort sem er.”
1 dagskrártillögum sinum gerir
Fær fréttastofan I sinn hlut Kvöldpóstinn klukkustundar langan þátt á
hverju kvöldi meö fréttatengdu efni og fréttaskýringum, eins og Hjört-
ur Pálsson leggur til? Hann vill einnig styttri og samþjappaöri fréttir.
Morgunpósturinn hefur sannaö gildi sitt, segir dagskrárstjórinn og vill halda honum allt áriö um kring.
Hér sjást þeir Sigmar Hauksson og Páll Heiöar vinna aö þættinum.
AF NÝJUM HLJÓMPLÖTUM
Nú er hijómplötuútgáfa ársins
1979 komin f fullan gang ogliöur
varla sá dagur, aö ekki láti
einhver fulltrúi þessarar
stærstu iön-/listgreinar heims-
ins í sér heyra.
Beach Boys —
Light Album
Beach Boys sendu frá sér
fyrir skömmu plötu sem þeir
kalla Light Album, og nota þeir
hér oröið „light” i merkingunni
„ljós” — ekki „létt” — og á það
aö visa til vitundar um nálægð
Guös og kærleikans hér i þess-
um heimi mannanna.
Hljómsveitin Beach Boys var
stofnuö áriö 1961 i þvi riki
Amerikunnar þarsem sólin skin
allt áriö um kring — Kaliforníu,
nánar tiltekið borginni Los
Angeles. Aðalstofiiendur voru
þrir bræöur: Carl, Dennis og
Brian Wilson og frændi þeirra
Mick Love + einn utanaökom-
andi A1 Jardine. Og þannig er
hljómsveitin lika skipuö i dag.
Saga Beach Boys er mikil og
merk og ekki pláss til aö reifa
hana hér, en þeir voru svar
Bandarfkjanna viö Beatles og
hafa tónsmiöar Brian Wiisons
ekki síður markaö djúp spor i
dægurtónlist siöastliöinna 16
ára en lög Lennons og
McCartneys.
En það sem einkum hefur háð
Beach Boys er geöveiki Brian
Wilsons, — þaö var strax árið
1965 að hann hætti aö geta leikiö
meö hljómsveitinni opinberlega
og hafa þvi afurðirnar veriö
sveiflukenndar, allt eftir and-
legu ástandi sniliingsins hverju
sinni. Og á árunum ’73—’76 leit
út fyrir aö drengurinn væri
endanlega grafinn i sandinn og
hljómsveitin þ.a.l. lika.
En sálfræöingar settu Brian
Wilson þá á tónlistarlækninga-
kúrs oghann fór aftur aö semja
lög. Og siöan hafa Beach Boys
óðum verið aö sækja i sig veðriö
á nýjan leik og ef marka má
þessa siðustu plötu þeirra, Light
Album, eru þeir nú að ná sinum
fyrri status. Og á henni má
finna fyrsta diskólagiö frá hendi
hljómsveitarinnar, Here Comes
TheNight.Enhvort Beach Boys
ætla að einbeitasér aödiskóinu I
framtiöinni veit ég ekki, það
verður timinn aö leiöa i ljós.
TBR — TWO
Enska rokkhljómsveitin Tom
Robinson Band var stofnuö i
janúarmánuði 1977 og var þá
skipuð þeim Tom Robinson
söngvara og bassaleikara,
Danny Kustow gitarleikara,
Mark Ambler hljómborðs-
leikara og Dolphin Taylor
trommuleikara. Þeir félag-
arnir vöktu strax mikla
athygli i heimalandi sinu
og þegar hljómsveitin var
aöeins hálfs árs skrifuðu þeir
undir samning viö hljómplötu-
fyrirtækiö Capitol Records sem
er aöili aö EMI-samsteypunni.
Tveimur mánuöum siöar var
lag meö þeim, ,,2-4-6-8
Motorway”, komiö hátt á
breska vinsældarlistann. Og
fyrsta breiðsklfan, Power In
The Darkness, hlaut einnig
mjög góöar viötökur.
Nú hefur þessi vinsæla hljóm-
sveit sent frá sér plötu nr. 2 og
heitir hún einfaldlega TRB
TWO. Nokkrar breytingar hafa
oröiö á liðsskipaninni, Mark
Ambler og Dolphin hættir, en i
þeirra staökomnir IanParker á
hljómboröin og Preston Hey-
man sestur viö trommurnar, en
þaömá geta þessaö Preston var
i hljómsveit Jakobs Magnússon-
ar, White Bachman Trk), á sin-
um tima. Það má segja aö TBR
TWO sé beint áframhald Power
In The Darkness, kraftmikiö
rokk og róttækir textar I fyrir-
rúmi, en tónlistarflutningurinn
er nú fágaöri og tel ég aö upp-
tökustjórinn frægi Todd Rund-
gren, hafi þar mest aö segja
Graham Parker
& Rumour
Til skamms tima var
söngvarinn Graham Parker
ekki stórt nafn i rokkheiminum
utan Lundúna. En eftir að
hann hóf samvinnu við hljóm-
sveitina Rumour — skipuð
Brinsley Schwarz, Martin
Belmont, Bob Andrews, Steph-
en Goulding og Andrew Bod-
nar — siðla árs 1976 hefur
vegur hans farið ört vax-
andi. Og flest bendir til þess aö
nýjasta platan hans, Squeezing
OutSparks, munibrjótaisinnog
lyfta honum upp á heimsmæli-
kvaröann, enda eiga fáir þang-
aö erindi aöminum dómi ef ekki
Graham Paker & Rumour.
Þaö er einkenni á lagasmiö-
um Parkers, aö manni finnst
maöur hara heyrtþau einhvern
tima áður meö einhverjum, —
en samt ekki, þvi persónuleiki
hans er jafnframt mjög sterkur
og sérstakur. Enda sagöi Brins-
ley Schwarz: „Hann semur lög
sem þegar eru til einsog þau
hafi aldrei verið samin”. Og ef
Graham Parker likist einhverj-
um á þessari nýju plötu,
Squeezing Out Sparks, þá er þaö
örugglega nýbylgjukónginum
Elvis Costello.
En hæfileikamikil hljómsveit
einsog Rumour lætur sér ekki
nægja aöleika undir hjá öörum,
þó þaö sé maður á borö viö Gra-
ham Parker. Þeir gefa líka út
sjálfstæðar plötur og koma
fram án Parkers. Og fyrir
skömmu gáfu þeir út plötu sem
heitir þvi sérkennilega nafni,
Frogs Sprouts Clogs And
Krauts. Hún er ekki siöur frá-
bær en plata Graham Parkers.
Og eitt laganna hefur þegar náð
miklum vinsældum, en þaö heit-
ir Frozen Years og er eftir Brin-
sley Schwars.
Þannig að ekki er annaö hægt
aðsegja enframtiöin blasibjört
við Graham Parker & Rumour.
Jakob Magnússon —
Special Treatment
Sá islenskur popptónlistar-
maöur sem lengst hefúr náð úti
hinum stóra heimi er án efa
Jakob Frfmann Magnússon.
Hann hefur undanfarin tvö ár
dvalið i háborg þessarar tónlist-
ar, Los Angeles, og lagt grund-
völlinn aö sjálfstæöum ferli, en
áöur hefur hann leikiö meö
mörgum stórmennum, m.a.
Long-John Baldry. Sem virðist
ætla aö ganga prýðilega, þvi ný-
veriö gerði Jakob samning viö
annaö stærsta hljómplötufyrir-
tæki heimsins, Warner Bros. Og
nú er hans fyrsta sólóplata fyrir
heimsmarkaöinn komin út og
kallast Special Treatment.
Hljómsveit Jakobs skipa auk
hans. Steve Anderson-bassi, en
hann semur einnig öll lögin meö
Jakobi, David Logeman —
trommur og Carlos Rios — git-
ar. Aöstoöarhljóöfæraleikarar
eru alls 20.
Um gæöi plötunnar væri lengi
hægt aö tala, lögin, flutningur
þeirra og hljóman (sound), allt
er þetta fyrsta ftokks og fæ ég
ektó betur heyrt, en Jokob
Magnússon sé að gera hluti sem
jafnast á viö þaö besta sem ger-
ist á sviöi þessarar tónlistar.
HP-mynd: Friöþjólur