Helgarpósturinn - 04.05.1979, Blaðsíða 22

Helgarpósturinn - 04.05.1979, Blaðsíða 22
Föstudagur 4. maí 1979 —he/garpástiirihn._ iÞórunn Sigurðardóttir ræðir við Kjuregej fllexöndru] bladamadur í einn dag.... „Eins og kannski einhverjir vita þá hef ég þann háttinn á að skipta um hlutverk jafnan vor og haust/ — vinn í leikhúsinu á veturna en fæst við blaðamennsku á sumrin. Þótt leikarinn ríki núna þá var það blaðamaðurinn í mér sem sagði mér að Kjuregej væri skemmtilegt viðtalsefni/ þvi að hún á sér um margt óvenjuiega sögu," sagði Þor- unn Sigurðardóttir leikari, þegar hún gerði okkur grein fyrir hvers vegna hún hefði valið að taka Kjuregej Alexöndru Argunovu tali. „Kjuregej er upprunnin úr einum afskekktasta hluta veraldar, Sí- beríu, hefur reynt ýmislegt og fengist við ýmsar tegundir lista. En þrátt fyrir að hún komi frá umhverfi sem er svo gjörólíkt okkar þá hefur veriðótrúlegtað fylgjast með því hversu vel hún hefur búið um sig í okkar samfélagi." Hún heitir Kjuregej Alex- andra Argunova og býr inni viö Langholtsveg. Uppi á vegg hjá henni er risastórt Isbjarnar- skinn, sem frændi hennar gaf henni, á gólfinu skógarbjarnar- skinn og hillurnar fylla sér- kennilegir hlutir komnir alla leiö frá Siberlu. Hún á lika gaupuskinn, sem bróöir hennar gaf henni, en hann er veiöimaö- ur hinum megin á hnettinum og veiddi og verkaöi þe>-sa gaupu halda systur sinni. t ’.efur hún saumaö risastóra rn^. ! sem prýöir einn vegginn, og þaö er lika hún sem spilar á allar júöahörpurnar því Kjuregej er ýmislegt til lista lagt. v Kuregej er fædd og uppalin i Jakútiu i noröaustur Síberfu. Landiö er 7 sinnum stærra en Frakkland, en Ibúarnir aöeins um hálf milljón, þar af um 300 þúsund Jakútar, en hinir eru aöallega Rússar, Kóreumenn og Sigaunar. Jakútar voru veiöi- menn og hiröingjar, sólar- og, náttúrudýrkendur sem trúöu áv stokka og steina þar til Rússar kristnuöu þá á 16. öld. Núna lifa Jakútar á landbúnaöi og búa margir á samyrkjubúum. Þegar fariö er héöan til Jakútiu er aöeins 1/3 hluti leiöarinnar aö baki I Moskvu, en þá er eftir 11 klukkustunda flug til höfuö- borgarinnar Jakútsk. Kjuregej fluttist til Islands fyrir 12 árum og sumir vinir hennar segja aö hún hafi aölagast Islenskum aö- minningar frá þvi aö ég var barn. Sumt er kannski ekki svo ólikt minningum islenskra barna fyrr á öldum. Til dæmis flökkuðu menn um Jakútiu og sungu söngva og sögöu fréttir á milli byggöarlaga, likt og gert var hér á landi. Ég man eftir einum slikum frá þvi aö ég var barn. Hann kom og söng I þrjár nætur samfleytt og einn söngur- inn fjallaöi um hreindýriö með gullhornin. 1 febrúar áttu gull- l-'',-nin að detta af og sá sem id' þau átti aö veröa tr gjusamasti maöur 1 heimi. Þessu trúöi ég og af þvi aö þetta var í febrúar, þá klifraöi ég upp i fjalliö fyrir ofan húsiö okkar til aö leita aö horninu. Þegar ég var komin lerigst upp f fjall iö var ég oröin dauö- þreytt og settist ég niöur i snjó- um þetta leyti. Ég vissi litiö um Island, en mundi þó aö þaö var kallaö „solareyjan” i landa- fræöir kkar heima og ég vissi 1 . ’alliö Hekla var á íslar. na kynntist ég Magnúsi jonssyni, sem ég siöar giftist. Ég átti Sunnu elstu dótt- Þórunn ræöir viö Kjuregej á vinnustaö hennar, saumastofu Þjóöleikhússins. MAÐUR FINNUR MEIRA FYRIR SAM- KEPPNI OG SUNDRUNG HÉR” stæðum betur en flestar íslensk- ar konur. En meira um Jakútiu: „Pabbi var veiðimaöur og viö bjuggum i bjálkahúsi i þorpi skammt frá Jakútsk. Hann fór i striöiö meöRússum og féll þegar ég var smábarn. Mamma var fórnarlamb striösins, missti tvo bræöur þar auk pabba og vesl- aöist eiginlega upp og dó svo þegar ég var 16 ára. Tungumál okkar Jakútanna er skylt tyrk- nesku, en þaöan komum viö upphaflega og höfum siöan blandast mongólum,” segir Kjuregej. „Veturnir eru geysilega iíarö- ir, allt aö 60r frost, en 40“' — 50° er algengast. Sumrin eru aftur stutt og mjög heit. Þá er safnað foröa fyrir veturinn og unniö mikiö. Viö erum ekki löt og höfum lært aö búa viö þessa erfiöu náttúru. A sumrin rækt- um viö hveiti og annað korn. Ber, graslaukur og sólblóm vaxa villt og er þaö einnig nýtt. A veturna veiöum viö talsvert okkur til matar. Húsunum er haldið heitum meö stórri opinni eldstó. Þá feröumst viö á sleö- um meö hestum eöa hreindýr- um fyrir, en á sumrin aöallega á hestvögnum. Sem betur fer er- um viö aö mestu laus viö bíla- mengunina, en bilum fer vist fjölgandi á seinni árum.” „Nú er Siberla liklega ekki beint aölaöandi staöur I augum margra Islendinga? Hvernig fannst þér aö búa þar?” „Þaö er min hamingja aö vera fædd þar og uppalin. Jakútia er yndislegt land, fall- egt og gjöfult, þrátt fyrir mikil veörabrigöi. Viö vorum ekki fá- tæk á okkar mælikvarða og yfir fólkinu var jafnvægi, sem maö- ur sér ekki oft hér á Vesturlönd- um. Ég veit aö Siberia er þekkt- ust fyrir fangabúðir hér á Islandi, en þær hef ég aldrei séö eöa heyrt um i Jakútiu. Ég á margar skemmtilegar inn. Þá var mei iitiö niöur aö húsinu. Þar var þá enginn svartur blettur sjáanlegur, heldur grænn og mikill gras- lauksskúfur viö reykháfinn. Og mikiö var mamma hissa og glöö þegar ég færöi henni nýjan graslauk um háveturinn.” „Hvernig stóö á þvi aö þú ferö svo til Moskvu?” ur okkar á meöan ég var I skól- anum. Hún heitir reyndar Kunnej á mfnu tungumáli, en þaö merkir sól og fannst okkur Sunnunafniö þvi sjálfvaliö á Islandi.” „Hvernig tóku vinir þinir og ættingjar þvl aö þú tækir saman viö útlending?”. Kjuregej og Ari, sonur hennar, undir Isbjarnarskinninu. „Eftir aö ég lauk mennta- skólanámi fór ég aö syngja, leika og dansa opinberlega. Þaö var ákveöiö aö efna til inntökuprófs i Jakútsk fyrir leiklistarháskólann I Moskvu, og senda nokkra nemendur frá Jakútiu alla leiö tii Moskvu til leiklistarnáms. Ég sá auglýsingu um inntöku- prófiö og var svo heppin aö vera meöal þeirra 6 sem stóöust próf- iö, en 400 manns reyndu viö þaö um leið og ég. Þvinæst var haldiö tií Moskvu. Ég innritaöist i skólann sem tók alls fimm ár, og var mjög strangur.” „Þar kynnistu fyrst Isíendingum?” „Já, þaö voru nokkrir Islendingar viö nám I Moskvu „Eiginlega tóku flestir þvi mjög vel og allir i skólanum sýndu mér mikinn skilning. Bróöir minn var sá eini sem tók þessu illa og sárnaöi mér þaö mjög, þvi viö vorum mjög sam- rýmd. Hann haföi sent mér peninga, en skrifaöi nú og sagö- ist ekki lengur vera bróöir minn og hætti þar meö aö styrkja mig. Þetta átti þó sem betur fer eftir að jafna sig siöar. Ég var viö nám og haföi ekki möguleika á aö hafa barnið hjá mér á stúd- entagarðinum og var hún þvi á barnaheimili frá þvi hún fædd- ist. En ég lét þaö ekki af*'- frá aö hafa hana á brjósti i 7 mánuöi og fór ég þrisvar á dag meö lest hálftima leiö til aö gefa henni. Siöan fluttumst viö til ls- lands, eftir aö ég haföi lokiö viö skólann.” „Voru engin vandkvæöi á aö fá aö flytjast úr landi?” „Nei, ég beiö aö visu I hálft ár eftir leyfi, þvi fjölskylda min þurfti aö gefa samþykki sitt. Það var auðvitaö ætlast til aö ég kæmi heim til Jakútiu og nýtti menntun mina þar, þvi námiö var mér aö kostnaöarlausu eins og allt nám i Sovétrikjum. Ég haföi engin afskipti haft af póli- tik og þvi vandalaust aö fá leyfi til aö flytjast burt, eftir að fjöl- skyldan haföi samþykkt þaö.” „Og hvernig var svo aö koma til íslands?” „Þaö var mjög gaman. Ég skildi aö visu ekkert I málinu til aö byrja meö og var þvi dálitið einmana. En viö nánari kynni komst ég aö þvi aö þaö er margt likt meö þessum þjóöum.” „Nú hefur þú búiö viö tvenns konar þjóöskipulag. — Hvort _ kanntu nú betur viö, okkar vest- | ræna lýöræöi eöa hiö sóslal- # iska?”. i „Mér finnst erfitt aö bera i[ þetta saman, hvort um sig hefur I sina kosti og galla. Mér leiö vel I í Sovétrikjunum og mér hefur liö- iö vel hér. Hér er vissulega minna um boö og bönn, en þau eru nú samt til hér eins og ann- ars staðar. Maöur finnur meira fyrir samkeppni og sundrung hér, en ég minnist meira samhjálpar- innar heima i Jakútiu og reynd- ar i Moskvu lika. Hins vegar fannst mér strax meiri almenn umræöa hér um þjóöfélagsmál, en pólitisk umræöa hefur þó aukist mjög heima siöan ég bjó þar. Þegar ég kom til Jakútiu siö- ast 1973 höföu oröiö miklar breytingar og fólkiö haföi meira umleikis. Framfarirnar eru innski hægari en aftur á móti er engin veröbólga og minni samkeppni. Ég held aö þessi samkeppni.hraöi og spenna sem er aö ná tökum á Islendingum sé undirrót margs ills og mér finnst ég hafa oröiö þess áþreif- anlega vör eftir aö ég fór siðar aö vinna meö vistfólki á Kleppsspitala og Vifilsstööum. Þaö fólk sem veröur undir I þessu þjóöskipulagi segir sina sögu um ástandiö.” „Hvaö hefuröu svo haft fyrir stafni hér á Islandi?”. „Fyrstu árin fóru að mestu i barneignir og húsmóöurstörf, en ég á fjögur börn. Ég á Brynju Benediktsdóttur leikstjóra þaö aö þakka aö ég fór að fást viö leiklist aftur, þvi hún iét mig fá hlutverk i söngleiknum „Hár- inu”. Slöan fór ég smátt og smátt aö syngja opinberlega og hef gert þó nokkuð af því. Auk þess hef ég kennt i ýmsum skól- um og á námskeiðum og leikiö i fleiri leiksýningum. Ég hef lika unniö talsvert viö búningasaum. Ég vann td. meö Danyu Krupsku fyrir „Oklahoma”. Þegar hún kom svo i vetur til aö setja upp „Prinsessuna á baun- inni” baö hún um mig til aö- stoðar viö höfuöbúnaöinn og er ég á kafi i þvi núna. Auk þess hef ég á annað ár unniö á Kleppi og á Vifilsstööum þar sem ég kenni vistmönnum og starfs- fólki leikræna tjáningu. Mér finnst þaö mjög spenn- andi og gefandi starf.” „Og hvaö er svo framund- an?” „Mig langar til aö gefa út plötu, ef ég fæ einhvern til aö aöstoöa mig. Annars erum viö fjölskyldan á leiö til Danmerk- ur, þar sem ég ætla aö kynna mér og læra meira i leikrænni tjáningu og vonandi aö fylgjast meö I leikhúsunum lika. Þaö er óvist hvaö viö veröum lengi, llk- lega 1 — 2 ár, en slðan gerum viö ráö fyrir aö flytjast aftur til Islands.” Það er farið aö liöa á kvöldiö og kominn timi til aö ljúka viö jakútsku lummurnar og teiö. Lummurnar eru oft á boröum hjá Kjuregej, þvi krökkunum finnst fátt matur nema þær séu með. Þær eru býsna likar islenskum lummum, eins og þær voru I sveitinni, nema hvaö engar eru rúsinurnar. Og viö kveðjum Kjuregej og börnin og óskum þeim gæfu og gengis i nýju landi.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.