Helgarpósturinn - 18.05.1979, Blaðsíða 12

Helgarpósturinn - 18.05.1979, Blaðsíða 12
Fostudagur i8. maí 1979. —he/garpósturinrL_ //Mér list illa á þetta/" var það fyrsta sem Friðfinnur sagði." Þið blaðasnápar Ijúgið svo skratti miklu/" bætti hann síðan við af fullkomnu miskunnarleysi. Það er ekki fyrir neinn meðalmann að malda' í móinn viðþennan Friðfinn, þar sem hannsitur við drekkhlaðið skrifborðsittúti i Háskólabíói, breiðir úr miklum likama sínum og kveður upp Salómonsdóma í allar áttir. En hvaða Friðfinnur er þetta sem situr eins og kóngur í ríki sinu í Háskólabiói. Það er ekki nema einn slíkur og sá Friðfinnur er ólafsson og er að kveðja bíórekstur eftir 30 ára starf í þeim bransa. En hann var búinn að lofa viðtali. Og Friðfinnur sló af.Hann er hamskiptingur eins og veðrið og stríðnari en andskotinn. „Jæja, hvað sem allri lygi viðkemur. Ég var búinn að lofa viðtali. Skellum okk- ur í þetta." En þá hringdi síminn og átti eftir að hringja aftur þessa tvo tíma sem viðtalið stóð. Alls 18 sinnum var hringt í Friðfinn á þessum tíma. Hann er eftirsóttur og upptekinn maður. En Friðfinnur hefur orðið. „Ég er fæddur á stórkostleg- asta staö í heimi. Vestur við Djúp. Þaö geröist i febrúar 1917 og strax á fyrsta ári var sett á mig prufa, þaö var aö þrauka frostaveturinn mikla 1918. Mér tókst þaö. Ég var yngstur sjö systkina og átti dýrö- lega æsku. Þaö var mikið mannlif viö Djúp, enda þá fiskurj sjónum og margmenni. En svo fór fiskur- inn og þá fór fólkiö. En þaö var nú eftir aö ég var horfinn á braut.” Grasid er grænna við Djúp ,,Eg fer alltaf einu sinni á ári til æskustöðvanna, enda er Djúpiö alltaf jafnfallegt. Þaö er annar ilmur úr grasinu fyrir vestan, fjaran er stærri og fuglarnir þar syngja ööruvisi en annars staöar — en fuglasöngurinn er nú llklega eina músikin sem þar heyrist. Ég „Buxurnar réðu úrslitum” „Þaö er til góö saga af þessum deilum. Páll Zóphaniasson þing- maöur var þess fýsandi aö sam- eining yröi.Aheimili hans og konu hans, Guörúnar Hannesdóttur, bjó annar þingmaður, Páll Her- mannsson. Þessi Páll Hermanns- son haföi I einhverri fljótfærni lof- aö Jónasi frá Hriflu stuðning viö sjálfstæöan Viöskiptaháskóla. Seinna var hann annarrar skoöun- ar, en Páll var oröheldinn maöur og vildi standa viö loforö sitt. En Páll Zóphaniasson og Guörún kona hans tóku þá til sinna ráöa. Þegar málið átti aö koma til at- kvæöa i efri deild, þá faldi Guörún buxur Páls Hermannssonar, þannig aö hann komst ekkert út þann daginn og ekki til atkvæöa- greiðslunnar. Guörún gerö gott betur og neitaði öllum um aögang að Páli og sagöi hann veikan. Nú, ljótt starf og vanþakklátt og ég orðinn þreyttur. Hætti þess vegna.” Sex mánuðir urðu 30 ár „Þá byrjaöi bióævintýriö. Eftir aö ég hætti hjá viöskiptanefnd var ég raunar búinn aö ráöa mig hjá Tryggingastofnun rikisins og átti að vera fulltrúi forstjóra. Þá skeöur þaö aö Gylfi Þ. hringdi i mig. Hann var þá formaður stjórnar Tjarnarbiós og meö hon- um voru i stjórninni, ólafur Jóhannesson og Alexander Jóhannesson. Nú Gylfi biöur mig aö taka viö bióstjórastööu i Tjarnarbió. Nú, ég tók mér umhugsunarfrest. Talaöi siöan viö Harald Guömundsson for- stjóra Tryggingastofnunarinnar og sagöi honum málavexti. Þaö varö úr aö ég fékk sex mánaöa „leyfi” frá fulltrúastööunni, sem ég tók viö bióinu var engin mynd til. Bíöið var lokaö vegna myndleysis. En þaö rættist úr þvi.” „Þetta meö aö fá gjaldeyris- leyfi var erfitt mál, en mér tókst yfirleitt aö redda þvi og fá myndir. En þaö voru litlir pen- ingar og þvi varö aö velja myndir eftir prisnum, kaupa ódýrt. Upp úr þessu var stofnaö Félag kvik- myndahúseigenda. Ég hef veriö i stjórn þess félags frá upphafi og formaöur síöustu tólf árin.” „Góður vestri, góð skemmtun” „Ég hef sjálfur alltaf gaman af kvikmyndum. Eftirlætis myndirnar minar eru cowboy myndir. Góöur vestri er einhver besta skemmtun sem ég fæ. En þaö er of lítiö um góöa vestra, komnar úr textun. Þaö eru þvi ófáar kvikmyndirnar sem. koma fyrir min augu. Ég fer ekki oft i önnur bió hér á tslandi. En þaö skeöur ef einhver góö fiima er á ferðinni.” „Ég verö alveg útkeyröur eftir þessar filmuskoðunarferöir og flýti mér heim. Mér leiðast útlönd og vil heim þegar ég er þar. Það striöir kannski gegn flökkumannseölinu, en mér finnst gaman aö flakka innanlands. Hins vegar hef ég aldrei tima til aö flakka eins og ég viDog þaö er afleitt. Ég vildi gjarnan veröa flakkari og fara i siglingar”. „Bióin ekki stórgróðafyrirtæki” „En aftur i bióin. Ég vissi þettai var búinn aö segja þér þaö. Þeg- ar ég fer aö tala þá tala ég og tala og hleyp úr einu i annað. Þaö var með bióin. Maður er meö dálitiö bundnar hendur varöandi kvik- myndaval. Viö i Háskólabiói er- um i sérstökum samböndum viö ákveöin fyrirtæki erlendis og veröum aö kaupa af þeim. Paramount er umboösaöili okkar I Bandarikjunum, en Rank i Bret- landi. Svo er auövitaö möguleiki aö kaupa á frjálsum markaöi. Hver meöalkvikmynd kostar þetta um 3500 dollara. Sumar eru miklu dýrari og geta farið í 10 þúsund dollara eöa meira. A hverja meðalmynd þurfum viö 12—15 þúsund manns til aö endar nái saman, svo þaö er augljóst aö hér er ekkert stórgróöafyrirtæki á feröinni.” „Auðvitað hef ég fengið leið- indaköst á þessum 30 árum i bió- rekstrinum, en góöu timabilin eru fleiri.” „Þegar þetta bió, Háskólabíó, var byggt hrópuðu margir hátt og sögöu þetta fjársóun. Bióið kost- !!■ .. þá get ég renirt í gröflna sœll og ánœgdur’ fæ ekki jarösamband nema ég komi reglulega vestur.” „Nú ég geröi allt þaö sem sveitastrákar gera — og þó kannski aðeins meira. Ég var nefnilega dálftill prakkari og haföi gaman af þvi aö leika á fólk. Nei, ég vil ekki segja frá neinum prakkarasögum; þær koma I ævi- sögunni minni.” „Værir að tala við biskup núna” „Ég var heima fram yfir ferm- ingu en siöan fór ég I gagnfræöa- skóla á tsafiröi og þaöan i Menntaskólann á Akureyri. Menntaskólaárin voru, held ég, bestu ár ævi minnar.” „Eftir aö stúdentsprófi lauk, 1938 þurfti ég aö hugsa mig um en vissi ekki almennilega hvaöa stefnu ætti aö taka. Engir pening- ar voru til. Langaöi til aö veröa blaðamaöur og fara I journalistik en um leið kitlaði mig dálítiö aö fara i flakk og siglingar. Þá datt mér i hug aö fara i guöfræöi en komst aö raun um aö ég gæti ekki tónaö. Þar meö var þaö lokuð leiö, enda var þaö ágætt þvi þaö fóru svo margir i guöfræöina og ég nennti varla aö elta allan þann lýö. En hefði ég fa'riö i guöfræöina værir þú sennilega aö tala viö biskup núna.” „Endirinn varö sá aö ég fór I Viöskiptaháskólann, sem sföar var sameinaöur Háskóla tslands eftir miklar deilur og ógurleg slagsmál á Alþingi” „Jónas frá Hriflu stóö haröur gegn þvi aö Viöskiptaháskólinn væri innlimaöur I Háskóla Is- iands, en margir voru þeirrar skoðunar að slikt væri nauösyn. Viö stúdentarnir vildum veröa akademiskir borgarar og vildum I HI.” þetta geröi þaö aö verkum aö Páll Zóphaniasson og hans stuönings- menn unnu sigur en Jónas frá Hriflu sat eftir meö sárt enniö. Buxurnar réöu sem sé úrslitum.” ,Slefaði i gegn” „Ég var ánægöur i viöskipta- fræðinni. Námiö átti viö mig. En svo kallaöi lifiö á. Ég trúlofaöist, giftist og stofnaöi heimili. Allt i voöa f járhagslega, en þaö bjargaöist. Ég lak I gegnum próf- in, þó án glæsibrags. Slefaði í gegn. Ég held aö þaö sé ekkert sérstakt bissnessblóö i mér, en þaö er mikiö og gott blóö, þaö get ég sagt þér”. Þær voru alltaf að skipta um nafn „Eftir nám 1941 hóf ég störf hjá svokallaöri viöskiptanefnd. Sú nefnd sá um alla viöskipta- samninga viö önnur rlki. Ég vann hjá þessari nefnd eöa nefndum, allt til ársins 1949 og var þá oröinn þreyttur. Þá höföu staöiö yfir skömmtunartimabil og þessi nefnd haföi m.a. meö skammtan- ir aö gera bæöi á gjaldeyri og öll- um lifsnauösynjum. Viö I þessari nefnd höfum liklega veriö óvin- sælustu menn þjóöarinnar á þeim tima. Vorum kallaöir ýmsum ljótum nöfnum. Vorum viö upp- nefndir, aumingjar, afbrotamenn og yfir höfuö ranglátir. Ég skildi aö visu fólkiö og vildi ekki þurfa aö standa i sporum kúnnanna þá. Skömmtun á gjaldeyri er afleitt, fyrirtæki og sjálfsagt hefur okkur mistekist enda ekki viö ööru aö búast. Þess vegna var gremja fólks vel skiljanleg. En þetta var ég var ekki byrjaður i og tók viö Tjarnarbiói. Ætlaði aö vera þar i sex mánuöi þangaö til annar fyndist. En þaö teygöist úr þessu. Og nú eru þessir sex mánuöir orönir þrjátiu ár.” „Ég veit ekki af hverju ég ilentist i þessum bióbransa. En þetta er skemmtilegt starf og mér er mögulegt að sinna tómstund- um meö þvl. Ég vissi litiö um kvikmyndir þegar ég tók viö, en læröi fljótt. Þá voru eingöngu enda er John Wayne meö krabbamein. Þaö eru margar kvikmyndir sem eru eftirminni- legar og ákveönir leikarar sem maöur gleymir ekki. Þeirri leik- persónu sem ég man best eftir i kvikmynd er liklegast Marlon Brando i Guöfööurnum. Þar fór frábær ieikur sem lengi lifir. „Hvaö ég sé margar kvikmyndir á ári? Guö minn almáttugur! Þaö er legió. Ég fer tvisvar á ári erlendis til aö velja „En þaö er of litiö um góöa vestra, enda er JohnWaynemeö krabba- mein...” bandariskar myndir sýndar I bióunum hérna. Þetta var stórfyrirtæki aö reka þetta. Bióin voru þá aöeins þrjú i Reykjavik, en fjölgaöi fljótlega. Þaö var i sjálfu sér nóg framboð af mynd- um, þaö var ekki vandamáliö.Hitt var verra aö erfiölega gekk aö fá gjaldeyri til aö kaupa þær.Þegar myndir. Ég sé svona 30—40 myndir i hverri ferö. Horfi kannski á 3-4 kvikmyndir á einum degi. Þaö er ekki laust viö aö maöur sé hálfruglaöur eftir slika setu. Af þessum 30—40, sem ég sé, vel ég siöan 5—10. Sföan sé ég allar myndir, sem koma i Háskólabió eftir aö þær eru aöi þá, 1961, 40 milljónir. Ég var af mörgum talinn I hópi fjár- glæframanna. En ég var óhrædd- ur, enda liðu ekki mörg ár þar til allt var borgaö.” „Ég er yfirleitt óttalaus maöur, þótt ég hræöist eitt og annaö, þá læt ég ekki skelfa mig aö ástæöu- lausu. Ég er hæfilega bjartsýnn, en er ekki angurgapi i þeim efn- um. En yfirleitt hefur þaö staðist sem ég hef áætlað.” „Fæ yndisleg letiköst” „Yfirleitt vil ég vinna i skorp- um, en þess á á milli fæ ég indælis letiköst. Mér leiöist þessi sami hraöi, vil hafa þetta I átökum — i skorpum — enda er ég fljótur aö vinna i slikum ham.” „Annars er það galli viö mig, hvaö ég er i allt of mörgu i einu. Hef nánast engar frístundir. Ég kennit.d. bókfærslu og verslunar- rétt I M.R. Þaö geri ég til þess aö fá tækifæri til aö umgangast unga fólkiö. Þvi hef ég gaman af. Þaö koma allir straumar i gegnum unga fólkiö. Segöu þeim þaö sem alltaf eruaöskamma æskulýöinn' Meðlimur i 18 félögum samtímis j^Alls kyns aukastörf önnur hafa hlaöist á mig. Þegar best var voru þau 18 félögin sem ég var meölimur i og virkur i mörgum þeirra. I dag er ég t.d. formaöur Styrktarfélags lamaöra og fatlaöra, i stjórn barnaheimilis- ins aö Tjaldanesi, ritari i stjórn Kron, 1 stjórn kirkjugaröanna, i safnaðarnefnd Langholtssóknar, I félagi Djúpmanna og i Oddfellow-

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.