Helgarpósturinn - 04.05.1979, Blaðsíða 14
14
— Kíkt á mannlífið kringum strætó
t kraf ti þess aö maður er blaða-
maður leyfist að ganga á fólk og
spyrja það spjörunum Ur. En ef
Jón Jónsson tekur NN tali, svona
bara upp úr þurru, þá þvkir hann
ga-ga. Blaðamaður Helgarpósts-
ins (kvenkyns) reyndi þetta sér
til gamans.
Ég var á leiðinni upp að
Hlemmi með leiö 3, er ég sá ung-
an og árennilegan pilt sitja alein-
an og auman aftarlega i strætó.
„Hæ,” sagði ég og settist niður
við hlið hans. ,,Hæ” sagði hann,
andlitið eitt spurningarmerki.
„Hvernig er liðanin i dag?”
spurði ég. Þorandi ekki aö viður-
kenna að hann kannaöist ekkert
viö mig (gæti hafa verið rekkju-
nautur hans i einu fylleríinu)
sagöi hann: „Bara góð.” Loksins
komþað eftir langa þögn: „Þekki
ég þig?” „Nei, það held ég ekki!’
„Jahá.” (Hún er þó aldrei aö
reyna við mig)..,,Samt sestu bara
hjá mér og talar við mig?” „Já,
af hverju ekki” sagði ég. „Já, af
hverju ekki,” sagði hann ekki
mjög sannfærandi tóni. Pilturinn
þurfti vlst að fara Ur, er hér var
komiö sögu svo ekki varð samtal-
iö lengra.
Ég var ekki alveg ánægð með
þessi endalok og fann mér þvi
annað fórnarlamb: virðulegan
heldri mann. Sá tók þessu öllu
óstinnar upp: svaraði mér meö
kurteisislegu fálæti. Þá var það
ég sem hraktist i burtu — enda
búin aöfá þaö sem ég vildi —sem
sagt, ég er ga-ga.
Þriðji viömælandi minn I ferð
þessarri, var öllu málglaðari,
enda mundi ég eftir aö kynnamig
sem blaðamann:
„Hvers vegna ertu strætis-
vagnastjóri?”
„Það er bara fyrir aurana sem
ég geri þettai’
„Hvaðertu búinn að starfa við
þetta lengi?”
,,t rúm 30 ár.”
„Það er langur timi. Ertu ekki
orðinn leiöur á þessu.”
„Nei, nei. Þó er ég búinn að
fara þessa sömu leið siðan ég
byrjaði.”
„Um hvað hugsaröu er þú ert
aö keyra?”
„Maður gerir þetta hugsunar-
laust.”
„Hleypiröu ölvuöu fólki i vagn-
inn? ”
„Já, já. Þegar maður er búinn
að keyrasvonalengi,þá er maður
farinn að þekkja fólkið og þaö er
nú frekar að maður hjálpi
ölvuðum heim, heldur en hitt.”
„Hvaö gerir þú er einhver seg-
ist ekki eiga fyrir farinu og biður
þig um að lána sér það?”
„Ég lána fariö.”
Núvar ég vist komin á ætlunar-
stað svo ég þakkaöi fyrir mig I
hasti og rétt náöi nafninu, Jón
Samúelsson heitir maðurinn.
Það getur verið reglulega
gaman aö sitja inni húsinu viö
Hlemm og virða fyrir sér mann-
fólkið. Stúlkur á Utlitsskeiðinu,
hver eftirlikingin af annarri: i
tiskunnar takt og meö litsterkju
kringum augun, eru sérstaklega
athyglisveröar. Svo og gömlu
mennirnir. Þarna sé ég svo
týpiska að tali. Báðir í veður-
börðum frökkum, skeifulaga
munn og staf i hönd. Þeir segja
ekki margt. Liklega komnir yfir
það. Nú er strætó kominn og
kunningjarnir kveðjast með
virktum. Sá sem fara þarf er ekk-
ert aö flýta sér. Hefur stafinn til
lofts til merkis um að hann er á
leiöinni. Og hvað haldið þið?
Vagninn beiö!
Ég tyliti mér niður hjá þeim
sem eftir situr og segi: „Gott er
veðrið.” „Það má nú segja það,
ljúfan min”. Tek upp blaö og blý-
ant og spyr manninn að nafni. Þá
verður hann hálffeiminn o g hvisl-
ar þvi að mér: „Jón Guðmunds-
son.”,,Og hvaö t-rtu gamall?” „75
ára, áðanum duginn.” „Þá hefur
þú frá mörgu að segja,” segi ég.
„Oh nei, það held ég nú varla.”
„Hvert ertu að fara?” „Ég er að
fara I vinnuna,” svarar hann.
„Og þú átt engan bil?” „Nei, ég
hvorki á né kann á bil. Svo ég
verð bara aö notast viö strætó-
inn.” „Það hefur verið munur er
hans var ekki þörf,” segi ég.
„Já, þú segir þaðl’ „Segðu mér,
var ekki betra lif hér i gamla
daga? ” „Nei, það get ég nú ekki
sagt,” segir hann. „Fólk bjó við
svo mikla örbirgö I minu ung-
dæmi. En nú er öldin önnur. —Og
mér þykir vænt um að fólki skuli
liða vel i dag.”
Og við skulum vona aö gamli
maðurinn hafi rétt fyrir sér I þvi
efni.
—AB
NES — HÁALEITI
Nýr matsölustaður verður opn-
aður I Hafnarstrætinu um næstu
mánaðamót. Hann verður heldur
betur nýstárlegur — á Islenskan
mælikvarða að minnsta kosti.
Þar verður nefnilega ekki hægt að
kaupa hamborgara, ekki fransk-
ar kartöflur og ekki kokkteilsósu.
„Viö ætlum aðhafa þennan staö
örlitið frábrugðinn þessum hefð-
bundnu hamborgarastöðum”,
sagöi Guðni Erlendsson, annar
aðstandenda staðarins, í samtali
við Helgarpóstinn. „Þetta á að
verða nokkurskonar Pizzustaður,
þar sem hægt verður að fá vand-
aða rétti, skálarrétti, pottrétti,
ofnrétti, og pizzur náttúrulega og
expressókaffi með”, sagöi Guðni.
Með Guðna i fyrirtækinu er
Jakob Magnússon, matreiðslu-
maöur, sem undanfarin fimm ár
hefur verið i Kaupmannahöfn, og
unnið m.a. I Bakhúsinu hjá Þor-
steini Viggóssyni.
„Við verðum með sérstaka ex-
pressó-kaffivél frá ttaliu, og er-
um að fá stóra pizzuofna frá
Bandarikjunum. Innréttingar
verða einnig frábrugðnar þvi sem
algengast er, — engir „básar”
verða, heldur hringborð úr
marmara, og léttir stólar við. Þá
verður þjónusta á borðin”.
Þeir Guðni og Jakob eru einn
fremur að viöa aö sér gömlum
munum úr ýmsum áttum, t.d.
vonast þeir eftir gömlu pianói
með rúllu frá Bretlandi.
Veitingastaðurinn verður þar
sem tiskuverslunin Pariö var
áður, og i kjallara hyggjast þeir
hafa galleri, þegar fram liða
stundir. En vinveitingar?
„Við höfum ennþá ekki'sótt um
slik leyfi”, sagði Guöni. „S.jálf-
sagt eigum við þó eftir að gera
það — okkur þykir skemmtilegra
að geta boðið upp á vin með góð-
um mat. Við erum að sækjast eft-
ir öðru fólki en þvi sem fær sér
hamborgara og borðar hann
standandi á tiu minútum, — viö
viljum geta boðið fólki uppá að
sitja i ró og næði og njóta vand-
aðra rétta”, sagði Guðni.
GA
innrétta nýja veitingastaðinn
Jakob og Guðni
i Hafnarstræti.
Pizzustaður í
Hafnarstrætið
Jafnréttið hefur teygt sig inn i búr plötusnúðanna i diskótekum hofuðborgarinnar, sem lengi vel voru
sterkasta kyninu að störfum i báðum helstu diskótekum Reykjavlkur, — óðali og Hollywood. t Holly-
wood er Debra May Divelbiss plötuþeytari, kölluð Debi, og Ijósmyndari Helgarpóstsíns^ Friöþjófur tók
þessa mynd af henni að störfum nú fyrir helgina. t gærkvöldi var svo væntanleg til landsins Brenda Lee
Bartenstein sem stjórna mun músikinni i óðali.
Hótel Borg ^
á besta staö í borginni.
Diskótek í kvöld og annað kvöld.
Gömlu dansarnir sunnudagskvöld. Hljómsveit
Jóns Sigurðssonar leikur fyrir dansi.
Matur framreiddur frá kl. 18 öll kvöld.
*§>(>
£
r
Auglýsingasimi
Helgarpóstsins
er 81866
J
HP-mynd: Friðþjófur